Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Side 18
Eitt sinn komu gistihúseigendurnir í japönsku borg- inni Ogaki saman á fund til þess að stofnsetja ferða- mannaskrifstofu á staðnum, en eftir langar umræður komu þeir sér saman um að hætta við þetta áform. Ástæðan var sú, að þeim varð öllum ljóst, að borgin hafði ekkert til þess að bjóða ferðamönnum! * h= * Á meðal hinna sérstaklega eftirtektarverðu, sem höfðu náð því að verða 100 ára og þar yfir og létust síðastliðið ár, má nefna Carl Gloeckner frá Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi. Hann varð 107 ára og einasti eftir- lifandi af hermönnunum frá fransk-þýzka stríðinu 1870 —’71. Þá Jane Mitchell frá Belleville í Bandaríkjun- um. Hún varð 106 ára og hafði aldrei séð kvikmynd. Loks má nefna Robert Woodlridge frá Leeds í Eng- landi. Hann varð 100 ára og hafði verið athafnasamur innbrotsþjófur til 94 ára aldurs. * * * Sum dýr hafa sérstaklega þroskuð skilningarvit á kostnað annarra. Þannig hafa fuglar yfirleitt mjög sterka sjón, en lélega þefnæmi. Slöngur, sem hafa til- tölulega slæma sjón og heyrn, eru afar bragðnæmar með hinni löngu og klofnu tungu sinni. Þannig er það, er hún liggur kyrr og bíður eftir bráð, þá sveiflar hún tungunni til og frá í loftinu, en þefurinn frá dýrum berast með vindinum og setzt á tunguna og finnur þá slangan hvers konar skepna er í nágrenninu. * * * Víða í Danmörku er sterk hreyfing til að gæta hrein- lætis á almannafæri, og er eftirfarandi sagt í því sam- bandi: Ökuþór frá Kaupmannahöfn stöðvaði vagn sinn á götu í Vejle. Kveikti sér í sigarettu og fleygði tómum pakkanum á götuna. Kona nokkur, sem fram hjá gekk, tók öskjuna upp af götunni, rétti að ökuþórnum og sagði: — Viljið þér ekki pakkann yðar? — Nei, þökk, svaraði ökuþórinn. — Það vill Vejle ekki heldur, sagði konan og fleygði pakkanum inn í vagninn. * * * Stjórnmálasérfræðingur er sá maður, sem getur sagt okkur í dag hvað skeður á morgun, síðan skýrt fyrir okkur hinn daginn, vegna hvers það skeði ekki dag- inn áður. * * * Hinn frægi stjörnufræðingur Palomar, sagði eitt sinn, eftir að hafa horft rannsakandi út í himingeym- inn, gegnum hinn stóra sjónauka: — Nú breytir um veðurfar á morgun. Einn af hinum ungu lærisveinum hans spurði undr- andi: — Hvernig getið þér vitað slíkt með vissu? — Það skal ég segja yður, ungi vinur. Gigtin í vinstri fótlegg mínum lýgur aldrei. * * * Ef þú ert einn af þeim, sem finnst lífið hafi leikið þig illa, og lítið lánsamur verið, þá skaltu hugsa til aumingja Jack gamla frá Texas. Hann var allt sitt líf að grafa fyrir olíu, sem hann aldrei fann. Loks dó hann beygður og bláfátækur. Skyldmenni hans auruðu saman fyrir ómerkilegum grafreit, en þegar grafar- /I FRÍVI - VíÍM arnir stungu fyrstu skófluna, gaus olía upp og var straumurinn nærri búinn að skola kistugarminum með sér. * * * Hinn fljótandi þjónn. I baðhöll Henry Hudson gistihússins í New York var nýlega kynnt nýtt, enskt fataefni, sem sagt er að úti- loki að þeir geti drukknað, sem eru í fötum úr þessu efni, en í þetta sinn er ekki um nylon eða önnur gerfi- efni að ræða, heldur hreina, venjulega baðmull, sem ofin er næstum tvisvar sinnum þéttar en venjulegt er, með þeim árangri, að hún heldur loftinu, en vatn kemst ekki í gegn. Framleiðsla þessa efnis er nú auðvitað hafin í stórum stíl, en það er ætlað í baðföt, sérstak- lega fyrir börn. * * * Flugmaðurinn Scott Crossfield náði fyrir nokkru 2207 kílómetra hraða á klukkustund, eða um helmingi meiri hraða en hljóðið. Við flug þetta notaði hann sér- staka gerð af „Jet“-flugvél. Er hann lenti var hann spurður, hvernig honum hafi liðið, en svaraði var: — Alveg eins og að fá kvínandi magapínu og slæma inflúenzu samtímis. H= H= * Nýlega tilkynnti japanska símaþjónustan, að nú yrði farið að afgreiða eldri pantanir á síma. Sú elzta var frá árinu 1906. * * * Það er einkennilegt með þessar kvikmyndastjörnur. Fyrst gera þær allt til þess að verða þekktar, en síðan allt til þess að dyljast fyrir almenningi. Trúlega er hér átt við Gretu Garbo. * * * Samkvæmt nýju ákvæði hollenzku herstjórnarinnar, er yfirmönnum í hernum ekki lengur heimilt að hegna hinum óbreyttu hermönnum, með því að láta þá skrifa þúsund sinum: „Ég má ekki vera slæmur dáti“. 1Q2 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.