Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Side 32
skálarnar undir tilraunir þínar við efnasamsetningu. Fyrirgefðu vina mín, sagði prófessorinn af- sakandi, en þær eru af svo líkri stærð, og þær sem ég er búinn að panta, eru ekki komnar ennþá. Það endar með því einhvern góðan veðurdag, að þú sálgir okkur öllum á eitri, sagði kona hans með glaðlegum hlátri. — Mary finnur krukkurnar frammi í tilraunaherberginu þínu og ber þær hingað inn. Og hún gerir aldrei það ómak að þvo innan úr þeim, nema að þær séu áberandi óhreinar. Og að hugsa sér, einn daginn hafðir þú notað þær und- ir cyankalium. Þetta er raun- verulega stórkostlega hættulegt Georg. Merrowdene tautaði, Mary hefur ekkert leyfi til þess að taka nein áhöld eða annað í rannsóknarstofu minni. — En við skiljum nú oft bollana eftir þar inni væni minn, þegar við drekkum te þar, og hvernig á hún að vita, hvað er hvað. Prófessorinn tautaði eitt eða annað, sem ekki skildist. stóð- upp og fór fram í rannsóknar- stofu sína. En frú Merrowdene hellti brosandi, heitu vatni yfir teblöðin og blés út logann undir katlinum. Evans var alveg ruglaður í ríminu. Þó virtist honum eitt- hvað rofa til. Af einni eða ann- arri ástæðu, virtist frú Merrow- dene ætla að leggja kortin á borðið. Var þetta undirbúningur að nýju „slysatilfelli" ? Var hún að tala um þetta allt, til þess að undirbúa eðlilega ástæðu fyrir- fram? Og hann yrði raunveru- lega neyddur að vitna í hennar hag, ef „slysa-tilfelli“ skyldi koma fyrir? Heldur fávíslegt af hennar hálfu því að ... Hann sleppti snögglega hugs- ana þræðinum og dró djúpt and- ann. Hún hafði hellt tei í þrjár krukkur. Eina setti hún fyrir hann, aðra fyrir sjálfa sig, en þá þriðju setti hún á lítið borð við arineldinn, þa rsem maður hennar var vanur að setjast. En meðan hún var að leggja frá sér þessa þriðju krukkuna, sá hann dularfullu og köldu brosi bregða fyrir á andliti hennar. Það var þetta bros, sem vakti hugsun hans snögglega. Nú vissi hann, hvað var að ske. Furðulegur kvenmaður — stórhættulegur kvenmaður. Ekk- ert hik — enginn undirbúningur. Strax þennan eftirmiðdag •— og hann sem aðalvitni og ásjáanda. Kaldrifjun hennar gerði hann máttvana. Þetta var fjandi snjallt. — Hann gæti ekkert sannað. Hún reiknaði auðsjáanlega með því, að honum kæmi ekki til hugar, að neitt væri á seiði — einfald- lega vegna þess, að það skeði „svo fljótt“. Kvenmaður, sem var eldsnögg í hugsun og athöfn. Hann dró andann djúpt og beygði sig áfram um leið og hann sagði: — Frú Merrowdene, ég er þannig gerður maður, að ég fæ stundum sérkennilegar hugmyndir í höfuðið, mynduð þér vilja vera svo elskuleg að framkvæma með mér eina slíka hugdettu? Hún horfði spyrjandi á hann, en að því er virtist án nokkurs vantrausts. Hann stóð upp, tók krukkuna, sem var fyrir framan hana og gekk yfir að litla borð- inu, þar sem hann skipti um krukkur og kom með hina til baka. — Ég vildi gjarnan horfa á yður drekka úr þessari krukku! Augu hennar mættu hans. í?iu voru róleg, og óútreiknanlegt, hvað henni bjó í huga. En allur roði hvarf úr andliti hennar, og hún varð náföl. Hún rétti fram hendina og lyfti krukkunni. Hann hélt niðri í sér andanum. Ef hann hefði nú raunverulega verið að fremja mistök. Hún lyfti krukkunni upp að munni sér — en á síðasta augna- bliki hætti hún við að drekka úr krukkunni, en sneri sér eld- snöggt við og hellti innihaldinu niður í blómapott, sem stóð þar nærri. Síðan kastaði hún sér niður í setustól og sagði, um leið og hún horfði á Evans — Og hvað nú? Með hæðnis- og þrjózkuhreim í röddinni. Hann svaraði henni rólega og lagði þunga í hverja setningu. Þér eruð mjög slunginn kven- maður frú Merrowdene. Ég býst við, að þér skiljið, hvað ég á við. Það má alls ekki verða nein... endurtekning! Þér vitið, hvað ég á við. Já, ég veit, hvað þér eruð að meina, svaraði hún, og rödd hennar var nú aftur orðin róleg og eðlileg. Evans kinkaði ánægð- ur kolli til samþykkis. Hún var vissulega snjall kvenmaður. Og hún myndi ábyggilega forðast að vinna til hengingar. — Hann lyfti krukku sinni og skálaði — ég óska yður langlífis... og manninum yðar líka!... bætti hann við íbygginn á svip. Hann lyfti krukkunni að vörum sér og drakk út úr henni í einum teig. En andlitssvipur hans breytt- ist snögglega. Hann afskræmdist í framan ... hann reyndi að rísa úr sæti — að hrópa... Líkami hans varð stífur — og hann blán- aði í andliti. Svo féll hann sam- an í stólnum að nýju með krampadráttum. Frú Merrowdene hallaði sér áfram og virti hann vandlega fyrir sér. Léttu brosi brá fyrir á vörum hennar. Hún talaði til hans, lágt og blíðlega. — Þér gerðuð eina skissu herra Evans. Þér hélduð, að ég ætlaði að myrða Georg... En hvað þér gátuð verið barnalegur Hún sat þannig góða stund og virti fyrir sér hinn dauða mann, þann þriðja er hafði reynt að eyðileggja áform hennar, og að- skilja hana frá þeim, er hún hafði valið sér sjálf. Það brá að nýju fyrir léttari svip á andliti hennar, en þó dá- lítið tvíræðum, er svipaði sér- kennilega til madonnumyndar- innar. er hún reis úr sæti sínu og hrópaði: Georg, Georg... komdu strax elskan mín, ég er hrædd um að skeð hafi skelfilegt slys. Aumingja herra Evans ... VÍKINGUE 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.