Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 30
allar olínr og feitir til skipa En þessi lífsspeki passaði ekki í kramið hjá lögreglumanninum. Hann var þolinmóður maður, en þrár í lund. Þegar hann kvaddi vin sinn Haydock, slangraði hann í rólegheitum niður í þorpsbyggðina. 1 þungum hug- leiðingum um það, hvernig hann gæti skorizt í leikinn, á heppi- legan hátt. Þegar hann kom inn á pósthús þorpsins til að kaupa sér frí- merki, rakst hann á þann, sem olli honum allra þessara heila- brota, Georg Merrowdene. Hinn fyrrverandi efnafræðiprófessor var lágur maður vexti, kurteis og vingjarnlegur í framkomu en frámunalega viðutan og skringi- legur. Þeir heilsuðust innilega, en um leið beygði prófessorinn sig niður til þess að taka upp bréf, er hann hafði misst, Evans beygði sig einnig niður og varð fyrri til að grípa bréfin og rétta eigandanum þau. Um leið og Evans tók upp bréfin, varð honum litið á um- slögin, og vakti eitt þeirra snögglega að nýju fyrri hugleið- ingar hans, það var frá þekktu vátryggingarf élagi. Hann tók þegar ákvörðun. Hinn óviðbúni Georg Merrow- dene varð þess ekki var, hvemig það bar til, að þeir urðu sam- ferða í gönguför um þorpið, og því síður hefði hann getað gert sér grein fyrir því, hvernig á því stóð, að viðræður þeirra urðu allar um lífsábyrgðir. Evans náði auðveldlega tak- marki sínu. Merrowdene skýrði óbeðinn frá því, að hann hefði nýlega gengið frá lífsábyrgð fyrir sig, til öryggis fyrir konu sína, og spurði Evans, hvað hann áliti um viðkomandi tryggingar- félag. — Ég hef staðið í smávegis fjárfestingum, sem ekki hafa heppnast reglulega vel, svo að tekjur mínar hafa heldur hjaðn- að. Ef eitthvað óvænt kæmi fyr- ir mig, gæti konan mín lent í fjárhagsörðugleikum. Þessi lífs- ábyrgð gefur henni því talsvert öryggi. — Var hún ekki á móti slíkum ráðstöfunum? spurði Evans eins og út í bláinn. — Nei, nei, Margrét er mjög raunsýn kona, sagði Merrowdene brosandi. — Hún er ekkert hjá- trúarfull. Og ég held jafnvel, að hún hafi fyrst átt uppástung- una að þessu. Hún gat ekki þol- að að horfa á mig svo áhyggju- fullan. Evans taldi sig hafa fengið þær upplýsingar, er hann óskaði, og kvaddi skömmu síðar, en brosti harðneskjulega með sjálf- um sér. Hinn látni Anthony keypti sér skömmu fyrir andlát sitt lífsábyrgð til öryggis eigin- konunni. Vanur því að treysta hugboði sínu, var Evans nú öruggur um, að hann hefði rétt fyrir sér. En hitt var öllu erfiðara, að sjá, hvernig ætti að snúa sér í mál- inu. Hann hafði enga löngun til þess að standa afbrotamann að verki — heldur að afstýra því, að afbrot yrði framið, og það var margfalt erfiðara viðfangs. Evans var mjög hugsandi all- an daginn. Þennan dag stóð yfir útiskemmtun hjá einu góðgerð- arfélagi sveitarinnar, Evans ranglaði þangað. Hann tók þátt í hringekjuakstri, kastaði kókós- hnetum í flöskur, reyndi heppni sína í peningakössum,. en allt ein- hvernveginn utan gátta, vegna umhugsunarinnar um frú Merr- owdene. Hann fór meira að segja til spákonunnar Zöru, en brosti þó undir niðri, þegar honum varð hugsað til fyrri barátxu sinnar gegn starfsemi slíkra spá- kvenna. Hann hlustaði aðeins með öðru eyra á samfellt taut völvunnar — en hrökk allt í einu upp úr eigin hugsunum við niðurlag einnar setningar hjá henni — ,,og bráðlega... mjög bráðlega verða flæktur í mál, er snertir líf eða dauða... Líf eða dauða einhverrar manneskju". — Eh, öh, fyrirgefið, hvað sögðuð þér? spurði hann ákafur. Ákvörðun ... þér verðið að taka ákvörðun. Þér verðið að gæta mikillar varúðar ... Ef þér gerið mistök... minnstu mis- tök___ 70 VlKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.