Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Qupperneq 10
bóginn með vesturströnd Noregs
en dæmi eru til áður. Þetta kem-
ur greinilega fram á 2. mynd,
sem sýnir aldurs- og lengdar-
dreifingu ufsans á Svíneyjar-
svæðinu (út af Álasundi). Hér
var óvenjumikið af árgöngunum
frá 1953 og 1954, en þeir eru báð-
ir lólegir við norðurströnd Nor-
egs. Af þessum sökum hefur ver-
ið ágætis ufsaveiði á Svíneyjar-
svæðinu. Einnig má nefna, að
árin 1957 og 1958 fékkst talsvert
af ufsa merktum við Noreg, útaf
Bjarnarey og álítur Steinar 01-
sen, að þessi tilfærsla ufsans
standi í sambandi við lækkandi
hitastig í austurhluta Barents-
hafs.
Samtímis þessari aukningu
ufsans á Svíneyjar-svæðinu hefur
einnig komið í ljós að árgang-
arair frá 1953 og 1954 hafa vax-
ið óeðlilega hægt. Þessi hægi
vöxtur mun þó ekki einungis
stafa af of miklu fiskmagni í
sjónum, heldur einnig orsakast
af innblöndun ufsa úr Norður-
sjónum, en vöxtur þessara sömu
árganga var þar óvenju hægur.
Rannsóknir undanfarinna ára
við ísland hafa sýnt ýmsar breyt-
ingar á göngum ufsans á því
svæði. T. d. hvarf árgangurinn
frá 1945 alveg frá íslandi í nokk-
ur ár; árið 1956 hvarf aftur mik-
ið af stórufsa frá íslandi, sam-
tímis því sem stórufsaveiði við
Færeyjar jókst skyndilega. Ufsi
sá, sem þar veiddist, hafði öll
einkenni ísenzka ufsans. Að lok-
um má minna á hinar miklu
göngur ufsa frá Noregi til fs-
lands síðan árið 1957. Rannsókn-
ir á ufsanum við Færeyjar sýna,
að stofninn þar samanstendur af
fiski af færeyskum, norskum og
íslenzkum uppruna, sérstaklega
hafa norsku árgangarnir frá
1949—51 verið áberandi. Einnig
lítur út fyrir, að nýjar göngur
frá íslandi til Færeyja hafi átt
sér stað á þessu ári.
3. mynd sýnir aldurs- og lengd-
ardreifingu ufsans við fsland og
Færeyjar árið 1959. Við fsland
eru árgangarnir frá 1949—51
sérstaklega áberandi. Árgang-
arair frá 1954 og 1955 létu einn-
ig að sér kveða við norðvestur-
ströndina, en lítið var af þeim
við suðausturströndina. í júlí
virðist allmikið af árgöngunum
frá 1949—51 hafa yfirgefið
svæðið út af suðaustur íslandi,
því í seinnihluta júlí hófst mjög
óvænt ufsaveiði á Ísland-Fær-
eyja hryggnum. Þessari veiði
lauk í ágúst jafn skyndilega og
hún byrjaði. Samtímis þessu
byrjaði ufsaveiði við Færeyjar í
ágúst, og er það mun fyrr en
venja er til. Rannsóknir á aldurs-
og lengdardreifingu, gerð kvam-
anna og vaxtarhraða sýna, að
hér var íslenzkur ufsi á ferðinni.
Rannsóknir „Anton Dohrn“
hafa sýnt, að kaldur botnsjór
flæðir yfir Ísland-Færeyjahrygg-
inn og er hugsanlegt, að út-
breiðsla og magn fisktegunda á
þessu svæði standi í nánu sam-
bandi við styrkleika þessa
straums.
Ekki er ennþá vitað hvað hafi
orsakað göngur þær, sem hér hef-
ur verið minnzt á. Ef til vill er
orsakarinnar að leita í lægra
hitastigi eins og í Barentshafi
síðan 1956 eða í mjög hagstæðum
fæðuskilyrðum svo sem við vest-
urströnd Noregs undanfarin ár.
Hver svo sem orsökin kann að
vera, þá hafa göngur þessar gert
mjög erfitt fyrir um alla útreikn-
inga á stærð hinna einstöku ufsa-
stofna í Norður-Atlantshafi.
Nánari skilningur á hegðun
ufsans á þessu svæði fæst ekki
nema tvö eða fleiri rannsóknar-
skip vinni samtímis að rannsókn-
um þesum, og væri mjög æskilegt
að slík samvinna gæti hafizt hið
bráðasta.
50
40 60 »0 100 U0«m
Foircyjor
VÍKINGUR