Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 7
Finnbogason, faðir minn, síðar í Reynisdal. Allir þessir menn sem nefndir eru voru úr Reynishverfi og veiddu í Reynisfjalli. Víkur- bændur höfðu og sína veiðimenn, en mér er ekki kunnugt umhverj- ir þar hafi fyrstir byrjað að veiða í háf. 1 Dyrhólaey hafa ef- laust verið þeir Guðbrandur á Loftsölum og Friðrik á Litlu- Hólum, voru þeir fræknir fjalla- menn og dranga. Þegar ég var að alast upp í Reynisdal, var fuglaveiði stund- uð af miklu kappi. Faðir minn, Magnús, fór oft í fjall með háf, en farinn var hann að fækka fjallaferðum þá. Reynishverfing- ar skiptu dögum til veiða í Reynisfjalli, og voru það ekki all- ir búendur sem stunduðu veið- arnar. Réðu þeir sér þá veiði- menn til þess að veiða fyrir sig á sínum dögum í fjallinu. Finnbogi Einarsson frá Þórisholti, síðar í Presthúsum var annar sá veiði- maður í Reynisfjalli, sem mest veiddi, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, hinn var Páll Tómasson í Presthúsum. Báðir þessir frænd- ur voru ákaflega slungnir að veiða í háf, bæði fýl og lunda, veiddu þeir til helminga, og fékk sá er heima sat aðeins helming veiðinnar dag hvern, voru það engin kosta kjör fyrir veiðimenn- ina, sem voru í stöðugri hættu í fjallinu. Margii’ fleiri voru góðir veiðimenn í háf, en ég hygg að afkomendur Einars hreppstjóra Jóhannssonar í Þórsholti hafi langsamlega verið í meirihluta um alla veiði og fjallaferðir um áratugi. Mér var starsýnt á ýmsa veiði- menn í Reynishverfi þá er þeir voru að koma úr fjallinu, með lundann í röð um sig miðjan og stórar kippur á öxlum. Þetta fannst mér að hlyti að vera eftir- sóknarvert starf. Og strax á eft- ir fermingu kom ég mér upp háf til lundaveiða. Það var ekki hlaupið að því fyrir ungling að komast í góða- setu á vorin, þeir sem eldri voru og reyndari voru alltaf á undan á morgnana, en síðar þá er ég elt- VÍKINGUR Hálsanef og Grindanef. ist og æfðist í íþróttinni, gaf ég þeim ekki eftir. Það var um hálfrar stundar gangur að heim- an frá mér fram á bjarg, og bratt að komast upp á fjallið. Svipuð vegalengd var hjá flest- um veiðimönnum úr Reynis- Iiverfi. Það var stytzt frá Görð- um, bærinn stendur undir fjall- inu suður við hafið. Þegar að komið var suður á fjallsbrún, gein við hengiflugið, fjallið var um 300 m hátt og þverhnípt í sjó fram. Þarnavoru veiðistaðirnir sunnan í fjallinu og var þar veitt í austurátt. Til þess að komast niður í bjargið varð að fara niður keðjustiga, sem hékk lóðrétt frá brúninni 30 metra niður. Ég varð alltaf að hafa háfinn með mér á niður- göngunni, og hélt ég honum venjulega í hægri hendi, hélt um aðra spækina, gekk ég svo aftur á bak niður stigann og hélt mér með báðum höndum. Þessi leið var ekki fyrir lofthrædda menn að fara, en veiðimennirnir voru víst flestir ósmeykir að skella sér út í ævintýrið. Þegar að keðju- stiganum sleppti var komið nið- ur á Stand. — Standurinn var drangur, sem eftir hafði staðið einhverntíma þá er hrunið hafði úr bjarginu, var álnar víð sprunga bergmegin, svo að hann hefur verið kominn á stað þegar að hljóp úr bjarginu, en stöðvað- ist. Standurinn var ekki stór um sig, breiddin rúmlega háfslengd- in og lengdin dálítið meira.Þetta var bezta setan í Reynisfjalli við lundaveiði, og einnig við fýla- veiði undir vissum staðháttum, í snjógangi á vetrum var Stand- urinn góður til fýlaveiða. Þarna á Standinum var setið með háf- inn og fuglinn hæfður þá er hann flaug yfir Stand-brúnina. — Ég komst fljótt á lagið að veiða fugl- inn, og ég held að ég megi segja að ég hafi náð ekki verri árangri en aðrir veiðimenn þarna í Reyn- isfjalli, en kappið um seturnar var mikið um lundaveiðina. Þá var dögum ekki skipt eins á vetr- um við fýlinn. Af Standinum lá vegur niður bjargið. Var víða mjög tæpt að fara og hælar og fleygar rekn- ir niður til þess að ná fót- og handfestu. Var sú leið ófarandi nema fyrir þaulkunnuga menn og fullhuga. Á leiðinni niður voru tveir veiðistaðir, auk þess þriðja, sem var Rótarpallurinn- Hinir veiðistaðirnir heita Land- urðaröxl og Hælnef. Þar fengu þeir að vera sem síðbúnir urðu að morgni til veiða, og eins var verið niður í LFrðum, sem eru meðfram bjarginu. Á þessum stöðum veiddist venjulega lítið, á móts við góðu seturnar Standinn og Rótarpallinn. í þíðviðristíð á vetrum var Rótarpallurinn bezta setan til fýlaveiða. Þar veiddi Páll Tómasson sína mestu veiði á dag, 290 fýla og hefur því meti ekki verið hnekkt síðan. Fuglinn flaug alltaf í hringi við bjargið, flugið var meðfram bjarginu og svo útundir Dranga og svo að bjarginu,meðfram bjarginu flýg- ur hann ávallt upp í vindinn, en beygir svo út að Reynisdröngum þá er hann er kominn austur undir Horn, þar sem að bjargið fer að beygjast til norðurs. Þetta er alveg viss „rúta“ hjá fuglin- um. Þetta sem hér hefir verið sagt 187

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.