Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 4
Jón Otti Jónsson.
M
E
R
K
M
Y
N
D
f 5. IwlublaAi Yíkings var IieitiiY 1000 kr. verA'-
laummi ]ieim, er (iæli ii|i|>Ivsl lilaftift um lieiti maun-
auiia ú myiiiliiiiii til lisegri.
.lún Otti .lúnsson, iyrrveramli ski|istjúri. kom
með öll nöfuin og atlivglisverð'ar ii|>|ilýsing:ir nm
skip og menn.
Við Jiökkum .lúui skjút viðbrögð og merkar u|i|i-
lýsingar.
y __________________________________________________J
í 5. tölublaði Víkingsins er for-
síðumyndin talin vera skipshöfn
af togaranum Snorra Goða, þetta
er ekki að öllu leyti rétt, raunar
mætti segja að þetta væri skips-
höfn af togaranum Snorra
Sturlusyni.
Það var í febrúar 1911 að
„Snorri Sturluson" seldi afla
sinn í Grimsby, og var þá stadd-
ur þar Thor Jensen, forstjóri, og
hafði hann þá fest kaup á 5 ára
gömlum togara, og var sá skírð-
ur Snorri Goði, en hét áður
„Canadian.“ — Mynd þessi var
tekin við Royal Hotel í Grimsby,
og að sjálfsögðu vantar ýmsa,
því þetta eru aðeins 16 menn, og
sigla þurfti 2 togurum heim.
Að sögn Gísla Jónssonar, fyrrv.
alþingismanns, man hann eftir 4
mönnum, sem aldrei fóru um
borð í Snorra Goða, heldur
sigldu á „Gamla Snorra“ heim,
og voru það þeir Jóel Jónsson,
Kristján Kristjánsson, Magnús
Daðason og hann sjálfur.
Allir þeir sem á myndinni eru,
og ýmsir fleiri eru menn, sem ég
undirritaður sigldi með, þegar ég
byrjaði til sjós sem unglingur, og
minnist ég þeirra að góðu einu,
en ég var á Stýrim.skóla þegar
myndin var tekin.
Ritstjórar Víkingsins óska
þess að einhver sem veit um nöfn
allra þessara, sem á myndinni
eru, birti þau, og skal ég verða
við þeim tilmælum.
Skýringamiynd við myndina til liœgri.
Með' því að ath. númerin má sjó hvað
hver maður heitir.
No. 1. Þorsteinn Þorkelsson,
bátsmaður, Hafnfirðingur, mesti
vinnuþjarkur, sem ég hef siglt
með, og er þá mikið sagt, því ég
hefi séð til margra duglegra
manna í 40 ár á togara.
★
Nq, 2. Jóel Jónsson, Árnesing-
ur, var stýrimaður þegar þessi
mynd var tekin, seinna skipstj. á
Skallagrími (eldri), „Þór“ og
„Gylfa,“ dó ungur úr lungna-
bólgu í Hull árið 1921, var glæsi-
menni.
★
No. 3. Björn Ólafsson frá Mýr-
arhúsum, skemmtilegur skipstj.,
síkátur og léttlyndur.
★
Jón Otti Jónsson. No. 4. Sigurjón Kristjánsson,
1. yélstjóri, fæddur að Hagaseli í
Staðarsveit.
184
VÍKINGUR