Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 2
Sý skottogaragerð
Eftir Mr. J. Venus 5LT.N.A.
Eftirfarandi grein er birt í
lauslegri þýðingu, eftir The
Motor Ship janúarhefti 1960.
Greinarhöfundur er, samkv. upp-
lýsingum blaðsins, forstjóri
nokkurra fyrirtækja í Englandi,
þeirra á meðal T. Mitchison Ltd.,
Gateshead-upon-Tyne, en aðal
viðfangsefni þess fyrirtækis er
að smíða litla togara (Middle-
water trawlers). Reynsla þessa
fyrirtækis í togarasmíði er þó
ekki gömul, því fyrsti togari
þeirra af þessari gerð „Aber-
deen Enterprice", fór í fyrstu
veiðiför í ágúst 1957. Síðan hafa
verið afhentir 8 togarar af þess-
ari eða svipaðri gerð til nokk-
urra kaupenda, og margir eru í
smíðum. Þessi Enterprice gerð
er talin hafa gefið mjög góða
raun, og eigendur og skipstjór-
ar láta sérlega vel af sjóhæfni
þeirra. Auk þess er talið, að þeir
gangi betur en önnur skip af
svipaðri stærð.
Fyrir meira en ári síðan, kom
í ljós mikill áhugi meðal togara-
eiganda á skuttogurum svo köll-
uðum. Félag mitt tók sér þá fyr-
ir hendur að rannsaka, hvort
ekki mætti takast að smíða skut-
togara, er væru sambærilegir um
verð og afköst við togara af
venjulegri svo kallaðri stærð.
Ástæðan fyrir áhuga manna á
skuttogurum, eða skuttogi, virt-
ist vera þessi:
/ fyrsta lagi. Á skuttogara
mundi opnast möguleiki á því að
fiska í tiltölulega vondu veðri. Á
venjulegum togskipum takmark-
ast veiðarnar í vondu veðri mjög
af því, að skipið verður að liggja
flatt fyrir sjó og vindi á meðan
afli og veiðarfæri eru tekin inn.
Á skuttogara má hins vegar
halda í horfinu á meðan unnið
er við veiðarfæri og afla bjarg-
að.
/ öðru lagi. Ef það tækist að
smíða nothæfa skuttogara af
venjulegum viðeigandi stærðum,
mundi það létta stórlega hið erf-
iða og áhættusama starf fiski-
mannanna, þ. e. með því að nota
í enn ríkara mæli vélaaflið en nú
er gert.
/ þriðja, lagi. Það mundi tak-
ast að veita fiskimönnum stór-
um meiri vernd fyrir vindi og
sjó við vinnu á þilfari, og mundi
það örfa hina vönu og góðu tog-
aramenn til þess að leita eftir
störfum á þessum skipum.
Það fyrirbæri útvegsmanna,
sem mestan áhuga sýndi á því
að koma hugmynd þessari á
framfæri var Walker Steam
Trawling Co. í Aberdeen. Eft-
ir miklar viðræður og bolla-
leggingar við forstjóra þess, Mr.
Andrew Walker, voru gerðar
prufuteikningar, og þær síðan
endurbættar og fullkomnaðar af
Burness, Corlett and Partners
Ltd., of Basingstoke.
-
Skuthurðin hreyfð með
vöhvaorku.
í byrjun vorum við hræddir
við að skutbúnaður sá, sem hef-
ur reynst vel á stóru togurunum,
mundi naumast nothæfur á þess-
um litlu skipum, sökum þess hve
fríborðið fyrir vinnuþilfarið er
lítið. Venjulega nær „skjólborðið“
eða hurðin fyrir skutnum upp að
efra þilfari, til verndar fyrir sjó,
sem skellur yfir aftan frá. Við
töldum því nauðsynlegt að hafa
hér skjólborð sem væri á hjörum
og látið hanga niður meðan varp-
an væri látin út. En sökum þess,
að skuturinn mætti ekki vera op-
inn nema mjög takmarkaðan
tíma — þ. e. þegar stillt væri
veður, yrði að lyfta veiðarfær-
unum yfir skjólborðið, þegar þau
væru tekin inn. Það var því á-
kveðið að koma fyrir einskonar
gálga (gantry), hreyfðum vökva-
orku til þess að lyfta með bæði
vörpunni, skjóborðinu og netum.
Til þess að tryggja sem bezt
J. Venus.
að netin fari ekki í skrúfuna,
var æskilegast að fá skrúfuna
sem lengst frá. Var það aðal-
ástæðan fyrir því að hafa skrúf-
ur og vélar tvær, en með því var
hægt að koma þeim fyrir neðar
og framar á skipinu en ella.
Þá var þess einnig að gæta,
að sökum hins mikla þunga, sem
hvíldi á afturenda skipsins und-
ir togi, mundi nauðsynlegt að
tryggja mjög mikla stýrishæfni,
en fyrir því er séð með tvöföldu
stýri.
í fyrstu var ráðgert að rafall-
inn fyrir vörpuvinduna skyldi
knúinn af framenda sb aðalvél-
ar, en prófanir leiddu í ljós, að
ekki veitti af allri orku sb vélar
á skrúfuna meðan varpan var
dregin upp. Það varð því að
ráði, að koma fyrir sérknúnum
rafal fyrir vörpuvinduna.
Eftir að fyrstu teikningum af
skipinu var lokið, hófust viðræð-
ur við White Fish Authority (það
er deild í Brezka fiskimálaráðu-
neytinu). Hefur ráðuneytið sýnt
mikinn áhuga á þessum fram-
kvæmdum, og lagt þeim lið frá
byrjun. Áttu fulltrúar þess upp-
ástungu að því að gert yrði
prufuþilfar með öllum tækjum í
tilraunaskyni áður en smíði
skipsins hæfist. Var þetta gert í
Mitchison’s skipasmíðastöðinni
og haft í stærðarhlutf. 1:4.
Torry rannsóknarstöðin og
stjórnardeildin fyrir iðnaðar-
rannsóknir voru svo velviljaðar
VÍKINGUK
42