Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Blaðsíða 24
Prufessor Juri Spassokukozlci;
Meðalaldur hundrað ár!
Það eru til margar sagnir um
fólk, sem náð hafi mjög háura
aldri, en ekki hefur ávallt tekizt
að sannprófa réttmæti þeirra.
Ábyggilegar verða slíkar frá-
sagnir aðeins taldar, sem hægt
er að sannreyna með uppruna-
legu fæðingarvottorði eða saman-
burði við ættmenni og atburði
sem átt hafa sér stað á aldurs-
skeiði viðkomanda. í mörgum til-
fellum hefur þó tekist að fá upp-
lýsingar hjá ættfólki um ein-
staklinga er hafa náð 140 og 160
ára aldri. Margir véfengja, að
nokkur manneskja geti náð svo
háum aldri. En þeir eru einnig
til sem halda því fram, að
mannslíkaminn geti náð eilífum
aldri!
Til slíkra hugleiðinga leiðast
menn ósjálfrátt, þegar það er
vísindalega sannað, að þá þætti,
sem eldast og hrörna, endurnýj-
ar mannslíkaminn jafnskjótt
sjálfkrafa. Sú spurning er því
ekki óeðlileg, hvort ekki sé hægt
að framleiða lyf, er sjái um að
slík endurnýjun stöðvist aldrei?
Raunverulega skiptist á í hin-
um lifandi líkama, eyðilegging
og endurnýjun. Til dæmis eyði-
leggjast margar milijónir rauðra
blóðkorna, og endurnýjast á
hverjum einasta sólarhring. Og
vísindamenn hafa nú sannað svo
ekki verður um villst eftir mikl-
ar rannsóknir, að allur manns-
líkaminn endurnýist á um það
bil sjö árum, — en þó með einni
mjög afdrifaríkri undantekn-
ingu.
Allir vefir líkamans hafa þessa
furðulegu endurnýjunar eigin-
leika — nema aðaltaugakerfið,
sem stjórnar allri lífsstarfsem-
inni. Endurnýjun líkamsvefj-
anna tregðast þó í hraða með
aldrinum, og segja má að aðal-
skeiðin séu þessi: ungbarn, æska,
þroski, aldur, elli.
Spurningin um hvort skils-
munur sé á náttúrlegri og sjúk-
dómslegri aldurshrörnun, er ó-
leyst ennþá. Margir halda því
fram, að eingöngu sé um að
ræða ein ellitakmörk, er hefjist
um sextugsaldur og ljúki um sjö-
tugs eða áttræðis aldur. Lengra
líf beri að telja til afbrigða.
Þessi skoðun á rót sína til þess
að rekja, að fram til þessa hefur
verið mjög fátítt að fólk nái
langt yfir níræðisaldur, og að-
eins örfáar undantekningar um
100 ára aldur.
Bogomolez líffræðistofnunin
var byrjuð fyrir síðari heims-
styrjöld að safna heimildum í
Kákasus um háan aldur manna,
og eftir styrjöldina var þessum
rannsóknum haldið áfram. Kom-
ið hefur í ljós að í Úkraine eru
ellefu þúsund manns yfir nírætt.
Þar af eru 1145 yfir hundrað
ára, og af þeim rúmlega eitt
hundrað yfir 110 ára gamlir, og
sá elsti sannanlega 122 ára gam-
all.
Nákvæmar rannsóknir hafa
leitt í ljós, að 90 til 100 ára ald-
ur getur ekki lengur talist nein
tilviljun, en er líffræðilega nátt-
úrleg staðreynd, þar sem aldur
Boris Bukrejcw prófessor.
þessa fólks er ekki bundinn við
nein sérstök landfræðileg tak-
mörk, heldur er það dreift víðs-
vegar um Ukrainu. Því hefur
verið haldið fram, af sumum líf-
eðlisfræðingum, þó að það virð-
ist hjákátlegt, að sjúkdómar séu
manninum nauðsynlegir, og að
líkaminn styrkist við að yfir-
stíga þá. Langlífi þessara
Ukrainubúa virðist þó kollvarpa
slíkri kenningu, því fæstir þeirra
höfðu nokkurntíma haft af sjúk-
dómum að segja.
En getur þá fólk, sem hefur
átt við sjúkdóma að stríða náð
svo háum aldri? Vissulega, en
það er talsvert sjaldgæfara. Mik-
ilvægasti þátturinn er einnig 1
þessu sambandi ástand aðal-
taugakerfisins, ástand mikilvæg-
ustu líffæranna, og loks einnig
lifnaðarhættir fólks. Önnur
spurning, sem einnig kemur oft
fram, er hvort aldurinn sé mis-
jafn milli kynja. Samkvæmt
spjaldskrá Ukrainufólksins eru
% af því konur, en % karlmenn.
Samkvæmt skýrslum líffræði-
stofnunarinnar eru um 90 af
hverju hundraði hinna langlífu
landbúnaðarfólks. En þó ber að
taka til greina, að mestur hluti
íbúa landsins hefur um langan
aldur stundað landbúnað. Þó eru
einnig meðal hinna langlífu
borgarfólk úr öllum atvinnu-
stéttum. Tiltölulega oft virðist
andlegrar stéttar menn eins og
fræðimenn og skáld ná háum
aldri. Þetta hefur orðið til þess,
að menn fóru að hugleiða hvort
andlegur þroski væri afleiðing af
sérstaklega heilbrigðu tauga-
kerfi. En rannsóknir hafa leitt
í ljós, að ekkert sérstakt sam-
band virðist vera þar á milli. Því
langlíft fólk er úr öllum stéttum
og atvinnugreinum. í Kiev eru
t. d. hundruð manns yfir átt-
rætt, og tugir yfir nírætt.
Þar sem hér er rætt um lang-
lífi, er átt við fólk, sem komið er
yfir nírætt, og skal nú nánar
skýrt frá einum slíkum. Dmitri
Malinski fæddur 1849 nálægt
Poltava, landbúnaðarverkamað-
ur. Hann hefur alla sína ævi átt
VÍKINGUR
128