Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 12
Dálítib svar til stýrim.ann.s á togbát Ég minntist með nokkrum efa, um hæfni litlu togaranna aust- urþýzku til þess að anna hlut- verki sínu. Það var almenns eðl- is verið að tala um í greinai’- korni mínu, í fyrsta lagi, að eigi hentaði fyrir okkar litlu þjóð, að ’kaupa eða láta byggja mörg skip af sömu gerð ef eigi væri fengin reynsla fyrir því, hvernig væri að reka þau borið saman við aðr- ar gerðir skipa, í öðru lagi með það í huga, hvernig mönnum mundi líða um borð í þeim. Það var ekki af mannvonzku, en einmitt af umhyggju fyrir sjómönnunum, sem á þeim eiga að vinna, og þeim efa sem væri um að rekstur slíkra togskipa gæti verið hagkvæmur, fyrir hreppsfélögin og þjóðarbúið, við nútíma skilyrði, þ. e. útfærslu landhelginnar, fjarlæg mið og allan kostnað. Þetta hljóta allir að vera sammála um að sé það sem mestu skiptir. Ég hafði út- hafsveiðar í huga en ekki veiðar uppi við land á hinum fyrri veiðisvæðum, svo og þær fram- farir, sem átt hafa sér stað með öðrum þjóðum, í skipabygging- um á þessum tíma. Þægindin fyr- ir áhöfnina og öryggið fyrir yf- irísun er stórt og veigamikið atr- iði. En að halda því fram, að mönnum líði eins vel á litlum skipum við úthafsveiðar, eða jafnvel betur en á þeim stóru, og nýtízkulegu togurum í hvers- konar illveðrum er varla á borð berandi fyrir reynda sjómenn. Og að það geti verið jafn öruggt eða þjóðhagslega heppilegt að senda lítil skip af þessari gerð óyfirbyggð á f jarlæg mið til þess að sækja mest 120 til 150 smá- lestir eins og að senda stór skip, sem koma með 300 til 400 smá- lestir, er heldur ekki frambæri- legt, enda þótt að litlu skipin geti verið góð miðað við stærð- ina. En einmitt þessi atriði eru mergurinn málsins. Ef að það hinsvegar kemur í ljós, að um er að ræða skip, sem allir verða á- nægðir með, bæði þeir, sem út- gerðina reka og þeir, sem á þeim eru, þá mun ég samfagna þeim, en efinn er enn fyrir hendi. Þegar ég ritaði umrætt grein- arkorn, þá var það með það í huga hvílík fásinna það væri, að senda þessi litlu skip á fjarlæg mið, og hve illa gæti farið fyrir þeim þar, eins og hefur sýnt sig, jafnvel með hin stærri skip, þar eð útilokað er að veiða á þessum skipum uppi við land, sem tog- skipum á öllum tímum árs, eins og allir vita. En ef menn vilja breyta þeim í skip, sem veiða með línu, þá hefði að sjálfsögðu mátt spara margt í gerð og út- búnaði. En það er margra manna mál, að með nýju friðunarlögun- um skapizt einmitt nýr jarðveg- ur fyrir línuveiðar aftur. Það eru skipin, sem betur eiga við okkar slæmu hafnarskilyrði víða á landinu, þau þyrftu ekki að vera af þessari stærð. Ég held, að mörgum eða flest- um sjómönnum sé það ljóst, að víða séu hafnarskilyrði slík enn- þá á sumum þeim stöðum, sem þessi togskip eru byggð fyrir, að ófært getur verið þar til af- greiðslu dögum saman, þá er dýrt að bíða, en lítil atvinnubót fyrir þessa staði, sem helst þyrftu á atvinnubót að halda, að senda skipin annað, til afferm- ingar, en það yrði að gera. Mér er kunnugt um að ekki hefur verið enn lagt upp í eitt skipti á sumum þessara staða. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að ég vilji þessum stöðum vel, fáii þekkja betur erfiðleika þeirra en ég, eftir 40 ára siglingar með- fram ströndum landsins. Ég er oft búinn að benda á þau megin- skilyrði fyrir því, að fólkinu geti liðið betur eða vel á þessum stöðum, en það eru fyrst og fremst, svo bætt hafnarskilyrði sem frekast eru föng á, og í því sambandi hef ég bent á nokkra staði, þar sem betur mætti fara og skapa mætti öryggi í þessu efni. Þegar hafnirnar verða góð- ar, þá verða samgöngurnar ör- uggar, og þá skapast öruggt at- vinnulíf bæði til lands og sjávar. Ég vil svo segja þetta, enda þótt langt sé síðan ég var á tog- urum, þá þekki ég lífið á þeim og veit við hvað er að etja bæði á litlum og stórum togurum. Greinarhöfundur virðist vera þeirrar skoðunar að þeir, sem hafa engra hagsmuna að gæta um gerð og rekstur skipanna, ættu ekki að vera að blanda sér í málið. Vægast sagt mjög ein- kennilegt, ef allt skal miða við persónulega hagsmuni. Ungir menn, sem taka að sér að verja vafasamar aðgerðir hins opin- bera í þeirri trú, að þeir séu að gera einhverju byggðarlagi góð- an greiða, eiga náttúrlega sína afsökun. En einkennilegt er það, ef að eigi hefði mátt fá töluvert ódýrari síldveiðiskip, sem bæru þó eins mikið af síld þótt minni væru. Þá er það athyglisvert, að skipin séu sérstök fyrirmynd, eins og greinarhöfundur vill vera láta, að verið er að taka úr þeim sumum hverjum, akkeris- vindur og keðjur og leggja á land, hafa þessi tæki verið talin til þessa, til nokkurs öryggis. Þótt segja megi að notast megi við gamla lagið að liggja að mestu fyrir vír eins og tíðkaðist á fyrsta tug aldarinnar, og þá förum við nú að nálgast togar- ana sem seldir voru úr landi eft- tr fyrra stríðið. Það lýsir svo smekkvísi grein- arhöfundar og aðstoðarmanna hans að líkja mönnum, sem ekki eru á sama máli og hann nm þetta bjargráð þjóð vorri til handa, við rógbera. Ekki dugar að miða einvörðungu við þann hlut, er menn bera úr býtum á þeim togbátum, er bezt gengur. Ég læt svo þaulreynda togara- skipstjóra og aðra segja nokkur orð í þessu máli. Togaraskip- stjóra, sem enginn vænir um að vilja sjávarútvegi annað en það VÍKINGUR 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.