Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Síða 22
eins ein hugsun að: Bismarck skal ekki sleppa.
Allar stöður brezku herskipanna voru merktar
inn á sjókortin, og brátt höfðu 109 þeirra ásamt
ílugvélum frá ýmsum bækistöðvum fengið það
hlutverk á hendur að sökkva þýzku flotadeild-
inni.
Yfirforingi brezka heimaflotans Sir John
Towey aðmirál, sem hafði á hendi stjórnina, var
Ijóst að draga varð úr hraða Bismarck fyrir
kvöldið, þar sem myrkrið gæti veitt honum tæki-
færi til að hrista af sér óvinaherskipin. Eini
möguleikinn á því að þetta tækist var að senda
tundurskeytaflugvélar á vettvang.
f orustunni við Hood flotadeildina varð Bis-
marck fyrir 3 skotum frá Prince of Wales. Eitt
þeirra hæfði einn olíugeymi skipsins og breið
olíurák lá í kjölfari þess, annað skotið lenti á
byrðingnum og vann ekki á honum en hið þriðja
lenti á bógnum, reif upp nokkrar plötur svo sjór
féll inn í nokkra vatnsgeyma, nóg til þess að
hraðinn minnkaði um nokkrar mílur á klst.
Prinz Eugen slapp óskaddaður úr orrahríðinni,
en eldsneytisforði hans var á þrotum og hann
varð að leita uppi eitt af þýzku birgðaskipun-
um.
Um eftirmiðdaginn versnaði veðrið skyndi-
lega. Flugvélaskipið Victorious var þegar tekið
að velta í hinum vaxandi sjógangi, og það var
ekki fyr en kl. 10 um kvöldið að móðurskipið var
komið innan flugvíddar til árásar á Bismarck,
en þá hófu 9 flugvélar sig til flugs. Allt í einu
kom Bismarck í ljós. Allar 9 flugvélarnar sleppa
tundurskeytum sínum, en aðeins eitt þeirra hæf-
ir stjórnborðssíðuna. Bismarck hristist við
sprenginguna og einn háseti lætur lífið, en or-
ustuskipið heldur áfram með 28 mílna hraða í
áttina til frönsku strandarinnar. Útlitið er
ískyggilegt fyrir Bretana. Tilraunin til að draga
úr hraða Bismarck hefir mistekist.
Towey aðmirál] fær tilkynninguna um hina
misheppnuðu tundurskeytaárás og við þetta
bætist, að hann verður að senda tundurspilla-
deild til íslands til þess að taka eldsneyti og or-
ustuskipið Repulse verður einnig að hætta elt-
ingarleiknum af sömu ástæðu.
Kl. 3 um morguninn berst brezku herskipun-
um tilkynning frá flotastjórn sinni um að kaf-
bátaárás sé yfirvofandi. Þau neyðast því til að
sigla í krákustigum, en við það missa þau sjónar
af Bismarck. Og það liðu 31^2 klst. þar til þýzki
jötuninn kom aftur í ljós. Úr suðri kemur brezk
flotadeild æðandi á fullri ferð móti norðan-
stormi og stórsjó. Henni er ætlað að loka und-
ankomuleið Bismarck til frönsku hafnanna.
Sommerville aðmiráll er sannfærður um að
Þjóðverjarnir hafi valið þessa leið, og glögg-
7B
skygni þessa brezka sjómanns ræður úrslitum
í þessum hildarleik.
Nú er komið norðan ofsarok og herskipin
neyðast til að draga úr hraðanum því að þau
liggja undir áföllum.
Um borð í Ark Royal búast menn til að senda
10 flugvélar á loft og enda þótt flugdekkið sé í
18 metra hæð brýtur sjór yfir það. Með öndina
í hálsinum fylgjast skipverjar á brezku flota-
deildinni með að þær hefja sig til flugs hver af
annarri.
Tvær klst. eru liðnar frá því er flugvélarnar
lögðu af stað. Allt í einu heyra loftskeytastöðv-
arnar tilkynningu um að Bismarck sé fundinn,
og þegar staða hans er merkt inn á sjókortið,
kemur í ljós, að hann er langt frá öllum brezk-
um herskipum.
Þegar Vian, foringi tundurspilladeildar, sem
var á leið til liðs við brezku herskipin, fékk loft-
skeyti um að Bismarck hefði sést, breytti hann
um stefnu á eigin ábyrgð og sigldi beint á Bis-
marck.
Á nýju stefnunni velta tundurspillarnir svo
geigvænlega, að erfitt er að halda þeim á stefn-
unni. Sjóirnir brjóta yfir skipin stafnanna á
milli. Manni skolar fyrir borð, en áfram er hald-
ið með 27 mílna hraða til móts við óvininn.
Á Ark Royal standa hendur fram úr ermum.
Flugvélarnar á heimleið lenda hver af annari
á móðurskipinu, sem veltur ægilega. Einni mis-
heppnast lendingin og hún splundrast á dekkinu
um leið og skipið tók þunga dýfu. Könnunar-
flugvélar eru komnar á loft til þess að fylgjast
með Bismarck og kl. 1450 hefja tundurskeyta-
flugvélar sig á loft
Tíminn er að verða naumur. Verði ekki hægt
að draga úr hraða Bismarck fyrir kvöldið,
minnka óðum líkurnar fyrir því að takast megi
að sökkva honum, vegna þess að í næstu dögun
kæmist orustuskipið inn fyrir flugvídd þýzkra
flugvéla. Um kl. 16.00 fara menn að búast við
fréttum frá flugvélum Ark Royal. Klukkan
verður 16.00, 17.00 og 18.00 og ekkert heyrist
l'rá þeim. Kl. 18.30 berst svo stutt tilkynning
um að ekkert skeyti hefði hæft í mark.
Það voru niðurdregnir flugmenn, sem gáfu
yfirmanni sínum skýrslu. Komið hafði í ljós að
tundurskeytin, sem útbúin voru segulkveikjum,
virkuðu ekki í þessu veðri. Frekari flugárásir
virtust tilgangslausar í slíku óveðri. Jafnvel þótt
tundurspillar Vians kæmust í færi var veðrið
of slæmt til þess að nokkur árangur næðist.
Flaggskipið King George V. átti aðeins eftir
um 30% af eldsneyti sínu, og orustuskipið Rod-
ney var að verða eldsneytislaust. Kl. 17.40 upp-
götvar Sheffield milli óveðurshryðjanna grá-
V í K I N □ U R