Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 13
skipstjóri á. Hann hefur því unnið öll sín störf
á sjó, að undanteknu stuttu tímabili, er hann
neyddist til að vera í landi vegna heilsubrests.
Hvort tveggja var, að Rafn ólzt upp við segl-
og vélknúin knör. Undirstaðan undir lífsstarfið
var því hið ákjósanlegasta, auk þess, sem hann
með starfi sínu á útlendum skipum, tileinkaði
sér ágæta þekkingu í erlendum málum, þannig
að fáir munu þeir íslenzku skipstjórar vera, ef
nokkur, sem talar til dæmis enska tungu jafn
reiprennandi og vandað sem Rafn, en það sam-
fara snyrtimennsku, nákvæmni, áreiðanlegleik
og höfðingsskap, hefur gert honum fært að
kynna sig og þar með land og þjóð, svo ekki sé
nefnt íslenzka farmenn á þann hátt, sem við
megum vera stoltir af. En Rafn hefur alls stað-
ar, sem hann hefur komið, sem nú er orðið nokk-
uð víða, strax við fyrstu kynni vakið traust og
virðingu allra þeirra, sem hann hefur einhver
samskipti haft við. Þetta er auðvitað mikil og
~ góð landkynning, ekki sízt er um hefur verið
að ræða mjög framandi þjóðir, sem ekki hafa
haft önnur kynni af íslendingum en skiptin við
Rafn, og væri vel, að við ættum margra slíka
farmenn.
Rafn er maður, sem fyrir löngu hefur tekið
afstöðu til lífsins, en sú afstaða er byggð á stað-
góðri lífsreynslu, sem aflast hefur á viðburða-
ríkri ævi. Hef ég sérstaklega tekið eftir því í
fari Rafns, hve lítið eða ekkert hann hefur þurft
að hafa fyrir því að finna kjarna hvers máls.
Stundum finnst manni í fyrstu, að Rafn hafi á
röngu að standa, en venjulegast fer svo að lok-
um, að það reynist einmitt hið gagnstæða.
Rafn er orðvar maður, eins og flestir traust-
ir menn, en í starfi eru fyrirskipanir hans skýr-
ar og ákveðnar, sem og nauðsynlegt er. Róm-
urinn er þá kannske ekki sérlega blíður o,rðin
ekkert tæpitungutal, en þar liggur ekkert ann-
að á bak við en það, sem í orðunum felst. Það
vita þeir, sem þekkja hann vel, þótt fáir séu,
því ekki fleiprar Rafn tilfinningum sínum hvers-
dagslega.
Það lætur að líkum, að Rafni er illa við allan
slóðaskap og yfirborðsmennsku, endahafamarg-
ir, sem hjá honum hafa byrjað sjómennsku eða
verið undir hans handleiðslu, komizt til vegs og
virðingar í sjómannastétt. Aðrir hafa haft gott
af hans yfirstjórn á annan hátt, því Rafn hef-
ur ætíð viljað þeim vel, sem hann hefur tekið
á skip sitt, þótt einstaka unglingur hafi ekki
borið gæfu til að skilja það.
Siglingafróðir menn segja mér, að Rafn sé
afburða „navigator". Nákvæmur og viss í þeim
fræðum, en það, ásamt að öðru leyti öruggri
skipstjórn, kemur sér vitanlega mjög vel, ekki
sízt í hinum löngu siglingum um úthöfin við
misjafnar aðstæður. Því stundum ber vanda að
höndum á hafinu. Aðstæður geta breytzt á, svip-
stundu og óvænt vandamál krefjast skjótrar og
réttrar úrlausnar, annars getur verr farið.
í dag siglir Rafn sínu eigin, glæsilega skipi,
Kötlu, um heimshöfin, en að hann hafi komizt
sofandi að slíkri aðstöðu, dettur víst engum í
hug. Hitt mun frekar, að þessi árangur hefur
kostað mikið erfiði og sjálfsafneitun, þótt hann
einn viti gjörla, hvernig þessum árangri hefur
verið náð, en þótt stundum gerist ævintýri og
skjótur og fyrirhafnarlítill frami, hefur það
sjaldnast átt við þá, sem gert hafa sjómennsku
að lífsstarfi.
Hafi Rafn einhvern tíma verið heppinn og
lánssamur í lífinu, fram yfir það lán, sem hann
hefur skapað sér sjálfur, tel ég að það hafi ver-
ið, er hann valdi sér lífsförunaut. Árið 1929
giftist hann Ingveldi, dóttur hins nýlátna, lands-
kunna athafnamanns Einars Einarssonar í
Grindavík, ágætri dugnaðarkonu, sem hún og á
ætt til. Þau hjón eiga tvö börn, Ólafíu, gifta
Níels P. Sigurðssyni hdl., stjórnarráðsfulltrúa,
og Sigurð, 10 ára.
Á nýársdag 1951 var Rafn sæmdur Riddara-
krossi Fálkaorðunnar, og tel ég að sá viður-
kenningar- og virðingarvottur hafi í það sinn
komið á réttan stað.
Að lokum vil ég persónulega og fyrir hönd
Sjómannablaðsins Víkings óska Rafni til ham-
ingju með þennan áfanga á lífsleiðinni, fullviss
þess, að hann getur með hugarró litið yfir far-
inn veg. Veit ég, að þá mæli ég fyrir munn
margra, er ég óska þess, að hann megi enn um
langt skeið sigla skipi sínu um höfin, sjálfum
sér, íslenzku þjóðinni og ekki sízt íslenzkum
farmönnum til sóma — hér eftir, sem hingað til.
Magnús Jensson
Jtá kafi til katfnar
í ferð sinni kringum hnöttinn 1772—1775 komst
James Cook alla leið á 71,10 gr. suðlægrar breiddar.
Með honum var þá ungur stýrimaður, George Vancouver,
sem síðar varð heimsfrægur landkönnuður.
Hann hafði það til gamans að segja, að hann hefði
komizt næst Suðurpólnum af þálifandi mönnum, því
þegar Cook var að snúa skipi sínu við vegna ísbreið-
unnar, sem hindraði ferð þeirra, hljóp Vancouver fram
á Bugspjótið og hrópaði: „Non plus ultra“.
* * *
— Þér særðust í stríðinu, hvar?
— í Bosporus“.
— Ó, það var hryllilegt.
VÍKINGUR
177