Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Side 18
Tonnaiala skipa („Tonnage') Af öllum sjófræðilegum hug- tökum hlýtur tonnatal skipa að vera eitt af þeim, sem erfiðast er að átta sig á, fyrir þá sem ekki hafa sérstaklega kynnt sér málið. Það er ekki eitt hugtak heldur mörg ,og getur verið mælt á mismunandi hátt hjá hinum ýmsu þjóðum, á mismunandi tímum. Til að byrja með er orðið margþætt, þar sem það er notað jöfnum höndum um rúmtak og þyngd, stundum viðvíkjandi skip- inu og líka farmi þess. Frá elztu tímum hefir verið nauðsynlegt að vita stærð skipa, bæði vegna burðarmagns þeirra og afgjalda. Viðvíkjandi enskum skipum var fyrsta aðferðin til að ákveða stærð þeirra, sú sem not- uð var við vínflutningana frá Bordeaux, sem í tvær aldir, frá 1400—1600 var mikilvægur at- vinnuvegur. Eins og fleiri enskar venjur jókst þetta smátt og smátt frá tilraunum og reynslu. Það kom brátt í ljós að skip af vissri lengd, breidd og dýpt bar ákveðinn f jölda af vínámum, sem kallaðar voru „tuns“, og þurfti hérumbil 100 rúmfeta pláss fyrir hverja ámu. Þannig skapaðist reglan: L x B x D 100 = Ámufjöldinn Hver áma rúmaði 252 Gallons af þá tíma stærð. Gallon stærðin hefir verið önnur þá heldur en nú tíðkast, því vigtin var hérum- bil eitt tonn. Áman varð þannig einnig fyrir bæði rúmmál og vigt og nafnið „tun“, sem að líkindum er komið af „tunna", hefir þann- ig breytzt í alþjóða orðið tonn. Svona stórt ílát hefir hlotið að vera erfiður flutningur, svo að vafalaust hafa verið notaðar smærri útgáfur af henni til að tákna þessa einingu. Seinna kom í ljós að ef bætt var einum þriðja við ámufjöldann, sem skipið gat rúmað, kom út hérumbil burðar- magnið í tonnum. Þegar kom fram um 1680 höfðu skipasmiðir við Tames ána komið sér upp mælingarreglum sem giltu í hérumbil 200 ár, og voru þær þannig: L x B x y% B ---94 — = burðarmagnið í tonnum Þetta var ekki mikil breyting frá gömlu reglunum, því að djúp- rista skips er vanalega álitin hálf breidd þess, bara komist að út- komunni á vísindalegri hátt. — Lengdin margfölduð með breidd- inni og djúpristunni og eininga- tölu botnlagsins (bock coeffici- ent) 0.62, gefur það magn af sjó sem skipið íýmir frá sér þegar það flýtur (við notum hérumbil sömu aðferð enn í dag til að á- kveða burðarmagn björgunar- báta skipa), þar sem að tonn af sjó fyllir 35 rúmfet, höfum við regluna: L x B x 1/2 B x 0,62 -------35--------= Sjórýming- inítonnum Af heildarþunga skipsins var álitið að % stæðu undir þunga skrokksins með útbúnaði, og þannig yrðu eftir % partar til burðar á farmi ,þannig væri: % aí 062- = -l 35 94 Á þessu sést, að hingað til hafði stærðin eingöngu miðast við magnið af farmi og vistum, sem skipið gat borið, og þetta átti jafnt við herskip og flutn- ingaskip. Um 1835, þegar menn höfðu fundið upp nákvæmari að- ferðir til að mæla inntak, voru sett lög um þetta efni, og það er á þessum lögum sem nútíma hug- mynd um skipsstærð er byggð. Bnitto stærö er allt rúmtak innan skips mælt í tonnum miðað við 100 rúmfet í tonnið (eða 2,83 rúmm.) Einstaka undantekning- ar eru þó leyfðar frá heildar- stærðinni, aðallega í þeim til- gangi að gera mönnum fært að byggja sjóhæfari skip. Þannig er leyfilegt að undanskiljakjölfestu- geymana í tvöfalda botninum svo framarlega að ekki sé fluttir í þeim farmur eða eldsneyti. Netto stærö er það rúmtak í skipinu, sem notað er til vöru- flutninga og gefur því tekjur. Hún finnst með því að draga frá bruttostærðinni þau pláss í skip- inu sem notuð eru við siglingu þess, svo sem: véla- og ketilpláss, bæði fyrir aðalvélar og hjálpar- vélar, skipstjórnar- og oftskeyta- herbergi, geymslur fyrir skips- nauðsynjar og matvæli, og vistar- verur skipshafnar. Brutto stærð- in er venjulega frá 1% til tvisvar sinnum nettostærðin. Flest skipagjöld eru ákveðin eftir „netto“ stærðinni. Þó er í seinni tíð farið að ákveða nokkur þeirra eftir „brutto“ stærðinni, vegna þess að mæling skipa er nokkuð breytileg í ýmsum lönd- um. Gjöld fýrir siglingu um Suez og Panama skurði eru ákveðin eftir sérstökum mælingarreglum, og mælast skipin nokkuð stærri eftir þeim en t. d. enskum regl- um, þar sem leyfður er minni frádráttur frá innanmálinu til að ákveða „brutto“ stærðina. Ofantalin „brutto“ og „netto“ stærð skipa er miðuð við rúmton, en í daglegu tali þegar minnst er á stærð flutningaskipa, þykir það gefa betri upplýsingar um skipin ef talað er um burðarmagns stærðina. Burðarmagns stærðin (Dead- weight tonnage) er sá fjöldi tonna á 2240 lbs (eða 2204 lbs í þeim löndum sem nota metra- málið), sem skipið getur borið af farmi, farþegum, eldsneyti, nauð- synjum og skipshöfn, fullbúið til ferðar. Rýmingar stæröin (Dispace- ment tonnage) er þungi þess vatns, sem skipið rýmir frá sér fullbúið af öllum nauðsynjum. Stærð herskipa er venjulega mið- uð við þessa stærð. (Lœuslega þýtt úr enska tíma- ritinu Nautical Magazine). Rafn A. Sigurðsson. 58 VlKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.