Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 8
á við veiði í Reynisfjalli að sunn-
anverðu, en svo var einnig veitt
vestan í fjallinu í vestan og norð-
an áttum. Þar voru nokkrar
setur sem vel veiddist, stundum
þegar að góð átt var og vindur
var hagstæður. Þar voru þessir
veiðistaðir: Höfn, Grindanef,
Hálsanef, Pína og Hælstó. Á öll-
nm þessum stöðum veiddist oft
/el þegar að vindáttin var þeim
inegin.
Venjulega báru veiðimenn veiði
sína heim með sér að lokinni
dagsveiði, svo fremi að hún væri
berandi. Af lunda bárum við allt
að einu hundraði, en af fýl ekki
meira en fimmtíu fugla.
Eg bar einu sinni upp keðju-
stigan af Standinum eitt hundr-
að lunda og háfinn að auki, ég
hét því að gera það ekki aftur.
Hefi ég sjaldan komist í meiri
raun. Bar ég svo þessa 100 lunda
heim til mín og var það leikur
einn á móts við það að bera þá
unn biargið. Mest veiddi ég af
fvl á dag, 240 fugla, var það á
Standinum í sniókassa og einkar
hagstæðu veiðiveðri. Ég skildi
alla veiðina eftir á Standinum,
og fórum við faðirminn, Magnús,
með hest og band fram á bjarg
daginn eftir. Eg fór niður og
kippaði, en hann halaði kipp-
urnar upp. Var þetta álitleg
hrúga þá er allt var komið upp á
einn stað. Var ég vel ánægður
með veiðina og hrósaði happi yf-
ir miklum feng.
Mjög voru þessar fjallaferðir
hættulegar, ekki sízt að vetri til
þá er allt var frosið og snjór í
bjarginu. Vorum við þá alltaf í
fjallajárnum og veitti ekki af.
Þá var það karlmennsku raun
að sitja allan daginn hreyfingar-
laus á sama stað í kuldaveðri, og
stundum blautir, en um þetta
dugði ekki að fást. Þessar veiðar
voru einn liðurinn í lífsbarátt-
unni, og hjá mörgum fjölskyldu-
manninum all veigamikill þáttur
í því að komast sæmilega af. Það
mátti heita sérstakt lán að aldrei
urðu nein slys á þeim er fjallið
stunduðu, en oft mátti lítið út af
bregða, eitt misstigið fótmál gat
orðið nóg. Við veiðimenn í Reyn-
isfjalli reyndum að hafa allt í
sem beztu lagi í því er að starfi
okkar laut, við vorum djarfir, en
þó varfærnir, og hvert fótmál
var vandlega yfirvegað áður en
það var stigið. I þessum ferðum
gilti ekkert annað en karl-
mennska og sjálfstraust án þess
komst enginn feti lengra. Ýmis-
legt bar við í þessum ferðum.
Vorið 1932 vorum við þrír í
lunda, úr Reynishverfi, auk mín
voru þeir Gísli Skaftason frá
Reynishjáleigu og Vigfús Ólafs-
son frá Lækjarbakka. Eg var að
veiða á Rótarpallinum, en þeir
fóru niður í Urðir að veiða þar.
Ég hafði ekkert samband við þá
um daginn, sá aðeins til þeirra
öðru hvoru. En þegar að ég kom
heim frétti ég að þeir hefðu fund-
ið lík í urðunum niður við sjó.
Reyndist það vera af Gísla Run-
ólfssyni frá Heiðarseli á Síðu.
Það varð bátstapi í Vík um vet-
urinn. Auk Gísla drukknuðu þeir
Dagbjartur Ásmundsson og Ein-
ar Gísli Sigurðsson. Þetta var af
bátnum „Blika,“ formaður var
Gísli Sigurðsson frá Búlandi.Var
hann óvanur sjósókn, en fór í
fiskiróður með mönnum austan
yfir Mýrdalssand. Það fór ekki
vel, og hafði lík Gísla falist í
Urðunum þar til að Gísli og Vig-
fús fundu það sem fyrr segir.
Fengu þeir sér mannhjálp og
báru líkið heim að Görðum. Þar
var það kistulagt og síðan flutt
austur yfir Mýrdalssand og jarð-
sett þar.
Svo fór um sjóferð þá.
Nú hin síðari ár heyri ég sagt
að Mýrdælir séu alveg hættir að
stunda fuglaveiðar í háfogfinnst
mér það mikil afturför frá því
sem áður var. Þá lærðu tápmestu
unglingarnir þessa íþrótt og tóku
svo við af þeim eldri.
En Mýrdælir hafa farið inn á
viðskiptasviðið og mæna nú eftir
hverjum mjólkurlítra, sem þeir
senda út í Flóabú. Þetta kalla
þeir leið til hagsældar og velmeg-
unar og um það þýðir víst ekki
að fást. En í huganum minnist
ég margra samferðamanna, sem
iðkuðu veiðiíþróttina með huga
og hönd gripu hvern fugl, sem að
í færi kom, spenntir og stæltir
fullhugar, sem kunnu vel fótum
sínum forráð.
*
BVV*
■ B ■ ■
■ ■ ■ ■ B
_■_■_■_
í VINNUDEILU FARMANNA
TEKINN TIL STARFA
Gerðardómurinn, sem skipaður var með bráðabirgðalögunum í júnímánuði s.l. til
að fjalla um kaupgjaldsmál yfirmanna á kaupskipaflotanum, er tekinn til starfa.
Dóminn skipa eftir útnefningu Hæstaréttar þeir: Guðmundur JónBson, borgar-
dómari, formaður, Guðmundur Skaftason, lögfræðingur og Torfi Ásgeirsson, hagfræð-
ingur.
■"■'
■_■_■■
_■_■ ■
VlKINGUR
188