Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Síða 9
HÓLMABORGAR-SLYSIÐ
Hinn 30. janúar síðastliðinn lagði m.b. Hólma-
borg, Eskifirði, 'af stað frá Neskaupstað og var
ferðinni heitið til Peterhead á Skotlandi, en þar
átti að setja nýja vél í skipið.
2. febrúar heyrði togarinn Austfirðingur í
talstöð Hólmaborgar, sem þá var að kalla í loft-
skeytastöðina í Þórshöfn í Færeyjum. Þetta er
Jens P. Jensen, skipstjóri.
það síðasta, sem til Hólmaborgar hefur spurzt.
Eftir því, sem síðar fréttist hafði loftskeytastöð-
in í Þórshöfn ekki heyrt í skipinu.
8. febrúar var leit hafin. Tóku þátt í leitinni:
togararnir Austfirðingur og Goðanes, tvö skip
frá landhelgisgæzlunni, og tvö veðurathuguna-
skip. Flugvélar frá landhelgisgæzlunni, Kefla-
víkurflugvelli og brezkar flugvélar tóku mikinn
og góðan þátt í þessari leit. Þá lögðu íslenzkar
farþegaflugvélar, er fóru á milli landa, lykkju
á leið sína til að huga að skipinu. Skipulögð
leit stóð í átta daga, en þó var talsvert leitað
eftir það. Mun leitin að Hólmaborg vera ein-
hver sú víðtækasta, sem gerð hefur verið til að
leita að íslenzku skipi. Leitin bar ekki árangur,
þrátt fyrir að góð leitarskilyrði voru flesta dag-
ana, sem leitað var.
Aðstandendur þeirra, sem á Hólmaborg voru,
hafa beðið að koma á framfæri þökk til Slysa-
varnafélags Islands fyrir ágæta forgöngu um
leitina og til allra þeirra, er þátt tóku í henni.
Hólmaborg var smíðuð í Svíþjóð árið 1946
og var 92 smálestir að stærð. Eigandi var
Hólmaborg h.f., Eskifirði. Fyrir skömmu varð
breyting á hlutaeign í félaginu þannig, að nú
var skipstjórinn, Jens Jensen, aðaleigandi og
Sigurður Jónsson, háseti.
Herbert Þórðarson, stýrimaður.
Vilhelm Pétur Jensen, vélstjóri.
VÍKINGUR
65