Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 22
Kunnur brezkur náttúrufræSl- prófessor hafði eitt sinn einn áheyranda að einum fyrirlestri. Hann bað stúdentinn að sækja beinagrind af mannl og stilla hennl upp svo að hann gæti byrjað fyrirlesturinn eins og venjulega á: — Góðir áheyrendur. Kínverji, sem horfði á knatt- spymuleik sagði við sessunaut sinn: Sé þetta leikur, er of mik- ið af svo góðu, — en séu þetta slagsmál, em þelr allt of mein- lausir. Liðsforingi og prestur sátu sam- an í jámbrautarlest: — Ef ég eignaðist son sem væri naut- heimskur, myndl ég láta hann verða prest. — Þá hefur faðir yðar verið á annari skoðun, svaraði prest- urinn hógværlega. Baðklefi I skáp. Baðklefinn í þessum skáp, sem má draga út og leggja saman, er þýzk uppfinning og smíði. Á myndinnl til vinstri er skápurinn dreginn saman, en hægri myndinni er hann dreg- inn út. Skápnum er alls staðar hægt að stilla upp þar sem vatnsleiðsla er nálægt, og utan á honum er rafmagnsupphltari fyrir vatn. Farmur skipsins var nefnilega eitt þúsund blómstrandl kirsu- berjatré, er send voru sem vlnargjöf frá Verzlunarráði Tokioborgar tll British Colum- bia háskólans í Kanada. Góðlegur eldri maður fleygði smámynt 1 húfu blinda betl- arans, en hitti ekki og betlar- lnn hljóp og tók peninginn, sem oltið hafði eftlr gangstéttinni. — Ég hélt þér væruð blind- ur, sagði gjafarlnn undrandi. — Nei, ég er ekki sá rétti blindi, sagði betlarinn. Ég gæti aðelns plássins meðan hann skrapp í bíó. Skipasamgöngur milli Sovét- ríkjanna og ísrael, sem lögðust niður meðan á Súezdeilunni stóð, eru hafnar á ný. Hvemig slitur þú skósólunum? Þelr, sem slíta skósólunum fyrst undlr stóru tánni, eru þrá- lr og metorðagjarnir. Þeir, sem sllta þeim fyrst undir lltlu tánni eru eyðslusamir. Jafnt sólarslit ber vott um jaínaðargeð og áreiðanlelk. Fellingar ofan á ristinnl bera vitni þolgæði og dugnaðl. Á fyrra árshelmingi ársins 1959 sóttu Bretland heim 544.500 túristar og var það 8% aukning frá þeim fjölda sem kom þang- að á sama tima 1958. Ilíf opp — bíl! Þegar norska skipið „Máke- fjell“ var að létta i höfninnl i Montreal fyrir skömmu, hékk bíll á akkerinu. Þrátt fyrir rannsókn fékkst engin skýring á þessu fyrirbrigðl. Eigandinn hefur sennllega orðið leiður á troginu. Iflaðinn kirsuberjatrjám. Með nokkrum rétti hefði mátt kalla 6000 smálesta japanska mótorskipið Kyotoku Maru „skógar" þegar það lagði úr höfn fyrlr stuttu síðan frá Toklo til Vancouver í Bandaríkjunum. Suður-íshafið kvað nú vera alfriðað með fullu samkomulagi stórveldanna. Þar verður ekki einu sinni leyft kalt strið. Að lifa án óvina, er eins og að tefla skák við sjálfan sig. Verðmætl úteltra flugvéla og varahluta hjá bandarískum flugfélögum næstu þrjú árin hafa verið áætluð um 400 mlllj. punda. Gert er ráð fyrlr að rik- lsstjórnin muni þurfa að hlaupa undir bagga með aukafjárveit- ingar til handa þeim, sem harð- ast verða útl I samkeppnlnni. Flugvélar á Norður-Atlants- hafs-flugleiðum, fluttu 50% meira af vörum á öðrum árs- fjórðungi 1959 en á sama tima 1958. Á dögum Viktoríu drottning- ar í Englandi var það talið ósiðlegt að setja bækur eftir karl- og kvenrlthöfunda hllð við hlið i bókahlllu, nema ef höfundamir voru hjón. Miðdagur fyrir þrettán. Rétt um sama leyti og hrlngt var til miðdegisverðar á hinu stóra hafskipi, og 12 miðdags- gestir skipstjórans voru að setj- ast að borðl, skreið skipið með óbreyttri ferð inn í stormbelti og fjallháar öldur fóru að rísa. „Skipstjórinn reis á fætur til þess að bjóða gesti sina vel- komna með stuttrl ræðu og fór- ust orð á þessa leið: Ég vona að þið öll tólf, komlð til að njóta íerðarinnar sem bezt — æhum — að þið tiu rcunuð njóta með þrátt íyrir storminn ánægju þeirra góðu rétta er fram verða bornir — æhum — það mun gleðja mlg að hafa ykkur sex við borð mitt næstu daga. Ef einhver ykkar — æhum — f jögurra hefði áhuga íyrir að slá I bridge, siðar, eruð þið — æhu — báðir velkomnir I káetu mína. Þjónn — ég kæri mig ekki um að borða hér al- einn, íærið mér matinn i káetu mína. 62 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.