Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 8
Neskaupstað, 16. febr. Síðastliðinn föstudag, um kl. 18, kom togarinn Gerpir heim til Neskaupstaðar úr veiðiför á Nýfundnalandsmið. Skipið fór frá Reykjavík þann 28. janúar, eftir vélaraðgerð, og var því alls 17 daga í veiðiförinni. Fréttaritari Morgunblaðsins átti tal við Birgi Sigurðsson í Neskaupstað, sem var skipstjóri á Gerpi að þessu sinni, en er annars 1. stýrimaður á skipinu, og spurði hann frétta af ferðinni, sem var allviðburðarík. ♦------------------------- Brotsjór itndan Hvarfi. Laugardaginn 31. janúar, kl. tæplega 6 um morguninn. hafði skipið siglt um 540 sjómílur frá Reykjavík og var statt 280 sjó- mílur frá Hvarfi á Grænlandi. Myrkur var á og stormur 9—-10 Ljósm.: Jokob H. Hermannsson, vélstjóri á b.v. Gerpi. Gerpir í harðsdttri veiíliför vindstig á móti, og var aðeins sigld hálf ferð. Kom þá brotsjór á skipið stjórnborðsmegin og braut 5 glugga í stýrishúsinu, en brúna hálffyllti af sjó. Skipstjórinn var að koma út úr íbúð sinni, þegar sjórinn fossaði inn í brúna, og stóð hann 1 sjó upp í háls fyrr en varði. Skip- stjórinn óð gegnum sjóinn að vél- símanum og setti á „stanz“ — síðan á fulla ferð áfram og sneri jafnframt undan veðrinu. Sjórinn braut ýmislegt í brúnni — m. a. hurð í dyrum á gangin- um aftur í skipið. Ratsjáin lyft- ist af sæti sínu og slitnaði úr teng- ingum, gíróáttavitinn skemmdist og einnig bilaði dýptarmælirinn. Áður en birti og hægt var að rannsaka tjónið til fulls, taldi skipstjórinn sennilegast, að Gerp- ir yrði að snúa við heimleiðis. — Skemmdirnar reyndust hins veg- ar ekki eins miklar og búast mátti við. Yfirbygging sjálf var óbrot- in, seguláttavitar heilir, og loft- skeytamaðurinn taldi sig mundu nýju fyrirheita, að Drotinn legg- ur líkn með þraut. Og á þessari sorgarstund tengjum við geisla vonarinnar við það, að þeim fjöl- menna hópi íslendinga, kvenna, karla og barna, sem um þessar mundir harma sína látnu vini, verði sú huggunin bezt, sem felst í þýðingarmestu orðum Meistar- ans sjálfs, sem þannig hljóða: „Ég lifi og þér munuð lifa“. 1 því trausti, að sú verði huggunin áhrifamest, sendum við öllu hinu harmandi fólki beztu kveðjur og góðar óskir. Ég bið háttvirta alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. 40 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.