Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Page 19
KTINNI far ai — t ________________________ Samkvæmt skýrslu heilbrigðisstjórnarinnar í Ind- landi, hefur meðalaldur Indverja hækkað um 10 ár síðan 1931. * * * Rannsókn hefur leitt í ljós, að starfsaldur hinna fögru flugfreyja, sem í fyrstu var aðeins 18 mánuðir, því þá giftust þær, er nú orðinn 29 mánuðir að meðaltali. * * * Sjóoturinn er gríðarstórt selakyn, sem stundum nær 5 metra lengd. Hann er orðlagður fyrir hátt og sárs- aukafullt öskur, auk þess, sem hann virðist ætíð sorg- mæddur á svipinn. Nýlega tóku vísindamenn að rann- saka, hvort hann hefði nú nokkra ástæðu til að vera svona niðurdreginn og komust reyndar að þeirri niður- stöðu, að svo var í hæsta máta. Rannsóknin leiddi nefni- lega í ljós, að sjóoturinn, jafnt kven- sem karldýr, þjáist af krónisku magasári, en eins og allir vita, er sá sjúkdómur ekki til að bæta skapið. * * * Westminster Abbey, hin fræga kirkja í London, þar sem brezka drottningin var krýnd í fyrra, er á hraðri og öruggri leið að falli, eftir því sem brezkt blað upp- lýsti fyrir nokkru. Regn, þoka, frost og ekki sízt hinn eitraði reykur frá bílunum, hefur haft þau áhrif á múrana, að á mörgum stöðum getur maður - krafsað steinana og sandinn í burtu með höndunum einum. Stoðirnar eru orðnar svo lélegar, að þær standa vart undir sínum eigin þunga og aðeins lélegt trégrindverk varnar því, að loftskreytingin falli niður í kirkjuna. Þessar upplýsingar blaðsins hafa skelft brezkan al- menning, sem hugsa til þess, hvað skeð hefði getað, er hinar sterku hljóðsveiflur frá orgelinu fylltu kirkjuna við krýninguna. * * * Amerískur frambjóðandi við fylkiskosningarnar síð- astliðið vor, hefur nú geert upp reikninginn frá kosn- ingabaráttunni: — Ég tapaði 1.360 klukkustunda svefni, missti tvær framtennur og talsvert af hárum í handalögmáli við andstæðingana. Ég neyddist til að kyssa 150 pelabörn, tók þátt í að slökkva 25 eldsvoða og bar við þau tæki- færi 75 vatnsfötur. Ég heilsaði 9000 sinnum með handa- bandi og sagði vísvitandi ósatt ca. 500 sinnum. En ræð- ur mínar hefðu getað fyllt 10.000 bindi. Ég hringdi 2000 dyrabjöllum og var 39 sinnum bitinn af óðum hundum, og að síðustu — tapaði ég kosningunni. * * * Á stjórnmálafundi í London fyrir nokkru, hvíslaði erlendur stjórnmálamaður að manni við hlið sér: — Finnst þér ekki Churchill vera orðinn hræðilega gamall? Stundum sofnar hann á fundum og er orðinn vita minnislaus. Þá kallaði Churchill gamli, sem sat um 10 metra frá þeim: — Já, en verst er þó, hvað hann heyrir illa. * * * Fyrir 9 árum samdi portúgalinn Raul Ferrao ástaróð til konu sinnar í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra hjóna. Lagið var gefið út, en vakti enga athygli og gleymdist fljótt alveg, þar til spænskt músikútgáfufélag lét gefa það út á ný 1952, og brátt varð lagið hans Ferrao, „April i Portugal", á hvers manns vörum. En skáldið sjálft hafði litla ánægju af frægðinni, því einmitt um þetta leyti lézt konan hans, en sjálfur lagðist hann í sinnuleysi af sorg og söknuði. Fyrir nokkru reyndi amerískt útgáfufyrirtæki, er þóttist skulda Ferrao stór- fé vegna útgáfu á lagi hans, að komast í samband við hann, en fékk þá þessa orðsendingu frá einum vina hans: — Raul dó af sorg í fyrra —- í apríl í Portúgal. * * * Maria — ein hinna heimsfi'ægu Dionne fimmbura, er nú orðin svo slæm á taugum, vegna ágengni frétta- ogj myndatökumanna, að hún ákvað að ganga í klaust- ur til þess að fá frið og sálarró. Hún er nú að ljúka reynslutímanum og er búizt við, að hún vinni klaustur- eiðinn í september í haust. Klaustursregla þessi er ein af þeim ströngustu og heitir: „Systur hins heilaga sakramentis" í Quebec, Kanada. * * * Franskur tannlæknir kom eitt sinn að konu sinni í rúminu með öðrum manni. Tannlæknirinn tók elskhug- ann, batt hann við einn af hinum háu og sterku rúm- stuðlum, tók fram verkfæri sín og dró allar hinar fallegu tennur hans út. Málið fór fyrir dómstólana og féll dómur þannig, að tannlæknii'inn var sýknaður af ofbeldisákæru, en gert að greiða fyrir falskar tennur. * * * Utanríkismálaráðherra Júgóslavíu, Edward Kardelj, snæddi eitt sinn miðdagsverð á fínu veitingahúsi í Belgrad og varð svo hrifinn af hinum góða mat, að hann fyrirskipaði að yfirmatreiðslustúlkan skyldi mat- reiða á heimili hans. Nokkru seinna borðaði einvalds- herrann Tito hjá honum og fyrirskipaði samstundis, að stúlkan skyldi matreiða á sínu heimili. Nú má aum- ingja Edward aftur snæða á matsöluhúsum. * * * Einræðisherrann Peron í Argentínu fyrirskipaði fyr- ir nokkru „fiskviku", þannig að þá viku skyldu lands- menn eingöngu snæða dýr sjávarins. Þetta kom ekki til af góðu í þessu mikla kjötlandi. Ástæðan voru mistök í einni stjórnarskrifstofunni, sem orsakaði að landið var kjötlaust um tíma. * * * Bílasmiðurinn: — Kallið þið þetta vinnuhraða? Ég ætla bara að láta ykkur vita, að þegar við byrjum að byggja bíl kl. 12, á fyrsti slasaði maðurinn, sem bíln- um hefur verið ekið á, að liggja á spítala kl. 12,30. ❖ * * Einkennilegt má það teljast, að mannsnef skuli geta orðið rautt af hreinu og tæru brennivíni. VIKINGUR 103

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.