Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Page 33
0.105.000 f. Kr. í síðasta sinn liggja ísbreið ur um Alpadali og N-EVKÓPU (Wiirm-ísöldin). — Hið hánorræna hreindýr er á ferðinni sunnan við Pyrenæafjöll og mammútinn í íta- líu. I fjalldölum og brekkum hefur harðviði íshafslandanna útrýmt hin- um fjölbreytta jurtagróðri mið-ís- tímabilsins. Neanderdals-maðurinn reynir að draga fram lífið og búa í djúpum hellum kalkfjalla, en oft verður hann að berjast um húsaskjólið við grimm rándýr eins og hellnaljón og liellnabimi. — Hin margra metra þykku úrgangshaugar sýna greini- lega, að þeir hafa um langan aldur verið á vixl bústaðir manna og villtra dýra. í ítalíu og á Spáni er veðráttan mildari og þar lifir neanderdals- maðurinn á bersvæðum. Verkfæri þeirra eru að mestu miklu ófull- komnari og einfaldari heldur en kyn- bræðra þeirra norður frá, þar sem hætturnar þvinga mannveruna til þess að beita öllum kröftum og hugsun til þess að sigrast á erfið- leikum lífsbaráttunnar. Moustier-menningin er að líða undir lok. Meðan ísöldin þjappar fastar að, dvín lífskraftur neander- dals-mannsins hægfara niður. 0.85.000 f. Kr. Neanderdals- mennirnir virð ast horfnir frá EVRÓPU og algjör- lega ný manntegund hefur tekið sér bólfestu í hellum þeirra og kletta- skorum. Hinir ókunnu koma frá austri og eru fyrstu þekktu full- trúar nútímamannsins á meginlandi Evrópu. í útliti svipar þeim til nú- verandi frumbyggja Ástralíu, sem einnig er talin standa næst þeirri frumveru, sem nútímamaðurinn eigi rót sína að rekja til. Um hin raun- verulegu örlög neanderdals-manns- ins er aðeins hægt að byggja á til- gátum. Yfirbuguðust þeir af kuld- anum og baráttunni við villidýr, eða var þeim útrýmt af hinum nýju inn- flytjendum, eða er hvoru tveggja þetta ástæðan fyrir hvarfi þeirra? í hinu mildara loftslagi ítalíu og Spánar lifa þeir talsvert lengur en annars staðar í Evrópu. Hin nýja verkfæra- og vopna- menning (Aurignac) ber vott um algjör umskipti frá háttum fortíð- arinnar, enda þótt ennþá verði vart að hinir nýju innflytjendur hafi að einhverju leyti og í einstöku tilfell- um notað eldri vopnin. Aurignac- veiðimennimir eru þó miklu snjall- ari til þess að notfæra sér mögu- leika fleinsins. Þeir smíða fyrstu stingvopnin. (Næst: 0.65.000 f. Kr.) —o-O-o— Maður nokkur hafði verið tekinn ölvaður á almannafæri. Með því að þetta. var fyrsta brot, og maðurinn ekki líklegur til að vera mjög synd- ugur í þessum efnum, var honum sleppt með smásekt og strangri á- minningu. —- Og látið mig nú aldrei sjá yður framar, sagði fulltrúinn með á- herzlu. — Því get ég ekki lofað, sagði maðurinn. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess, að ég er innan- búðar í Áfengisverzluninni. 8TEINAVÖR H.F. Norðurstíg 7, Reykjavík — Sími 24123. Erum einkaumboðsmenn fyrir ROLLS ROYCE diesel bátavélar í stærðum 100 til 400 hestöfl, og BHKmarine^^ bátavélar í stærðum 34/55 og 50/86 hestöfl. Bæði merkin eru 1. flokks vélar, sterkar, spameytnar og öruggar. Áherzla lögð á góða varahluta og leiðbeiningaþjónustu, í samvinnu við Vélaverkstæði Bjöms & Halldórs, Síðumúla 9, Reykjavík. VÍKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.