Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 26
4/1. Miklir erfiðleikar hafa verið á innanlandsflugi sökum veðurs. — Um 3000 bifreiðir lentu í árekstrum á s.I. ári. Sjö dauðaslys urðu og 168 önnur slys á fólki. 49 ölvaðir bíl- stjórar áttu hlut að þessum slysum. — Verzlunarhallinn áætlaður tæpar 400 milljónir kr. á árinu 1955. Heild- arinnflutningur um 1240 millj., en flutt út fyrir 850 milljónir. — Detti- foss lenti í slæmu veðri á leiðinni heim frá Gautaborg. 12 bílar af 50, sem á dekki voru, skemmdust meira og minna. — Olíufélögin hækka verð á olíum til togaranna um 28%. Er orsökin sögð vera hækkað farmgjöld. — Flugvélar Loftleiða fluttu á s.l. ári 16800 farþega, en um 11000 á ár- inu 1954. Aukningin er ca. 53%. — 9790 nemendur eru nú í barnaskól- um í Itvík, en 2407 í gagnfræða- skólum. — Ofsaveður geysar um Vestur- og Norðurland og valdið spjöllum á húsum og öðrum mann- virkjum. — Stjórn L.l.tJ. fellir til- boð frá ríkisstjórninni um reksturs- grundvöll fyrir bátaflotann og hefj- ast róðrar því ekki fyrst um sinn. • 6/1. Friðrik Ólafsson varð efstur á taflmótinu í Hastings ásamt rúss- neska skákmeistaranum Korchnoj, höfðu 7 vinninga hver. • 8/1. Ríkisstjórn íslands tilkynnir að viðræður hafi átt sér stað í París hjá Efnahagssamvinnustofnuninni og um landhclgismálið hjá Efnahags- samvinnustofnuninni og hefur stofn- unin skipað nefnd til þess að kynna sér málið frá öllum hliðum og koma með tillögur. • 12/1. Eldur kom upp í v.b. ísfirð- ingi á siglingu með Reykjanesskaga. Áhöfnin, þrír menn, renndu bátnum á land og björguðust allir. — 180 Færeyingar komu með GuIIfossi til Reykjavikur. Eru þeir ráðnir til starfa á bátaflotann á vertíðinni. — Saltfisksframleiðslan á árinu 1955 nam 42,4 þús. smál., og er það að mestu leyti selt og flutt út. — Fimm nýir bátar verða gerðir út frá Vest- mannaeyjum á vertiðinni, en þaðan verða gerðir út um 90 bátar. 14/1. Bent Larsen, skákmeistari Danmerkur kom hingað til að keppa við Friðrik Ólafsson um sákmeist- aratitil Norðurlanda. — Nýjum 67 lesta bát, Höfrungi, hleypt af stokk- unum á Akranesi. Báturinn er eign Haraldar Böðvarssonar og er með 270 ha. June-Munktell vél. • 19/1. Fargjöld með strætisvögn- um Reykjavíkur hækkuð. — Sex stúlkur slösuðust á Keflavikurflug- velli á leið til vinnu sinnar í íslenzk- um strætisvagni,er bandarískur vöru- bíll ók aftan á vagninn. — Magnús V. Magnússon skipaður sendiherra í Svíþjóð. — Tvítugur piltur, Egill Guðmundsson, féll niður um lestar- opið á TröIIafossi, var fallið 11—12 metrar og beið hann þegar bana. — Sala áfengis á s.I. ári nam 90 millj. kr., en áfengisneyzla á hvern íbúa minnkaði um 108 gr. af hreinum vín- anda. —• Mikið gæftaleysi og ótíð á Vestfjörðum, en fiskgengd virðist óvenju mikil þegar gefur á sjó. Fá bátar altt upp í 14 lestir i róðri þeg- ar þeir geta sótt út í Djúpál, en ágangur er þar vegna erlendra tog- ara. — Rikisstjórn Indlands býður H. K. Laxness Nóbelsverðlaunahöf- undi heim. — Meiri ís á Breiðafirði en sést hefur í 30 ár. Firðir lokaðir og eyjar innifrosnar. — Félag ís- lenzkra iðnrekenda gefur iðnaðar- deild háskólans kr. 10.000,00, sem er andvirði 5 Geigerteljara, með það fyrir augum að rannsakað verði hvort úraníum finnst hér á landi. • 23/1. Vetrarríki er mikið á Norð- urlandi, og Fnjóskadal var 22 stiga frost í nótt. Á Akureyri 17 stig, í Möðrudal og Nautabúi í Skagafirði 20 stig, Mývatni 15 stig, Köldukinn 18 stig og á Húsavík og víðar geysar hríðarveður. — Fulltrúafundur L.Í.Ú. samþykkti í nótt að bátar og togarar hefji veiðar, en bátaflotinn hafði verið stöðvaður frá því um áramót. — 4—5 þumlunga ís er á Reykja- víkurhöfn og er Magni önnum kaf- inn að brjóta ísinn. 24/1. Mældist mesta frost í Reykja vík í 35 ár, 17,1 stig, og er það mesta frost, s'em mælst hefur hér í bæ síðan Veðurstofan tók til starfa. í morgun var 20 stiga frost í Borgar- nesi og eru þar mestu ísalög frá því árið 1918. — Þjófnaðartilraun var gerð hjá ríkisféhirði, lykilskegg fannst i skránni að peningaskáp hans og var það brotið af, en ekkert hafði horfið úr skápnum. — 400 Færey- ingar eru nú komnir hingað til lands til að starfa yfir vertíðina á fiski- skipaflota Iandsmanna. — Allmikið jökulhlaup kom í Múlakvísl og bar fram mikla jakahrönn fram í sand- inn. — Iíosning stjórnar í Sjómanna- félagi Reykjavíkur fór þannig, að A-listinn, borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði, fékk 580 atkv. og alla stjórnarmeðlimi kjörna, en B-listinn fékk 465 atkvæði. • 26/1. Gengið frá áætlun um hafn- arframkvæmdir á Akranesi næstu tvö ár fyrir um 12 millj. kr. Fram- kvæmdir hefjast í apríl n.k. og ann- ast þær þýzkt fyrirtæki, en lán til framkvæmdanna hefur verið útvegað í Þýzkalandi. — EgiII Skallagrímsson seldi ísfisk í Bremerhaven fyrir 82.800 mörk og Askur fyrir 84.000 mörk. — Verkamannafélagið Dags- brún 50 ára. Hátíðafundur haldinn í Austurb^jarbíó. Fékk að gjöf bókasafn Héðins heitins Valdimars- sonar. • 28/1. Á áttunda hundrað manns eru starfandi á Vestmannaeyjabát- unum og annað eins starfar við hraðfrystihúsin í landi að hagnýt- ingu aflans. Hafa aldrei verið eins stórir og góðir bátar á vertíð í Eyjum og í ár, eru flestir yfir 50 rúmlestir. — Munaði minnstu að feðgarnir að Möðrudal köfnuðu af kolsýrueitrun, er þeir voru að ganga frá jeppabíl til vetrargeymslu í skúr. az V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.