Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 25
SLEÐASKIP ítalir hafa oft verið frumlegir um ýmsar tæknilegar nýjungar, enda háþróuð iðnaðarþjóð. Um hið heiðbláa og oftast nær veðursæla Miðjarðarhaf þjóta nú hraðbátar, sem í fljótu bragði virð- ast svífa í lausu lofti 1—2 fet yfir sjávarmál. Þegar betur er aðgætt eru þetta ,,farþegaskip“ sem rúma allt að 140 farþega og geta náð allt að 40.5 sjómílna hraða, en meðalhraðinn er 35 sjómílur. Norðmenn íhuga nú alvarlega. hvort þessi tegund farartækja á sjó muni ekki henta vel fyrir þá til fólksflutninga, t. d. á leiðinni milli Bergen, Haugasunds og Stavanger. Þessi svonefndu PT1 „sleðaskip“ eru 58 rúmlestir að stærð, 91 fet á lengd og rúma, eins og áður er sagt 140 farþega. urinn vaxi upp, nái hugrekki og fullkomnun og standist erfið- leika lífsins með yfirburðum. Nafnið MAPJJ gefa foreldrarn- ir drengnum sínum sem heilsu- samlegt veganesti út í lífið. Þetta má að jöfnu heimfæra upp á skip, og með því að bæta orðinu MARIJ aftanvið, er auð- veldara að hafa yfir nafnið með tilfinningu og ástúð á skipinu. Með þessu er skinið heiðrað og þess óskað. að það verði happa- sælt og notadrjúgt. Með öðrum orðum, að orðið MARU verndi skipið á sjóferðum þess og færi því hamingju. f Japan er annar háttur á en í flestum öðrum löndum. Þar er orðið skip karlkyns, og með því að bæta orðinu MARU aftan við, eins og gert var um drengi í fynndinni, er skipið verndað fyrir óhöppum. (Eftir Hitachi zosen news.) Hallgr. J. Norskir sérfræðingar og fulltrú- ar norskra yfirvalda ráðgera ferð til Messina á Italíu til þess að rann- saka og ganga úr skugga um, hvern- ig þessir farkostir muni standast veðrin við norsku ströndina, en margt þykir benda til þess að „Sleðaskipin“, fari jafnvel betur í sjó, en venjulegir bátar af svipaðri stærð. Með fullum meðalhraða (35 sjóm.) þolir PT50 gerðin allt að 3ja m. háar bylgjur, ef sjógangur er hærri verður að hægja á ferð- inni. Báturinn nær ganghraðanum á aðeins 21 sekúndu, með fullri vélaorku. Vélarnar verða að hafa yfirstærð til þess að yfirvinna upp- hafsmótstöðuna, en þegar báts- skrokkurinn hefur lyptzt upp úr sjónum má hægja á vélunum. Þeg- ar hægt er á ferðinni og báturinn nemur aftur við sjó, myndast svo mikið viðnám að hann stöðvast á 2 lengdum sínum, án þess að vél- arnar hjálpi til. Þetta er ótrúlegt, — en staðreynd er það samt. Bæði bátsskrokkurinn og efri hluti „slepans" vinna svipað og bremsuhlerar á flugvélum. — Það er útilokað að skip af öðrum gerðum geti stöðvast svo fljótt á slíkum hraða. Þá kvað það vera einn af kostum þessara skipa að þau valda engu frákasti þótt þau séu á fullum hraða, en það kemur sér vel á fjölförnum leiðum. I PT50-skipinu eru Daimler-Benz Dieselvélar um 1350 hö. Verð PT50 er áætlað 2,7 millj. norskar krónur. Eyðslan er 240 kg. dieselolía pr. klst. og er kostnaðurinn talinn vera 11—14 n. aura á farbega pr. mílu. Skrokkurinn er smíðaður úr alumin- íum-magnesíum blöndu, með tvö- faldan botn. Burðargrindurnar eru úr spesialstáli og eiga að þola þó þær rekist á planka eða þ. h. á sjónum. í því tilfelli að þær brotni skeður ekki annað en að skrokk- urinn sezt á sjóinn og heldur áfram, eins og ekkert hafi ískorizt, en hrað- inn verður ólíkt hægari. Hjá Itölum er áhöfnin á þessum bátum: skin- stjóri, vélstjóri, 2 hásetar og far- miðasali. ------------------------------------>. Ásffeir Gíslason skipstjóri á b/v Röðli GK 518. Myndin tckin vorið 1959. M/b Haföm GK 321. T. v. Sæmundur skipstjóri, t. h. Sigvirður stýrimaður. — Myndin tekin á Norðtirði í áprúst 1959. Jónas Þorsteinsson, skipstjóri á b/v Kald- bak EA I. Myndln tekin vorið 1959. VÍKINGUB 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.