Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Blaðsíða 16
Bergmálsmælingar
og fiskleitunartæki
Eitthvað hið nauðsynlegasta fiskimönnum, bæði fyrr
og ekki sízt nú, hefur verið að þekkja botninn vel, þar
sem veiðitilraun skyldi gerð, og lengi hefur það verið
draumur sjófarenda að sjá niður í djúpið, eða á ein-
hvern annan hátt komast að, hvernig þar væri um-
horfs. Þessi forvitni, sem og öll önnur, hefur leitt til
ýmsra tilrauna í þessa átt, en eins og menn vita, leiða
allar tilraunir fyrr eða síðar til einhvers árangurs.
Fyrir aðeins 30 árum þekktist enginn betri aðferð
til að mæla sjávardýpi heldur en að renna niður línu
og stika svo í faðma. Þetta var auðvitað ekki hægt,
nema skipið væri í kyrrstöðu og þar að auki sjaldnast
nákvæmt, því straumar vildu bera línuna til og frá.
Það þótti því ekki lítil uppfinning og þægindi, er berg-
málsdýptarmælirinn kom til sögunnar. Fyrst með hljóði,
síðan með rafmagni. Þessi fyrstu tæki voru að vonum
harla misjöfn og óáreiðanleg og næsta lítilsverð borið
saman við það, sem nú þekkist bezt, en það munu vera
fiskleitartækin. Frá byrjun og til þeirrar tækni i þess-
um efnum, sem nú njótum vér, mun eflaust hafa verið
erfiður vegur og mörg vonbrigðin. Hverjir fyrstir náðu
verulegum árangri, skal ekkert fullyrt um hér, en hitt
er vitað, að í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar höfðu
Þjóðverjar náð merkum árangri, sem notaður var í
sambandi við kafbátahernað þeirra.
Fyrir nokkru var hér á ferð þýzkur maður, sem
starfar hjá fyrirtækinu Electroacustic í Kiel, en það
hefur frá árinu 1924 framleitt djúpmælingartæki og
önnur, sem byggjast á hljóflutningi (Acustic) og eink-
um eru notuð í skipum, eða tæki, sem notuð eru við djúp-
mælingar, fisksjá og fisksmölun.
Blaðið átti viðtal við þennan mann og bar margt á
góma. Einna nýstárlegast var sú staðreynd, að fyrir-
tækið notar nú ekki lengur bergkristalla, sem nauðsyn-
legir eru í tæki þessi, heldur ræktar sjálft þessa krist-
alla úr kemiskum efnum, við ákveðið hitastig, þrýsting
og ljósmagn. Telur hann þessa kristalla betri en hina,
auk þess, sem þetta gerir fyrirtækið sjálfstæðara í at-
höfnum sínum. Ennfremur nefndi Þjóðverjinn eftir-
farandi tæki, sem fyrirtæki hans hefur framleitt:
Af börnum Þorbergs eru fjórar dætur, einn sonur og
ein uppeldisdóttir á lífi. Minningin um hann mUn lifa
í huga okkar, sem þekktu hann. Störf hans, sem við
þökkum af heilum hug, voru áfangi til að skapa byggð-
arlagi sínu og þjóðinni í heild betri lífskjör.
Blessuð sé minning hans.
Ö. S.
Echoskop, eða það, sem við köllum neistamælir og
flestir íslenzkir sjómenn þekkja nú orðið af reynslu.
Við djúpmælinguna sýnir tækið botninn með ljósbliki á
hringskífu, eða önnur viðnám, sem undir skipinu eru
að hverju sinni. Mælingin er nákvæm, en staðbundin,
þannig að hún sýnir aðeins dýpið beint undir botni
skipsins. (Sjá mynd nr. 4).
Fisksjáin. Heili þessa tækis er bakskautslampi, er
sýnir ekki aðeins botninn hárnákvæmt, heldur og hvern
einstakan fisk, síldartorfur og þéttar sviftorfur. Sjón-
keila fisksjárinnar er 3 á móti 10. Skip á 100 faðma
dýpi sér því hringsvið í botni, sem er 30 faðmar í
radius, og þar með botninn 15 faðma fram undan skip-
inu. Fisksjáin hefur reynzt svo næm, að segja má að
þar sé „dauður“ sjór, þar sem hún ekki sýnir fisk. Við
velting skips eykst sjónsvið fisksjárinnar. T. d. á skipi,
sem siglir yfir 100 faðma dýpi og veltur 20 gráður,
eykst sjónsviðið um rúmlega 17 faðma til hvorrar hlið-
ar í botninum. Við slík skilyrði sýnir fisksjáin því um
65 faðma breiða braut af botninum, sem það siglir
yfir og getur slíkt komið í góðar þarfir við fsikleit.
Fiskarnir eru félagslyndar skepnur og halda sig mest
í smærri eða stærri torfum, sem oftast eru þunnar við
kantana, en þykna inn að miðju. Myndirnar 1 og 2
sýna leit skips að kjarna fisktorfu. Á mynd 1 sést
skipið velta til stjórnborða og mæling þá til bakborða,
er sýnir lítinn fisk, en þegar svo skipið veltur til bak-
borða og mælir til stjórnborða, sést mikið blik í fisk-
sjánni og sést þannig að torfan er til stjórnborða og
þar ber að leita fisksins.
Sé ekki um því þykkri torfur að ræða, sýnir fisk-
sjáin hvern einstakan fisk út af fyrir sig, eins og sést
1. mynd.
1E3D
VÍKINGUR