Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Qupperneq 6
andi fyrir Wilkins, að hann sendi símskeytið áfram til mín, með meðfylgjandi athugasemd: ,,Til Stefánsson. 'Ekki rétt heim- ilisfang. Átti að senda til þín“. Hans stórfellda höfðingslund og frámunalega sterka minni gaf honum tilefni til þess að undir- strika þannig, að ég hafði 43 ár- um áður látið orð falla um það, er við vorum saman á göngu á rekísauðn, að kafbátur hefði get- að gert okkur ferðalagið mikið auðveldara. Ég kynntist Wilkins í fyrsta sinn, er hann sem ungur maður, 25 ára að aldri. tók þátt í leið- angri, sem ég stjórnaði 1913, til rannsóknar á eyjunum og rek- ísnum í Beauforthafi. Hann var rúmlega 180 cm. á hæð, en hreyfingar hans voru svo liprar, af svo stórum og þungum manni, að það vakti sérstaka athygli. Augu hans voru dökk og leiftr- andi eins og í veiðidýri, en geisluðu þó jafnhliða einstakri góðmennsku, er einnig lýsti sér í allri framkomu og hljómaði í mjúkum raddblæ hans. Ég þekkti ekkert til hans áður en brezka kvikmyndatökufyrir- tækið Gaumont hafði mælt með honum, sem „bezta utanhúss ljósmyndara í heimi“. Árið áður hafði hann vakið sérstaka at- hygli sem stríðsfréttaritari á Balkanskaga, þar sem hann tók fyrstu kvikmyndirnar, sem tekn- ar voru af sjálfum bardögunum. Áður hafði hann einnig verið einn af þeim fyrstu til þess að taka kvikmyndir úr flugvélum (hafði legið á maganum út á öðrum væng flugvélanna) úr loftbelgjum, jámbrautum og frá mótorhjólum á fleygiferð. Um allt þetta vissi ég ekkert þá. En kynntist honum sem hlédræg- um ungum manni með mikla sjálfstjóm. en jafnhliða logandi af innri áhuga og lífsþrótti, og alveg að springa af óþolinmæði yfir minni hægfara og makinda- legu vinnutilhögun. „Já, það á vel við mig, að taka það dálítið rólega“, sagði ég við hann dag nokkurn, er hann hafði ákveðið en mjög hæ- versklega gefið í skyn, að við gætum auðveldlega komizt miklu lengra áfram, ef við færum dá- lítið hraðar yfir. „Taka það með ró?“ muldraði hann óþolinmóður. „Þá gæti ég alveg eins verið í London og tekið það rólega þar!“ En mér varð fljótlega ljóst, að einn bezti eiginleiki hans var, hve auðvellt hann átti með að semja sig að staðháttum. Það tók hann ekki langan tíma að sætta sig við mína nokkuð sér- kennilegu hægð. Ef ákveðið hafði verið, að leiðangurinn skyldi aðeins fara 25 km dagleið, tók hann ekki til að rausa um, að við gætum auðveldlega kom- izt 40 km. í stað þess fór hann að fara sjálfur í smá aukaferðir, og rannsaka allt, sem vakti hans skörpu athyglisgáfu. Og hann fann oft ýmislegt verðmæti, er hann taldi æskilegt að varðveita. Hann hafði komizt yfir gamla bók um það, hvernig ætti að verka hluti til geymslu, og hvað eftir annað sat hann uppi heilar og hálfar nætur við að verka og stoppa út fugla og önnur dýr, með svo mikilli snyrtimennsku, að helzt hefði mátt ætla, að hann hefði ekki sinnt öðru um æfina. Ég undraðist oft, hve hann var óþreytandi; hann fór oft upp klukkan fjögur á næturna og vann sleitulaust til mið- nættis. Loks fór ég að skilja þetta Hann var friðlaus af sí- felldum fróðleiksþorsta og unni sér engrar hvíldar. Vinnan var honum hin raunverulega hvíld. Þessum óþrjótandi starfs- áhuga hélt hann alveg til hinztu stundar. Þrautreyndur og harðn- aður herliðsforingi hefur sagt mér, að þegar Wilkins starfaði hjá Bandaríkjaher, sem sérstak- ur ráðunautur í íshafsrannsókn- um, hafi hann hvað eftir annað tekið þátt í einstökum leiðang- ursferðum út á snjóauðnir Al- aska. Og þó var hann þá orðinn sextugur að aldri. 1 hvert sinn hlustaði herliðsforinginn á unga Sir Hubert Wilkins. menn um tvítugsaldur í slíkum tilfellum spyrja „hvort gamling- urinn ætti raunverulega að fara alla leið“. Og í hvert einasta skipti tók Wilkins ekki aðeins sínar venjulegu aukaferðir frá aðalleiðangrinum, heldur var einnig ávallt kominn í tjaldstað á undan hinum útkeyrðu ungu hermönnum. Georg Hubert Wilkins var fæddur árið 1888 á búgarði í Ástralíu. yngstur 13 systkina. Strax í æsku bar á því, að hon- um væri ferðaþráin í blóð bor- in. Þegar hann sem hálfvaxinn unglingur fékk peninga fyrir járnbrautarfari til Sidney til skemmtiferðar, sneri hann dæm- inu við og ákvað að fara með skipi til þess að geta unnið af sér ferðakostnaðinn. Forráða- menn skipafélagsins hlógu að honum og hleyptu honum ekki um borð, en hann fór samt með skipinu — sem leynifarþegi. Hann var látinn lempa kolum alla leiðina. En hann lcomst til Sidney. Hann ætlaði sér fyrst að læra til þess að verða námuverkfræð- ingur, en hætti við það fyrir ljósmyndastarf, er hann taldi, að gæfi sér meiri möguleika til þess að sjá sig um í heiminum. Áður en hann varð 22 ára, var hann þegar búinn að afla sér öruggrar viðurkenningar sem ferðaljósmyndari um mestalla VÍKINGUR 46

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.