Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 21
Þeir klingdu glösum .... Frænka Siggu litlu gaf henni tú- kall fyrir jólin, en hún gleymdi að hneigja sig og þakka fyrir. En — Sigga, sagði mamma henn- ar. Hvað segir mamma þegar hún fær peninga hjá pabba. Áttu ekki meiri peninga, svíðing- urinn þinn, var svarið. * Veiztu, hvað hefur átta fætur og getur sungið? Nei. Kvartett. * Maður nokkur kom eitt sinn bál- reiður inn á ritstjómarskrifstofu. Þér skrifuðuð nýlega grein um mig? Já, og hvað um það? Þér skrifuðuð að ég hefði sagt að ég væri giftur gáfaðri og fallegri konu, og nú koma kunningjar mín- ir til mín og spyrja mig hvort ég eigi tvær konur. * Það er sagt að hárgreiðsludömurnar seu komnar yfir á „langbylgjumar“. Siggl sífulli, sem tapað hafði brennivínsflösku, fór á lögreglu- stöðina og spurði hvort nokkur hefði skilað henni þangað. Nei, svaraði varðstjórinn, en maðurinn, sem fann flöskuna er hérna í kjallaranum. * Hún: Á morgun eigum við 20 ára giftingarafmæli. Hvernig finnst þér að við eigum að halda upp á dav- inn? Hann: Hvað segir þú um að við höfum tveggja mínútna þögn. * Ég er alveg hissa á því, sagði Jón gamli, að nú á tímum virðast ungir menn logandi hræddir við að ganga í heilagt hjónaband og stofna heimili. Öðruvísi var það í mínu ungdæmi, skal ég segja ykkur. Já áður en ég kvæntist, vissi ég ekki hvað hræðsla var. 'Jrítiaktin Hinn heimsfrægi rithöfundur Somerset Maugham gaf einu sinni eftirfarandi heilræði: í matarveizlu skyldu menn gæta þess að borða skynsamlega, en ekki of mikið, og tala mikið, en ekki of skynsamlega. * Maður nokkur varð fyrir því óhappi að það sprakk á bílnum hans. á fáförnum vegi. Hann fór að gera við, og setti felgurærnar, í hjólkopp- inn, svo sem venja margra er. Er hann var að bagsa við að ná varadekkinu, setti hann fótinn í hjólkoppinn og felguræmar hurfu út í myrkrið. Hann var í stökustu vandræðum. Þá hrópaði maður til hans út um glugga, þar rétt hjá: „Taktu eina ró af hverju hinna hjólanna, og þannig geturðu komist á næsta verkstæði". Bifreiðaeigandinn þakkaði fyrir sig, en sá um leið að húsið var geð- veikrahæli. „Hvaða erindi átt þá þarna, vinur minn?“ „Það skal ég segja þér“. sagði maðurinn, „ég er hérna af því að ég er vitlaus, en ég er ekki heimsk- ur!!!“ Skrifstofustjórinn. í stórn fyrirtætó þótti haröur húsbóndi, skrifstofumar vom á tveim liæöum og hafði hann þann hátt á, að hann íór út í ganginn og blístraði á stúlkumar uppi. Eitt sinn blístraði hann árangurslaust og þaut upp öskuvondur og spurði: Heyrðuð þið ekki að ég blístraði? Jú, svaraði ein stúlkan með sínu sætasta brosi. Sáuð þér ekki, að ég dinglaði rófunni"? * Móðirin: Drengurinn kemur aldr- ei þegar kallað er á hann. Hvað get- um við gert við hann? Faðirinn: Hann er þá alltaf efni í þjón. * VÍKINGUE Viðbúinn! Hlaup! 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.