Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 3
Þessir menn áttu drýgstan þátt í mælingunum. Talið frá vinstri sjást: Árni Valdimarsson, Róbert Dan Jensson, Gunnar Bergsteins-
son, aðalstjórnandi mælinganna, og Guðmundur Kærnested, skipherra á varðskipinu Þór.
framkvæmdar á um 3500 ferkm.
svæði, sem markaðist af Þrí-
dröngum að austan, Sel,vogsvita
að vestan og fiskveiðitakmörk-
unum að austan. Þarna hafa sjó-
mælingar ekki farið fram frá því
um síðustu aldamót, að Danir
höfðu þær með höndum.
En þá voru nú tækin ívið frum-
stæðari; hand-djúplóð, sextantar
og sjónarmið aðeins úr landi. 6—
8 sjómílur voru þá á milli hinna
jafnhliða lína, sem siglt var.
Geta menn gert sér Ijóst hinn
mikla mun á nákvæmni sjómæl-
inganna þá og nú. Þriðji þáttur
leiðangursins, sem einnig var
mikilvægur voru mælingar, sem
kanna berggrunninn undan land-
inu, styrktar af Vísindasjóði Is-
lands. Fóru þær fram á vegum
Raforkumálaskrifstofunnar og
voru undir stjórn Guðmundar
Pálmasonar, verkfræðings.
Mælingar þessar eru annars
eðlis og eru fólgnar í könnun á
eðlis- og efnafræðilegu ástandi
undirstöðunnar undir berggrunn-
inu, en þær fóru einnig fram á
Faxaflóa í fyrrasumar.
Þessar mælingar fara þannig
fram að skipið siglir eftir ákveð-
inni línu, og með ák,veðnu milli-
bili, 3—10 km. eru sprengdar
dínamit sprengjur, sem festar
eru í flotholt og sökkt á 20 metra
dýpi og sprengdar í um 200 metra
fjarlægð frá skipinu.
Taug frá hvellhettunni liggur
um borð í skipið. Mælitæki eru í
landi og með radiosambandi er
tilkynnt þangað hvenær spreng-
ing fer fram. Tæki mæla svo
tímann, sem tekur hljóðbylgjurn-
ar að berast á milli og eru þau
svo nákvæm, að þau taka tímann
allt að einn hundraðasta úr sek-
úndu og ná mælingarnar niður í
allt að 10 km jarðdýpt. Þegar
lokið er við að vinna úr þeim,
eiga þær að gefa mikilsverðar
upplýsingar um sjálftberggrunn-
ið. (Ég vona þau bergmáli að við
eigum Stöpulinn, sem fsland
stendur á!)
Mælingarnar voru framkvæmd-
ar í 4 línum, sem þéttastar voru
næst landinu, en millibilið óx
eðlilega eftir því sem utar dró.
Fyrst var mælt um 100 km. S af
Þorlákshöfn, þá frá Þorlákshöfn
aðra 100 km. til viðbótar í línu,
sem lá milli Vestmannaeyja og
Surtseyjar. Endapunktur einnar
línunnar var miðaður við Dimon
Framhald á bls. 221
VÍKINGUR
183