Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 27
manna, sem atkvæði greiða, hafa samþykkt tillögu, enda hafi að minnsta kosti helmingur kjós- enda tekið þátt í atkvæðagreiðsl- unni, er samþykkið orðið bind- andi, að fenginni staðfestingu atvinnumálaráðherra. Þegnskylduvinna nær til allra heimilisfastra vinnufærra karl- manna á aldrinum 16—25 ára. Enginn er þó þegnskyldur leng- ur en í þrjú ár samtals. Þegn- skylduvinna má standa yfir allt að hálfum mánuði fyrir hvern einstakling árlega, og eigi leng- ur samtals en sex vikur. — Þeir, sem þegnskylduvinnu inna af hendi, skulu fá þóknun, er nægi þeim til greiðslu fæðis- og dval- arkostnaðar, meðan vinnan stendur yfir. Sérstök þegnskyldu- vinnunefnd úrskurðar um það, hverjir skuli inna af hendi þegn- skylduvinnu á ári hverju. Und- anþága eða frestur skal veittur, ef um veikindi eða aðrar gildar ástæður er að ræða. Vilji svo til, að þegnskylduvinnumaður komi ekki til vinnu, skal hann sæta sektum, er nema tvöföldu dag- kaupi, við sams konar störf, fyr- ir þau dagsverk, er tapast. Hér að ofan hef éer pert grein fyrir öllum helztu atriðum. sem skipta þegnskylduvinnumenn einhveriu máli. Þó má gera ráð fyrir. að væri farið út í fram- kvæmd þegnskvlduvinnu, myndi einstökum atriðum í lögum þess- um verða breytt að einhverju leyti, þá helzt þeirri grein, sem á er kveðið um þóknun fyrir þegnskylduvinnu. Og ég spyr að lokum: Hví leggja stjórnarvöldin ekki út í framkvæmd sem þessa? Þetta gæti orðið til þess að efla áhuga ungra manna á sjónum, og mér skilst ekki veita af að laða ungviðið að þessarri höfuð- atvinnugrein okkar íslendinga. Ragnar Kjartansson. Grein þessi er tekin úr skóla- blaði 3. bekkjar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík, al- menningi til yfirvegunar. VÍKINSUE 1 dag, 4. marz 1960, er vin- sælasti útgerðarmaðurinn í þess- um bæ, Geir Thorsteinsson, 70 ára. Geir Thorsteinsson er kominn af merkum útgerðarmönnum í báðar ættir, svo það er engin til- viljun að Geir valdi heldur skip- in, en kaupmennskuna, þó að hann hefði hvortveggja undir um tíma. Faðir Geirs átti skútur og tog- ara. sem hann gerði út í Reykja- vík. Þorsteinn Þorsteinsson. afi hans. var bóndi í Æðey og gerði út tvö skin og var formaður á stærra skini sínu, þegar bað fórst í hákarlalegu. Þá var Geir Zoega afi hans einn af stærstu skútuútgerðarmönnum hér í Revkjavík. Langafi Geirs, Guðmundur Scheving í Flatev var mikill út- gerðar- og athafnamaður og lét byggja meðal annars hafnargarð í Flatey, sem stendur að ein- hverju leyti ennþá. Geir Thorsteinsson kom með fyrsta togara sinn hingað um áramótin 1918 og 19 og síðan hefur hann gert út eitt og tvö botnvörpuskip. Geir hefur unn- ið mjög mikið við útgerð sína og óhætt er að fullyrða, að enginn botnvörpuskipaeigandi hér í Reykjavík hefur gert út togara eins ódýrt og hann, það sem við- kemur skrifstofuhaldi og fleiru, sem gera þarf í sambandi við togaraútgerð. Geir Thorsteinsson hefur orð- ið fyrir skakkaföllum og töpum, eins og flestir verða, sem stunda þessa atvinnu. Þung hafa stund- um sporin verið, þegar hann var að tilkynna lát manna, sem fór- ust á skipum hans, en það mun hann hafa gert sjálfur. Geir Thorsteinsson er ó- venjulega duglegur skrifstofu- maður og sérstaklega nákvæmur. Engan hef ég séð eins fljótan að leggja saman langa dálka af tölustöfum, enda notaði hann aldrei reikningsvél. Nú er Ragnar sonur hans tekinn við öllum störfum, sem viðkemur skipi hans, og ferst honum það mjög vel úr hendi. Um leið og ég óska Geir Thor- steinssyni og konu hans Sigríði til hamingju með 70 ára afmæl- ið, vil ég sem þessar línur skrifa, þakka Geir innilega fyrir langt og gott samstarf í nærri 26 ár. H. I. — 550 ára — LANDHELGISBARÁTTA 1950 Gefin út refflugerS um nýja Iand- helgfislínu þ. e. lína dregin um yztu sker og fyrir mynni f.jarSa og fióa, en markaiínan sjálf sett 4 mflur utar. 1955 Breskur togari sigrlir niður v/b Súgrfirðing; frá Suðureyri, þrír menn björguðust við illan leik tveir menn drukknuðu. 1956 Sameinuðu þjóðirnar ákveða að kveða saman ráðstefnu til þess að fjalla um réttarreglur á hafinu. 1958 12 sjómilna landhelgi tekur grildi 1. september. 1858 Öll ríki viðurkenna 12 mílna land- helgána í verki, — nema Bretar. Ríkisstjórn hennar hátignar Elísa- betar Bretadrottningar sendir her- skip á Islandsmið til þess að halda uppi skipulög;ðum yfirtroðslum breskra togara í íslenzkri land- lielg-i. 1959-1960 Einir erlendra þjóða halda Bretar upp síendrteknum yfir- troðslum í íslenzkri landhelgi. Undir herskipavemd er íslenzkum varðskipuni sýnd allskonar ofbeldi. Breskir tog;arar eyðileg-gja veiðar- færi íslendinga og gera tilraunir til að sigla íslenzk skip niður. 1960 17. marz hefzt alþjóðarráðstefna um landhelgismál í Genf. (Annáls-kaflar úr Landhelgisbókinni G. M. M. 1959) 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.