Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Page 28
AGATHA CHRISTIE: £má-MljAhi ... Ég þori að fullyrða, að þetta er sami kvenmaðurinn!... Haydock skipstjóri horfði sam- úðarfullum svip á andlit kunn- ingja síns Evans, er var upplýst af logandi innri áhuga. Langt líf við sjómannsstörf á úthöfun- um, hafði kennt honum þau fá- brotnu lífssannindi, að bezt væri að láta þá hluti vera, er ekki komu manni við. En vinur hans Evan, fyrrverandi rannsóknar- lögregluforingi, hafði allt önnur viðhorf til lífsins. 1 gamla daga var kjörorð hans, „Strax til framkvæmda, eftir gefnum upp- lýsingum", og í starfi sínu hafði hann tileinkað sér þá vinnuað- ferð, að leita upplýsinganna sjálfur, í stað þess að bíða eftir þeim. Evans rannsóknarlögfor- ingi, hafði unnið vel fyrir þeim frama, er honum veittist í starfi. Og ennþá var hugurinn fast- bundinn við ýmis úrlausnarefni, er hann fann sér til dundurs, enda þótt hann væri seztur í helgan stein á eftirlaunum og byggi úti á landsbyggðinni. Frú Anthony... já, það má vel vera, a ðhún sé frú Anthony. En þegar þú sagðir frú Merrow- dene, þekkti ég hana strax. Haydock skipstjóri var dálítið miður sín af þessari hugmynd Evans, að tengja þessa nýju ná- búa þeirra við gamalt vandræða- mál. Það er mjög langt síðan sagði hann með hægð. Já, nákvæmlega níu ár, einsog venjulega. Manstu eftir málaferlunum? Já, óljóst. Það kom í ljós, að Anthony var arsenikneytandi, svo að dómurinn sýknaði hana, sagði Evans. Nú, þá er allt í lagi, sagði Haydock — og ég veit ekki hvers vegna við ættum að skipta okkur frekar af hennar högum. Hver er með áhyggjur? Nú, ég hélt, að þú værir eitthvað að brjóta heilann um þetta! Nei, ekki aldeilis. Málið er upplýst og úr sög- unni, ályktaði Haydock skip- stjóri. — Ef frú Merrowdene hefur einhverntíma orðið fyrir því óhappi að vera ákærð og sýknuð fyrir morð ... — Það er nú ekki almennt talið óheppni að vera sýknaður, skaut Evans inn í. Þú veizt vel, hvað ég á við, sagði Haydock hálf ergilegur. — Ef aumingja konan hefur lent í svo taugastrekkjandi óláni, þá er það ekki okkar verkefni að endurvekja það. Evans svaraði ekki. Þú varst að enda við að segja Evans, að konan væri saklaus! Ég sagði BYGGJA ALLAR TEGUNDIR FISKISKIPA í:lja oltltur d 24' JijólLj u ^J^aupite^nunni í j-^oznanf 12. — 26. jdní 1960 WARSZAWA POMMD.,, 49 Mokotowska stiróöt. Pjione: 81 S:—8S Cal.lcs: CENTKOMOJt WAKSZAWA., . Tolcx: \» 10 224 Ccraor Wa.«* 9300 tomta móðurokip fyrir togara í skipattmiðjunni í Gdansk. 68 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.