Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 14
tfliHHiHffarcrl: Þorbergur Steinsson, hreppstjóri Þorbergur Steinsson hreppstjóri er fæddur í Hvammi í Dýrafirði 27. desember 1878. Hann var kominn af arnfirzkum og dýrfirzkum bænda- og sjómannaættum í aldir fram. For- eldrar hans voru Steinn Kristjánsson bóndi í Hvammi og kona hans Jóhanna Nathanaels- dóttir bónda í Meðaldal Narfasonar. Kristján, faðirSteins, var Jónsson Sumarliða- sonar hreppstjóra á Sveinseyri í Þingeyrar- hreppi. Kona Jóns, en móðir Kristjáns, var Guð rún Ólafsdóttir bónda Bjarnasonar í Hauka- dal. Systkini Guðrúnar voru mörg. Meðal ann- arra Jón Ólafsson bóndi í Yztabæ í Haukadal. Hann og Þorbergurvoru því skyldir að þriðja og fjórða ættlið. Þorbergur ólzt upp í Hvammi og vandist allri vinnu til sjávar og sveita; einkum hneigðist hugur hans snemma til sjómennsku. Ferming- arárið réðist hann á fiskiskútu, Önnu Sophíu, frá ísafirði. Eftir það var hann á ýmsum fiski- skútum, unz hann gekk á stýrimannaskólann í Reykjavík 1898 og útskrifaðist þaðan aldamóta,- árið 1900. Eftir það var hann skipstjórnarmað- ur, ýmist stýrimaður eða skipstjóri, til ársins 1916, en þá hætti hann allri sjómennsku. Á skipstjórnarárum sínum var hann lengst af á útgerð Tangsverzlunar á ísafirði, og þá allt- af með sama skipið, Arthúr & Fanny. I betra meðallagi var hann að aflasæld og aldrei hlekkt- ist honum á. Var meira gert upp úr þeirri far- sæld þá en nú er. Sérstaklega völdust til hans góðir fiskimenn, svo eftirtekt vakti, hve skipið Arthúr & Fanny var ávallt vel mennt. Roskinn maður, sem þar hafði verið háseti, var nýlega spurður að því, hvernig á því hefði staðið, að Þorbergur hefði valið úr mönnum. Svar hans var á þessa leið : ,,Það gerðu áreiðanlegheit han.;, karl minn“. I hverju komu þau helzt fram? „Það, sem hann lofaði, það stóð alveg eins og stafur á bók, karl minn“. Það var svo um marga þessa gömlu skipstjóra, svo að eitthvað fleira hlýtur að hafa komið til. ,,Já, hann hafði aura- ráð og miðlaði hásetum sínum, þegar þeir þurftu mest með“. Hvernig stóð á því? ,,Ja, það var lóðið, lagsmaður. Hann lét útgerðina borga mönnunum út hýruna í peningum, en ekki út- tekt í uppskrúfuðu vöruverði. Sérðu, — það var óþekkt fyrirbrigði þá-----“. Árið 1903 kvæntist Þorbergur ágætri konu sinni Jónínu Benjamínsdóttur, skipstjóra frá Múla í Þingeyrarhreppi, Bjarnasonar. Þeim varð níu barna auðið, en nú eru aðeins fimm þeirra á lífi. Jónínu missti hann 24. sept. 1941. Eftir að Þorbergur lét af sjómennsku hlóðust á hann margvísleg störf. Hann varð verkstjóri við fiskverkunarstöð Útgerðarfélagsins á Þing- eyri frá 1916 og til þess að félag það hætti störfum. Samtímis var hann bóndi í Hvammi. Árið 1922 var hann í fyrsta sinn kosinn í sveitarstjórn og átti þar sæti samfleytt til árs- ins 1938. Helming þess tímabils, eða í átta ár, var hann hreppsnefndaroddviti. I skattanefnd var hann kjörinn 1932 og gegndi þar störfum til æviloka. Hreppstjóri var hann settur 1943 og skipaður ári eftir. Því starfi gegndi hann til dauðadags. Einn af elztu ábyrgðarmönnum Sparisjóðs Þingeyrarhrepps í mörg ár og sýslu- nefndarkjörinn endurskoðandi sjóðsins um langt árabil. Þorbergur Steinsson var starfsmaður góður, og vannst vel, iðinn, árvakur og skyldurækinn, óhvikull í trúnaði sínum við ábyrgðarstörf, svo að fágætt má telja. Mun það lengst halda minn- ingu hans á lofti. Enginn véfengdi trúnað hans. Fyrir því var honum margt falið. Hann var maður dulur í skapi og fáskiptinn. Hrjúfur gat hann verið í tilsvörum og fámáll; fékk orð fyrir að binda bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir samferðamenn. í sorgum og mótlæti gerði hann kröfu til að eiga sig sjálfan: „Því fjær, sem VÍKINQU R 17B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.