Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Qupperneq 24
Uppruni japanska skipanafnsins SL 'MARU” Það er fyrir löngu vitað um heim allan, að ef orðið „MARU“ stendur á eftir nafninu á verzl- unavsldpi, þá er skipið japanskt. 1 fornum japönskum heimildum" er frá því sagt. að Ojin keisari (370 e. Kr.) fyrirskipaði að fylkið LZU (sem er hérað kring- um Kanagawa nálægt Tokyo), léti smíða skip og kalla það „KARINU“. Næst segir frá því, að Junninn keisari (760 e. Kr.) lét skíra skip, sem þá voru smíð- uð til þess að fíytja stjórnar- fulltrúa til Kína, „HARIMA“ og „HAYATORI". Síðan þetta gerðist, hafa skip venjulega verið kölluð staðanöfn- um, mannanöfnum eða eftir sér- stökum hlutum. Hinsvegar er það ekki vitað með vissu, hve- nær farið var almennt að bæta orðinu MARU aftan við skips- nöfnin, eða hver var aðalástæð- an fyrir því. Fara hér á eftir nokkrar þjóðsögur og sagnir um uppruna þessa orðs. að mynd skipa er nánast hring- laga, táknar það, samkvæmt eld- gömlum hugmyndum eðli himins og jarðar. Þess vegna var orðinu MARU, sem á japönsku þýðir hringlaga eða hringur, bætt aft- an við skipsnöfnin. 3. Verzlunarnöfn. Á tímum lénsskipulagsins í Japan, var kaupmönnum bannað að nota viðurnefni eða ættar- nafn. Af því varð sú venja al- menn, að kaupmenn bættu orð- inu MARU aftan við nafnið á verzluninni til aðgreiningar eða í auglýsingaskyni á fjölskyld- unni eða verzluninni. Til dæmis varð þá verzlunin FUSHIMI-YA (verzlun hr. Fushimi), FUSH- IMI MARU. Þetta þýddi einnig nafn á skipi fyrirtækisins, FUSHIMI-YA eða FUSHIMI MARU. Seinna féll niður sú venja að skip bæru nöfn verzl- ana, en upp voru tekin nöfn á stöðum, mönnum eða hlutum, en orðið MARU hélzt af vana. 1. Frú Kínverjum runnið. Svo er sagt, að á stjórnarár- um Ko keisara í Kína (3000 ár f. Kr.) hafi maður að nafni HARUDO MARU komið af himnum ofan og kennt Kínverj- um að smíða skip. Af nafni hans sé það síðan dregið að bæta orð- inu MARU aftan við nöfn á skipum. 2. Forspár. Orðinu MARU var bætt aftan við nöfn á skipum í sambandi við merkingu spádóma. Með því 4. Nippon Maru. Toyotomi Hideyoshi (1536— 1598 e. Kr. valdamikill her- foringi og stjórnari Japan í nafni keisarans á hans efri ár- um, lét smíða skip eitt mikið og kallaði það NIPPON MARU. Eftir þann eftirminnilega at- burð var orðinu MARU bætt aftan við nöfn allra skipa. 5. Nöfn dregin af manna/nöfnum. í öðrum sögum er því haldið fram, að orðið MARU merki upprunalega eignarhald mannaá einhverjum hlut. Fyrr á öldum hafði orðið MARU í Japan sömu þýðingu og MARO og var nánast notað til þess að vísa til eigin persónu. Seinna breyttist notkun þess og varð viðskeyti persónunafna í virðingarskyni. Til dæmis, þjónn keisarans gæti heitið „KAKIN- OMOTONO HITO MARU“ (um 690 e. Kr.) eða „SAKANOU- ENO TAMURA MARU“ (um 800 e. Kr.) Einnig var uppáhalds dýrum eða verðlaunagripum veittur sá heiður að vera kallað MARU. Hundur var máske kall- aður KISAKI MARU, eða verð- launasverð HIZA MARU, eða menn voru kallaðir einu eða öðru nafni og orðinu MARU bætt aftan við. Þessi notkun á orðinu leiddi smám saman til þess að því var bætt við nöfnin á skip- um. Þegar skipasmíði færðist í aukana og varð stóriðnaður, festist sú venja, að skipaeigend- ur bættu orðinu MARU við skipsnafnið. Þetta má sjá á því, að á veldistíma Toyotomi (1582 —1615 e. Kr.) og Tokugawa (1616—1807 e. kr.) eru skip smíðuð sem bera nöfnin: NIPP- ON MARU og ATAKA MARU. Notkun þessa orðs á eftir skipsnafninu má einnig finna á Kamakuratímabilinu (1192— 1300 e. Kr.) og AEhikaga tíma- bilinu (1338—1573 e. Kr.), en reglan verður ekki almenn fyrr en á stjórnarárum Tokugawa keisara. Það er erfitt að gera grein fyrir því, hver skíringin er réttust á þessu. í gamla daga var það venja að skíra drengi einu eða öðru nafni með orðinu MARU á eftir. Fyrir þessu voi’u þrjár ástæður. 1 fyrsta lagi: Orðið MARU er hljómþýtt og viðkunnanlegt að nefna elsku drenginn sinn þann- ig, enda gefur sjálft orðið á japönsku slíkt til kynna. 1 öðru lagi: MARU þýðir hringlaga með merkingu um einfaldleik og fegurð. I þriðja lagi: MARU hefur enn aðra merkingu um fullkomleika og hamingju í lífi sveinbarna. Hringurinn boðar eða gefur fyrirheit um að dreng- VÍKINGUE 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.