Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 19
útveginum, hafði hann afskipti af heilbrigðis-
og menningarmálum til heilla og hagsbóta fyr-
ir eyjaskeggja. Má þar til nefna sjúkrahús í
Vestmannaeyjum, sem fullgert var 1927, en sú
mikilvæga framkvæmd hvíldi aðallega á herð-
um hans. Vestmannaeyingar réðust sjálfir í
það stórvirki árið 1911 að leggja sæsíma frá
Eyjum til lands. Þar stóð Gísli J. Johnsen
fremstur í flokki, enda var ekkert hégómamál
um að ræða, þar sem var að koma Vestmanna-
eyjum í samband við landið og umheiminn.
Þá má ekki gleyma hinum merkilega þætti
Gísla J. Johnsen í öryggismálum íslendinga.
Hann átti forgöngu um að stækka bátaflotann
og fyrstur manna varð hann til þess að setja
talstöðvar í fiskibáta. Þá mun seint fyrnast
yfir síðasta afrek Gísla J. Johnsens í öryggis-
málum okkar, en með því að gefa Slysavarna-
félagi Islands 35 smálesta björgunarbát af nýj-
ustu gerð með öllum útbúnaði, hefur hann reist
sér sjálfum óbrotgjarnan minnisvarða. Mætti
segja, að þetta síðasta atriði í framkvæmd-
um Gísla J. Johnsens undirstriki sannleiksgildi
þeirra fáu orða, sem hér hafa verið sögð um
hugkvæmni hans og stórhug.
Gísli J. Johnsen er mikilsmetinn meðal
margra leiðandi manna í Svíþjóð. Hann hefur
verið góð landkynning sinni þjóð þar og víðar á
erlendum vettvangi. Framkoma hans er í senn
glæsileg og virðuleg og hann vekur athygli hvar
sem hann kemur á mannamót. Göteborgs-Posten
helgaði Gísla J. Johnsen leiðara sinn á afmælis-
degi hans 10. marz, auk afmælisgreinar. Mun
þetta sjaldgæft tilfelli. Um leið og Víkingur-
inn óskar Gísla J. Johnsen allra heilla og far-
sældar á þessum merku tímamótum og þakkar
honum ánægjuleg samskipti, tekur hann undir
eftirfarandi ummæli sænska ritstjórans í leið-
aranum 10. marz: ,, . . . hann er ennþá ungur.
Hann er það vegna þess, að hann á hugsjónir,
lífstakmark, vinnugleði. Annars er hann 75 ára
í dag . . . “. G. J.
Kaíbdturinn Nautilus
Því miður var ekki unnt að birta framhald greinar-
innar um ameríska, kjarnorkuknúna kafbátinn Nautilus
í þessu blaði. Framhaldið verður birt í maí-blaðinu.
* * *
Nýliðinn í herdeildinni gerði allt vitlaust, sem honum
var skipað á æfingu. Liðþjálfinn hellti yfir hann skömm-
unum, en sá að dátinn lét sér fátt um finnast, og varð
þá að orði:
— Er yður alveg sama, þótt þér séuð skammaður?
Og hvað er eiginlega lífsstaf yðar?
— Ég er knattspyrnudómari, svaraði maðurinn rólega.
Minntngarorð:
Cuðmundur F. Gíslason
Hann var fæddur að Öskubrekku í Barða-
strandasýslu 5. marz 1899, sonur hjónanna Gísla
Kristjánssonar og Steinunnar Guðmundsdóttur.
Barnungur hóf hann sjómennsku, fyrst á
skútum, en síðan fór hann í siglingar og var
m. a. á ,,Borg“, sem þá var í eigu íslenzka ríkis-
ins, en einnig á dönskum og amerískum skipum.
Prófi frá Stýrimannaskólanum lauk hann árið
1922, og var frá því árið 1926 stýrimaður á
varðskipum ríkisins til ársins 1930, en frá þeim
tíma var hann stýrimaður og skipstjóri í strand-
siglingum á skipum Skipaútgerðar ríkisins.
Guðmundur F. Gíslason fór víða og reyndi
margt. Hann kynntist mörgum mönnum, og
óhætt mun að fullyrða, að hann átti engan óvin,
þvert á móti laðaði hann menn að sér með glað-
værð sinni og góðmennsku, og hann var frá-
bærlega vel liðinn af samstarfsmönnum sínum.
Hann var sjómaður góður og einn þeirra, sem
hafði „sjóast“ í hinum harða skóla reynslunnar
og kunni vel þau verk, sem starf hans útheimti.
Guðmundur F. Gíslason var félagslyndur og
starfaði alla tíð í sjómannasamtökunum. Sjó-
mannablaðið Víkingur á honum margt gott upp
að unna. Hann var einn þeirra mörgu áhuga-
manna, sem börðust fyrir vexti og útbreiðslu
Víkings, þegar hann hóf göngu sína, og hann
stakk ósjaldan niður penna um ýmis áhugamál
og annað efni, sem hann taldi að ætti heima í
málgagni sjómannanna.
Guðmundur var giftur Guðríði Stefánsdóttur
og áttu þau saman sex mannvænleg börn. Is-
lenzkir sjómenn þakka Guðmundi Gíslasyni sam-
leiðina og senda ekkju hans og börnum dýpstu
samúðarkveðjur. — G. J.
Ví K I N G U R
75