Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 20
BERGMÁLSMÆLINGAR — Framh. af bls. 181.
Og svo er það loks deyfitxki, sem notuð eru við tún-
fiskveiðar. Þegar fiskurinn hefur bitið á krókinn, er
rafstraumur sendur eftir línunni í fiskinn. Deyfist hann
þá og liggur kyrr, sem
dauður væri, í um 15 mín-
útur, en sá tími á að
vera fiskimanninum nægi-
legur til þess að draga
hann að skipinu, innbyrða
og drepa.
Margt er enn ótalið af
framleiðslu Elactroacustic
í Kiel, eftir því, sem hinn
þýzki sérfræðingur segir,
en ekki verður rakið hér.
Þó skal þess getið, að
meðal þeirra hljóðflutn-
ingatækjum (accustik),
sem komið hefur á mark-
aðinn, eru þokulúðrar fyr-
ir landstöðvar, sem beina
hljóðmerkjunum í vissar
stefnur, svipað og ljós-
vitar, en það hefur komið sigiingum að miklu gagni.
Svo kveðjum við gestinn og þökkum allan fróðleikinn.
* * *
En eins að líkum lætur eru það fleiri, sem hafa náð
árangri í þessari grein tæknivísinda, meðal annarra
Bandaríkin, þar sem er: Hafsjáin.
Á Hafsjánni eru tvær sjár. Sýnir önnur eins konar
kort af sjónum fram undan skipinu, á sama hátt og
radartæki sýnir kort af yfirborðinu í kringum skipið.
Hin sjáin er til þess að sjá betur bergmálið frá því,
sem sést, en reyndur maður getur ráðið af gerð berg-
málsins í sjánni, hvort það muni vera fiskur, klettur
eða annað.
Auk þessara tveggja sjáa er svo hátalari í tækinu
og heyrast bergmálin einnig í honum. Þetta er afar
þægilegt, því vegna þess þarf ekki að stara stöðugt í
sjárnar, heldur heyrist í tækinu hvenær eitthvað mark-
vert kemur í færi. Hljóðin í tækinu eru og mismunandi,
eftir því hvað það er, sem þeim veldur og má með æf-
ingu segja til um það. Að sjálfsögðu er hægt að láta
tækið sýna botninn beint undir skipinu, og gerir það þá
sama gagn og dýptarmælir.
Hafsjáin sýnir jafnt einstaka fiska sem fiskitorfur
og hvali. Bæði hljóðið og myndin á sjánum er mismun-
andi eftir því, hvers konar fiskur er á ferðinni. Haf-
sjána má nota í hvaða skipi sem er. Hún er gerð fyrir
24 volta, 32 volta og 110 volta jafnstraum. Þægileg í
meðförum, eða aðeins 100 kg. á þyngd.
Þessi nýja gerð af fisksjá er nú nýskeð komin á
markaðinn þar í landi. Með aðstoð hennar fékk til dæm-
is túnfiskbáturinn Sun Ray frá Kaliforníu metafla, um
200 smálestir af túnfiski á aðeins sex vikum, en slíkt
þykir í frásögur færandi, því verðmæti aflans varð um
70.000 dollarar, eða hvorki meiri né minni en íslenzkar
kr. 1.142.400,00.
Það er fyrirtækið Minnieapolis-Honeywell, sem hafið
hefur f jöldaframleiðslu á þessu tæki og gefið því nafnið
„Hafsjá“ — Sea Scanar. Tæki þetta, eða Hafsjá, vinn-
ur að nokkru leyti eins og radar. Það sýnir mynd af
sjónum í kringum skipið, á sama hátt og radartækið
sýnir í sinni sjá það, sem ofansjávar er. Þó notar Haf-
sjáin ekki útvarpsbylgjur eins og radarinn, heldur hljóð-
bylgjur með mjög hárri tíðni. Að þessu leyti er Hafsjáin
skyld dýptarmælinum, en hefur þann ágæta kost, að
sýna ekki aðeins beint niður fyrir skipið, heldur er hægt
að beina henni á ská fram undan skipinu í hvaða stefnu,
sem vera skal. Auk þess er tæki þetta þannig útbúið,
að hljóðgeislinn sveiflast sjálfkrafa úr einni stefnu í
aðra. Byrjar t. d. á stjórnborða, stefnir svo fram. Síð-
an á bakborða og loks sömu leið til baka. Hægt er að
stilla hve stóran geira tækið skoðar á þennan hátt. Ef
vill, má stöðva það í hvaða stöðu sem er og skoða ein-
göngu í þá stefnu.
Smcelki
Ai-abar í Túnis hafa viðhaldið þeim ævagamla sið,
að ríða á undan á asnanum sínum, ef um flutninga hef-
ur verið að ræða. Konur þeirra komu svo á eftir klyfj-
aðar búsáhöldum og skrani. En eftir árið 1942 hefur
röðinni verið snúið við, og valda því jarðsprengjur, sem
geta valdið vegfarendum fjörtjóni.
H* 'fc
Stjórnmálamaður var í ræðu að tala um þjóðarfleyið:
— Öldurnar æða yfir skipið, seglin rifin, stýrið brotið
og skipið rekur beint upp að grýttri brimströnd.
Sjómaður, sem hlýtt hafði á ræðumann, óð fram og
opti:
— Láttu helv... akkerið falla, maður, og það án
tafar.
* * *
— Ó, ég þykist sjá, að þú hafir spurt pabba.
— Nei, ég lenti í umferðaslysi.
* * *
Sjómaður kom heim, er hann hafði verið 18 mánuði
í siglingum. Hann hlakkaði auðvitað afskaplega til að
hitta sína elskulegu konu, en brá heldur en ekki í brún,
þegar hann sá hana vera að hagræða tvíburum í vöggu
í svefnherberginu.
— Hvaða börn eru þetta? spurði hann.
— Þessi börn á ég, svaraði konan.
— Hvenær fæddust þau?
— Núna í vikunni.
— Og þú getur sagt þetta við mig án þess að blikna,
dækjan þín, öskraði sjómaðurinn í bræði og óð framan
að konunni með reiddan hnefann. Allt í einu nam hann
staðar, greip um höfuð sér og fór að hugsa.
— Æi-já, þau eru tvö, sagði hann. — Ég áttaði mig
ekki á þessu strax.
Eftir dálitla eftirgangsmuni fyrirgaf hún honum.
* * *
Prófessor nokkur kom til þess að heimsækja sjúkan
vin sinn.
— Hann er nýskilinn við, sagði sá, sem kom til dyra.
— Nú, jæja, sagði prófessorinn. — Segið honum, að
ég hafi spurt eftir honum.
Það hefur víst verið sami prófessorinn, sem skellti
konunni sinni og kyssti hurðina.
4. mynd.
1B4
VIKINGUR