Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Page 13
snertir skiptir það ekki máli,
hvort það vill svo til að einmitt
bessar ágizkanir séu réttar.
Þegar við vorum að prófa
þessar hugmyndir um elli, upp-
götvuðum við nýtt lífsform, sem
hefur nokkur undarleg einkenni.
Þetta skeði á eftirfarandi hátt:
Við vorum að athuga, hvað
mundi ske, ef við gerðum loft-
fúm inni í líkama dýrs. Við
bessar tilraunir settum við lítið
rör, opið 1 báða enda, inn í
hkama rottu. Nú vitum við, að
í hvert skipti, sem rör er sett
undir húð dýrs á þennan hátt,
eiga nokkrar óvenjulegar breyt-
ingar sér stað.
Fyrst byrjaði vökvi, líkur
blóðvökva en auðugri af eggja-
hvítuefnum, að fylla hið tóma
rör. Síðan vaxa himnur úr lif-
andi vef yfir báða enda rörsins
og loka vökvann inni. Bæði
himnurnar og vökvinn innihalda
fibrin, storknunarefni blóðsins.
Fibrin þræðii’nir í himnunum
taka brátt að dragast saman að
uiiðjunni, vegna þess, sem lækn-
ar kalla sárasamandrátt.
Á meðan safnast fibrinið, sem
uppleyst er í vökvanum, saman
og myndar mjóan streng. Síðan
kemst strengurinn, sem flýtur í
vökvanum, í samband við fibr-
inið á miðjum himnunum, og þá
eru himnurnar tvær tengdar
saman af streng úr dauðu fibr-
ini.
Á þessu stigi byrja lifandi
frumur að halda út eftir
strengnum frá himnunum í hvor-
Um enda. Þegar þær mætast í
niiðjunni hefur strengurinn öðl-
azt líf. Hann byrjar fljótlega að
starfa sem lifandi líffæri, sem
líkist sin í höfuðdráttum, en er
þó á margan hátt ólíkur öllum
hffærum, sem nokkurn tíma
hafa verið til.
Það, sem eftir er af sögu
sti’engsins, er ekki enn hægt að
útskýra. Hann hefur orðið lif-
nndi hluti af dýrinu, og mætti
því búast við, að lífsskeið hans
vseri það sama. Þess í stað byrj-
ar hann að hrörna, þegar einum
eða tveimur mánuðum eftir að
VÍKINGUR
hann nær fullum þroska. Tíu til
fimmtán dögum seinna er
strengurinn dauður, að því er
virðist úr elli, þó að dýrið sé
ennþá ungt og hraust.
Á einn hátt er hægt að bjarga
strengnum. Ef vökvinn í kring-
um hann er fjarlægður með
nokkurra daga millibili og nýr
vökvi látinn myndast, heldur
strengurinn áfram að lifa, án
þess að eldast.
Það virðist sem þessi strengur
sé það, sem ég mundi kalla lík-
an af ellinni. Það, sem hefur
alltaf valdið mestum erfiðleik-
Vel heppnuð tilraun
Nýjasti þýzki skuttogarinn, Carl
Wiederkehr, sem skýrt var frá í
síðasta tölublaði, hefur landað sinni
fyrstu veiðiför í Bremerhaven (í
jan.) og þá var einnig upplýst, að
skipið hafði verið útbúið með áður
óreynda nýjung, til þess að reyna
að ná sem hagkvæmastri meðferð
á fiskaflanum.
Aluminíumkassar eru almennt
notaðir undir fisk í landi, en að
þessu sinni var skipað upp úr lest
skipsins 144 aluminíumkössum, er
fiskur hafði verið ísaður í um borð
á fiskimiðunum.
Kassarnir eru 1,20 m. á lengd
50 cm. breiðir og ) 0 cm. á hæð. Þeir
eru smíðaðir í Göttingen í Þýzka-
landi, samkvæmt fyrirsögn fisk-
veiðifyrirtækisins (GHG). Þeir eru
aðeins þrengri í botninn heldur en
við opið, til þess að geta haft þá
hvern ofan í öðrum þegar skipið
er að fara í veiðiferð, því þá þarf
að nota um 80% af lestarrúminu
undir ís.
Helztu erfiðleikar við notkun
slíkra kassa eru þeir, að kostnað-
arins vegna verður að nýta hvern
fersentimetra rúms sem hagkvæm-
ast. Þess vegna verða hliðar, botn
og lestarloft ekki með beinum lín-
um við rannsóknir á henni, er
tíminn. Ætli vísindamaður að
rannsaka hvernig maður eldist,
nægir honum varla ævin til að
ljúka tilrauninni. Jafnvel þegar
hann notar rottur, tekur. tilraun-
in að minnsta kosti þrjú ár. En
með því að nota þennan streng,
þarf sama tilraun ekki að taka
nema nokkrar vikur.
Það kann að fara svo, að
strengurinn, sem ég hef talað
um, reynist verða ómissandi
hjálpargagn við ráðningu lífs-
gátunnar.
um. í Carl Wiederkehr verður einn-
ig að ganga út frá þeirri staðreynd
og því er aðeins notað miðrúm skips-
ins, en þar eiga að rúmast 300 alu-
miníumkassar.
Kassafiskurinn var talinn hafa
heppnast mjög vel, og seldist 1 o^
2 pf. meira á hvert kg. En helztu
kostir þessa fyrirkomulags eru
taldir, að fiskurinn verður ekki fyr-
ir eins miklum þunga eins og í
stíunum. Við losun kemur enginn
gaffall eða stunga í fiskinn. Kass-
arnir eru hífðir beint upp á mark-
aðskerru. Og þegar búið er að taka
kassana, er hægt að ná úr stíun-
um, án þess að troða út í þær ofan
á fiskinum eins og altítt hefur ver-
ið, ef um mikinn fisk er að ræða í
lestunum.
Flökin sem voru unnin úr kassa-
fiskinum voru talin vera sérstak-
lega stinn og þétt í sér.
53