Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Page 16
Illhveli.
Illhveli eru önnur undirdeild hvalfiskanna. Sjómenn
óttast þam mjög, þegar þau nálgast strendurnar. Það
er fullyrt, að sum þeirra séu svo gráðug, að þau taki
heila báta með mönnum og öllum veiðarfærum, moli
bátinn með kjaftinum og gleypi mennina. Sagt er, að
þeir séu mjög sólgnir í mannakjöt og þar, sem þeir
einu sinni hafa fengið það, halda þeir sig í heilt ár
eða lengur í von um meira. Sjómenn varast því að
sækja þau mið fyrr en löngu seinna, þegar þeir verða
þar ekki lengur varir nokkurra illfiska. Ýmsar teg-
undir þessara illhvela eru í sjónum og margt af þeim.
Forn lög og einkum þó kirkjulögin, banna að neyta
þeirra. í lögunum evu tvær tegundir nafngreindar, sem
iandsbúar hafa sagnir af, rauðlcembingur, sem mikill
vafi leikur á um, og náhveli. Það er alkunnugt undir
nafninu Monodon eða Unicornu marinum. Sumir höf-
undar nefna hann narhval, sem er afbökun úr ná, sem
er nár í nefnifalli og merkir mannslík eða dauðann
mann. Hvalsins verður sjaldan vært við íslands strend-
ur, en hið dýrmæta einhyrningshorn rekur stundum á
fjörur. Konungsskuggsjá segir, að hann fælist menn
(s. 130), og elzta handrit Grágásar bannar stranglega
að eta hann. (Lib. 1., 17. kap.).
Sögur eftir Einar í Rauðhúsum.
Einu sinni þegar ég var í Villingadal, varð mjög
hart í búi hjá húsbændum mínum, og hugði ég að reyna
að bæta úr því með því að ganga til rjúpna. Vetur
var harður og nóg af rjúpunni. Þegar ég fór að at-
huga skotfæri mín, sá ég að ég átti nóg af púðri og
perlum, en ekki nema eitt hagl. Ég lagði samt af stað
með byssu mína og hlóð hana með þessu eina hagli.
Ekki hafði ég lengi gengið, áður en ég sá eina rjúpu.
Ég miðaði á sarpinn á henni, hleypti úr byssunni, og
rjúpan steinlá. Ég rannsakaði nú sarpinn og fann hagl-
ið, hélt ég svo áfram rjúpnaveiðinni og skaut þrjátíu
rjúpur með þessu eina hagli um daginn.
Siglingar útlendinga.
Útlendingar koma ekki lengur til Vesturlands aðrir
en Hollendingar. Leita þeir helzt inn á Tálknafjörð og
Jökulfirði. Kaupmenn kvarta mjög undan verzluninni
á þessum slóðum og halda, að Hollendingar dragi hana
mjög frá sér. Fyrrum var meiri ástæða til að halda
slíku fram en nú, því menn eru orðnir leiðir á þessari
launverzlun. Stafar það bæði af því, að hún er óleyfi-
leg, og af því, að þeir skaðast á henni, en til þeirra
hluta taka alþýðumenn mest tillit. Útlendingar þeir,
sem hér koma, eru aðeins sjómenn og hafa ekkert að
selja nema gömul föt, skyrtur, færi og þ. h. Þeir selja
ekkert brauð, sýróp, tóbak né brennivín, nema það litla,
sem afgangs er útgerð þeirra, en það er engin býsn,
því þeir hafa litlu meira en til brýnustu þarfa sinna.
Þar að auki eru vörur þessar miklu dýrari hjá þeim
en dönsku kaupmönnunum, en það, sem þeim er goldið,
er líka það versta af ullarvörum landsmanna, sem kaup-
menn ekki hafa viljað taka. Annars er Hoilendingum
það lagið að kaupa vörur landsmanna með lágu verði,
en selja sínar með háu, og taxta kaupmanna á erlendri
og innlendri vöru kunna þeir utanbókar. Alls staðar
A FRÍV
hafa landsmenn sjálfir miklu meiri skaða af verzlun-
inni við Hollendinga en kaupmenn og einkum þó þeir,
sem lítt eru hagsýnir.
Fram til 1700 komu bæði Frakkar og Bretar árlega
til Vesturlands. Stunduðu Frakkar hvalveiðar, en Eng-
lendingar fiskveiðar. Hvortveggja ráku launverzlun, en
þeir réðu einnig íslendinga á skip sín yfir sumarið. Á
árunum 1700—1730 var hvalveiðum, fiskveiðum og
verzlun þessara þjóða að mestu lokið. Hvalirnir lögð-
ust frá landinu og fiskimennirnir leituðu annarra miða.
En jafnframt hefur Hollendingum og Dunkerquebúum
fjölgað mjög. Englendingar hafa síðan stundað veiðar
við Austurland. (FerSab. E. O. og B. P. 1752—1757).
Tófan.
Einu sinni þegar ég var á Strjúgsá, bauð Hallgrímur
Thorlacius mér til drykkju út að Hálsi, því að þar átti
hann heima. Milli bæjanna eru beitarhús. Þegar ég kom
þangað, varð mér, „svona rétt af tilviljun"1) litið upp á
fjallið (fjallið er mjög hátt), og sá ég svarta þústu
á fjallsbrúninni. Ég hafði byssuhólk minn með mér að
vanda, og miðaði, „svona hinseigin",1) á þetta og skaut.
Ég hélt nú áfram ferð minni og drakk mig kenndan
hjá Hallgrími. Þegar ég kom að beitarhúsunum í heim-
leiðinni, rak ég fótinn í eitthvað og datt. Ég skeytti
þessu ekkert í fyrstu, en þó kom mér til hugar að
snúa við og hyggja að, um hvað ég hefði dottið. Ég
sá þá, að þetta var tófa. Hún hafði verið svarta þúst-
an, sem ég skaut á, og oltið þarna ofan hjarnfönn. Þótt
þetta sé ótrúlegt, þá er það nú samt satt.
Stórlygarar, Þjóðs. Ol. Dav.
Jón Drumbur.
Hjón ein höfðu svo mikla ást hvort á öðru, að ná-
lega þótti úr hófi keyra. Bóndinn hét Jón, en ekki er
getið um nafn konunnar. Hún sagði það oft, að hún
myndi ekki giftast aftur, ef hún yrði fyrir því óláni,
að maður hennar dæi á undan sér. Þar kom, að Jón
andaðist, og harmaði ekkjan hann svo mjög, að menn
hugðu að hún myndi varla bera það af. Þá er hún
hafði syrgt bónda sinn um hríð, tók hún það til ráðs, að
hún lét smíða trélíknesku eftir Jóni heitnum í fullri
stærð, lét hún smyrja hana og baka og leggja í rekkju
hjá sér í stað manns síns. Við þetta virtist mönnum
harmi ekkjunnar létta nokkuð, og var líkneskjan köiluð
Jón Drumbur.
Þá er ekkjan hafði sofið alllengi hjá Jóni Drumb, bar
svo til eitt sinn, að henni var boðið til veizlu, og bað
hún vinnukonu sína þess, áður en hún af stað, að láta
Jón Drumb sinn vera smurðan og volgan, er hún kæmi
1) Orðtiltæki Einars.
72
V í K I N □ U R