Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Qupperneq 18
Faðir við son sinn, sem var að
ganga í hjónabandið: „Hér eru tvö
heilræði: Mundu það, drengur minn,
að setja væntanlegri konu þinni það
skilyrði, að þú fáir að eyða einu
kvöldi í viku hverri með kunningj-
um þínum“.
Sonurinn féllst á að þetta væri
gott ráð. „Hvað er svo hitt heil-
ræðið?“
„Eyddu ekki tímanum á kunn-
ingjana".
JritfaktiH
•••••••••••••••••••••••••••
Ég er nýbúinn að vera á nám-
skeiði í „hjálp í viðlögum“.
„Ágætt, þá getur þú lánað mér
hundrað kall“.
*
Afstæðiskenning Einsteins var
einu sinni lýst á þessa leið: Ef þú
situr eina mínútu á heitum ofni, þá
finnst þér það eins og heill klukku-
tími, en ef ung og fögur stúlka situr
á hnjám þínum í eina klukkustund,
finnst þér það eins og ein mínúta.
Þetta er afstæði.
*
Prestur nokkur í sveit þótti nokk-
uð vinnuharður. Dag nokkum sá
hann vinnumann sinn sitja aðgerð-
arlausan við plóginn meðan hann
var að hVíla hestinn og láta hann
bíta. „Jón minn“, sagði klerkur í
umvöndunartón. „Finnst þér ekki að
þú gætir reynt að skerpa plóginn,
meðan þú ert að hvíla hestinn?“
„Getur vel verið“, svaraði Jón um
hæl. „En mætti ég þá ekki stinga
upp á því, að presturinn taki kart-
öflur með sér í stólinn og skræli
þær á meðan verið er að syngja
sálminn!“
*
„Nei, nú keyrir um þverbak“,
sagði þolinmóður viðskiptavinur. —
„Nú hefur Olsen enn fengið nýjan
einkaritara. Hlustið bara á þetta
hérna: Vér bíðum eftir heiðvirðu
svari yðar við tilboði voru, og skrif-
ið svo eitthvað um virðingarfyllst,
eða með vinsamlegri kveðju, litla
sæta dúkkan mín.
Olsen (sign).
Trúboðinn við svertingjahöfðingj-
ann: „Það er ókristilegt að eiga
nema eina konu. Farið og segið öll-
um konunum yðar, nema einni, að
þær geti ekki litið á yður sem eig-
inmann sinn“.
Höfðinginn horfði alvarlegur á
trúboðann og sagði: „Ger þú það“.
*
„Þú hefir þó ekki sagt honum
strax að þú elskaðir hann ?
„Nei, nei, hann varð að kreista
það út úr mér“.
*
Einmana piparsveinn auglýsti eft-
ir eiginkonu. Honum bárust um 200
svör, sem flest hljóðuðu á þessa
leið: „Þú getur fengið mína!“
*
Það var á góðgerðarsamkomu.
Presturinn var beðinn að flytja
ávarp og hvetja viðstadda til þess
að leggja eitthvað af mörkum, en
var jafnframt beðinn að vera stutt-
orður. Hann lofaði því, og ræðan
hljóðaði þannig: „Sá sem gefur fá-
tækum, lánar drottni. Kæru systur
og bræður, þér hafið heyrt láns-
skilmálana. Ef þið eruð ánægð með
trygginguna, þá gjörið svo vel og
leggið fram peningana". Lengri var
ræðan ekki, en hún hafði sín áhrif.
*
Klæðskerasaumuð.
í hernum: „Nú, nr. 111, hvernig
líkar yður einkennisbúningurinn?"
Nr. 111 rétti úr sér og svaraði:
„Jú, takk, hr. liðþjálfi, jakkinn
klæðir vel. Það má í neyð nota hann
sem frakka, en buxurnar eru nokk-
uð víðar í hálsinn“.
*
í neðri málstofu brezka þingsins
var nýlega umræða um fjárhættu-
spil. Meðal ræðumanna var verka-
mannaþingmaðurinn Charuter Ede.
„Ég held ekki að spilamennskan
sé synd, og ekki heldur lagabrot.
Ég held bara að þetta sé blátt áfram
barnaskapur, og ég tala af eigin
reynslu!“
*
Það var við guðsþjónustu í sveita-
kirkju. Eftir messuna leit prestur-
inn upp í loftið á nýju ljósakrónuna
og sagði með hátíðasvip: „Þetta er
gjöf til vors helgidóms. Fögur gjöf,
sem söfnuðurinn er þakklátur fyrir.
Og verðmæti hennar rýrnar ekki við
það, að gjafarinn vill ekki láta nafns
síns getið“.
Þá stóð upp maður, sem sat á
yzta bekk, hneigði sig og sagði: „O-
já, ég hélt að það færi bezt á því“.
*
Læknirinn: „Dragðu andann djúpt
og segðu þrisvar sinnum níu“.
Sjúklingurinn: „Tuttugu og sjö“.
*
Hér er smá gáta, sem þú getur
lagt fyrir kunningja þína: Hvað er
það, sem maður gerir standandi,
sem kona gerir sitjandi, sem hund-
ur gerir á þrem fótum ? Eftir mátu-
lega þögn skaltu gefa hið rétta svar:
„;esiiaH“
*
Það er venjulega hægt að þekkja
þá úr, sem nýkomnir eru úr sumar-
leyfi. Þeir virðast þurfa hvíld.
*
Ég hcld að þú verðir að hafa meiri ferð
á bátnum!
122
VÍKINGUR