Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 17
að handsama og eyðileggja feg- urðina í hverju einasta landi, knúsa hana á sama hátt og slag- hörpuna hans Mozarts. „ó, þér, þér, drengilegi aula- bárður! Yðar land sleppur ekki. Áformin eru þrauthugsuð; 5. herdeildin vinnur þarna handan, nætur og daga, og útsendarar hans eru iðjusamir. Éru allir Ameríkumenn eins og þér, — reiðubúnir að deyja fyrir fagurt hugtak? Verja fegurðina, vernda þá veikbyggðu og láta líf- ið fyrir þá?“ Við drepum fegurðina og við sigrum þá veiku, því við verðum að öðlast valdið- Eg hefi selt mig Grunze til að fá vald. Ég á ekki lengur sál mína. Þýzkaland á ekki lengur sína eigin sál.... Hiram — ég verð að snerta yður, aðeins einu sinni, ég verð... “ En það var Hiram, sem tók hana. Óhreinn og blóðugur sem hann var, hafði hann þegar tekiS hana, við að heyra að hún var eign dr. Grunze. Ástarleikur þeirra tók á sig mynd óreglulegra slagsmála lík- ama og sálar, þar sem hvort um sig hugsaði um það eitt að taka og tileinka sér sem þau girntust og þráðu. Hiram tók yndisþokka hennar, orku og æsingu, en hún beitti sér við að svipta hann krafti hans frjálslegu sjálfi og hetjulund. Það var sem hún reik- aði áfram í sinni andlegu eyði- mörk og fynndi að lokum krist- alstæra svölun. Hungruð ástríða hennar tók á sig blæ trúarlegrar tjáningar. Blóðið, sem draup úr sárum hans og litaði líkama hennar gat ef til vill þvegið hana hreina. Og Hiram tók hana af holdugri fýsn og vegna þess, að hann með því bauð bæði guði og mönnum byrg- inn- Klukkan var sjö um morgun- inn þegar hann fór frá henni. Frá húsinu lágu neðanjarðar- göng undir aðra byggingu með útgangi í stutt afskekkt mjó- stræti er lá út að Raucherstrasse. Hann þurfti þvi ekki að nota hinn hátignarlega útganginn til Tiergartensstrasse, sem gat ver- ið vaktaður. Honum fannst hann allur af göflum genginn eftir allt það, sem hann hafði séð og reynt, en nú hafði hann fengið heldur betur efni í blað sitt og það hélt honum uppi. Hann tók bíl út í Friedrich- strasse og sá hvernig þeir höfðu herjað og rænt verzlanirnar í bogagöngunum. Hann sá börnin róta í rústunum eftir leikföngum. Þau voru útötuð í framan af sæl- gæti, sem þau höfðu nælt sér í annarsstaðar. Hann ók um fleiri götur og sá meiri eyðileggingu. Hann fór loks til hótels síns og skrifaði grein sína. Hann hafði enga hugmynd um hvernig hann færi að koma henni út úr Berlín, en skrifa varð hann og frásögn hans varð bitur og beizk lýsing manns, sem sveið undan sínum eigin sárum. Setningarnar spruttu fram með lifandi lýsingu á atburðum næturinnar, brotnum spegilrúð- um glæsilegra verzlana og drjúp- andi blóði frá misþyrmdu fólki. Hann var úttaugaður á líkama og sál, þegar hann lauk grein- inni, en hann unni sér ekki svefns eða hvíldar Honum hafði komið ráð í hug. Hann hafði ekki undir- ritað greinina og lét afrit að henni í umslag, sem hann boð- sendi til Biedemanns á skrifstofu „Varðmannsins" í Dorotheen- strasse. Frumritinu stakk hann í vasann og labbaði með það til rit- símastöðvarinnar í Lehrter- brautarstöðinni, og þar hjá hin- um önnum kafna ritsíma, afhenti hann hana sem símskeyti til Wallace Reck, Hotel des Am- bassadeurs í Prag. Hann borgaði skeytið, gaf upp falskt nafn og heimilisfang, hraðaði sér heim á Hotel Adlon og beint í rúmið- Biedemann fékk greinina, las hana og varð gulgrænn í fram- an. Skjálfandi á beinunum læsti hann sig inni á einkaskrifstofu sinni, bar eld að blöðunum í eld- stónni og sat og skalf, þar hún var brunnin til ösku, þá dreifði hann öskunni í duft með skör- ungnum. En símritari á Lehrter-stöðinni sendi greinina til Prag. Það kost- aði hann síðar vist í fangabúðum. Eina afsökun hans var sú að hann hefði verið þreyttur og syfjaður og að skeytið hefði ekki átt að fara til Ameríku, Eng- lands eða Frakklands. Reck sím- sendi óðar greinina til New York. Hiram svaf ellefu tíma. Klukk- an var eitt um nóttina, þegar hann vaknaði við að síminn á náttborði hans hringdi. Það var Irmgard: „Hiram, ó, ég verð að sjá þig. Kemurðu ekki núna.. . gegnum Rauchstrasse, ég bíð þín þar... Hiram... “ „Jú, ég kem,“ svaraði Hiram Holliday. Framhald í næsta blaði. iimiimimmiiimmiiimiiiiimiiimiiiiiii SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓR/V Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 13.80—17.30 föstud. 13.30—18.30 lokað laugardaga. iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu 197 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.