Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Page 23
Óskum sjómönnum og útvegsmönnum góðrar síldveiði í sumar
Fljót og góð afgreiðsla.
Söltunarstöðin VENNl] Húsavík.
Fi’amkvæmdastjóri: Vernharður Bjarnason.
Af þeim fyrirtækjum, er gera
út ,,pareja“-togara til þorsk-
veiða er M. A. R. fyrirtækið
viðamest (Motopequeros de Al-
tura Reunidos), en það er fisk-
vinnslusamsteypa í samvinnu
við tvö önnur fyrirtæki, Indu-
strias y Subproductos de la
Pasca og- Mutua de Armadores
Industrias y Subproductos, sem
gera sameiginlega út 68 mótor-
skip frá 100 til 360 brt. smál. að
stærð, og með þessum skipum
ræður M. A. R. samsteypan yfir
útgerð 120 fiskiskipa samtals.
Fiskvinnslustöðvar þær, sem
starfræktar eru af þessum þrem-
ur fyrirtækjum eru að flatarmáli
um 323,000 sqft. og árleg fram-
leiðsla þeirra af saltþorski
þurrkuðum um 12.000 metric
tonn. En fyrirtækin hafa einnig
hlutdeild í verzlunarfyrirtækjum
viðkomandi fiskiðnaði, hrað-
frystingu, fiskmjölsframleiðslu,
vátryggingarstarfsemi o. fl. er
viðkemur starfsemi þeirra.
Það eru einnig allmörg smærri
Skipasmíðar innanlands
Mánudaginn 2. maí var haldinn
aðalfundur Félags ísl. dráttar-
brautaeigenda. Formaður félagsins,
Bjarni Einarsson, skipasmíðameist-
ari .skýrði frá störfum félagsins á
s.l. ári. Var m .a. unnið að því að
bæta aðstöðu dráttarbrautanna við
nýsmíði fiskibáta innanlands. í þVí
skyni hækkaði Alþingi að ósk fé-
lagsins heimild til ríkisábyrgðar
vegna nýsmíði úr 4 millj. kr. í 10
millj. kr. Auk þess voru endur-
greiðslur aðflutningsgjalda af efni
til nýsmíða hækkaðar verulega á
s.I. ári.
Reikna má með því, að nýsmíði
fiskibáta muni aukast innanlands á
næstunni, enda eru bátar smíðaðir
hér nú fullkomlega samkeppnishæf-
ir bæði að gæðum og verði á við
báta byggða erlendis.
Á s.l. ári gekk Félag ísl. dráttar-
brautaeigenda í Landssamband iðn-
aðarmanna.
Stjórn Félags ísl. dráttarbrauta-
eigenda var endurkosin, en hana
skipa: Bjarni Einarsson, formaður,
Marsellius Bernharðsson, ritari, og
Sigurjón Einarsson gjaldkeri.
VÍKINQUR
fyrirtæki, er starfrækja ,,par-
eja“-togara, og eru helzt þeirra
Pesca y Navigacion í Corunna,
Pequera Vasco og Vieira Ganz-
ales í Vigo, þessi fyrirtæki selja
afla sinn til ýmissa vinnslu-
stöðva í Corunna, Vigo, Gijon
og Pasejas.
í aðalatriðum má segja um
útgerðartímabil skipanna, að
stóru togararnir gera tvo veiði-
túra á ári. Þann fyrri á tíman-
um frá janúar eða febrúar til
júní. Og þann síðari frá júlí/
ágúst til nóvember eða desem-
ber. „Pareja“-skipin hefja veið-
ar sínar um marz til apríl og
ljúka síðustu veiðiferðum sínum
í september eða október.
Sumir ,,pareja“-bátarnir fara
heim til Spánar strax, þegar
þeir hafa fengið fullfermi af
saltþorski — engan ísfisk er um
að ræða — en aðrir láta afla
sinn um borð í flutningaskip,
Kaupum síld
hafnargarðinum í Húsavík,
eins og undanfarin ár.
Þökkum viðskiptin síðasta ár.
sem til þess eru leigð, að flytja
aflann til heimahafnar, en halda
sjálf áfram að fiska.
Engar nákvæmar tölur er að
fá um heildar þorskveiði þessa
fiskiflota, en þó er talið að afl-
inn hafi verið um 178.000 metric
tonn árið 1956 og ca. 150.000
metric tonn 1957. Um aflann
1958 eru engar tölur, en talið að
hann hafi verið talsvert lægri
heldur en bæði hin árin.
Þrátt fyrir þá aukningu sem
orðið hefur síðustu árin á þorsk-
veiðiflota Spánverja, flytja þeir
ennþá inn talsvert af saltfiski,
og var það á tímabilinu janúar
til nóvember 1958 um 14.293
metric tonn. Árleg heildarneyzla
Spánverja af þurkuðum salt-
fiski er talin vera um 70.000
metric tonn, en af einhverjum
ástæðum mun neyzlan hafa dreg-
ist saman eftir borgarastyrjöld-
ina.
Kaupum síld og annan fislc til verkunar.
Fljót og góð afgreiðsla.
127