Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 22
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum
Sigurður Einarsson.
Smíðaður í Danmörku 1908.
Sigurjón Jónsson.
„Olga Esbjerg“ 7,00 tonn.
Smiðuð í Danmörku 1907.
Sveinn Sigurhansson.
„Gammur“ 9,00 tonn.
Smíðaður í Danmörku 1913.
Sigurður Einarsson, Hrauni,
var fæddur að Stórumörk undir
Eyjafjöllum 11. júlí 1885. For-
eldrar Einar Ólafsson, bóndi og
kona hans Katrín Sæmundsdótt-
ir. Með þeim ólst hann upp. —
Strax og aldur leyfði fór Sigurð-
ur í ver til Eyja, þá á opið skip,
allt þar til vélbátarnir komu.
Hann keypti part í einum þeim
fyrsta, „Farsæl,“ og varð þar
vélstjóri. Hann var með bátinn í
landferðum, vikulega að Fjalla-
sandi og víðar eftir sem leiði
gaf. Vertíðina 1912 var Berg-
steinn Bergsteinsson að Tjörn-
um ráðinn fyrir „Farsæl.“ Hafði
hann verið með bátinn vertíðina
áður og gengið mjög vel. 27. des.
1911 ákvað Sigurður að sækja
Bergstein formann á „Farsæl.“
Leggur hann af stað við sjötta
mann. Sóttist ferðin vel, en brim
Frh. á bls. 210
Sigurjón Jónsson, Víðidal, var
fæddur að Vesturholtum undir
Eyjafjöllum 3. júlí 1887. For-
eldrar Jón Sveinbjörnsson, bóndi
og sýsluskrifari og kona hans
Björg Guðbrandsdóttir. Er Sig-
urjón var tveggja ára, fluttu for-
eldrar hans til Grindavíkur og
áttu þar heima nokkur ár. Fluttu
þau aftur undir fjöllin að Ásólfs-
skála. Ungur hélt Sigurjón til
Eyja og réðist á „Ingólf" til Guð-
jóns frá Sandfelli. Var hann
með honum til 1911. í millitíð-
inni lærði hann og trésmíði. Eft-
ir það réðist hann á „Olgu Es-
bjerg,“ sem formaður eina ver-
tíð. Síðan lagðist hann í útgerð
með Sveini Jónssyni frá Landa-
mótum. Hét sá bátur „Sæfari.“
Eftir það kaupir hann „Örn“
með Friðriki Svipmundssyni og
er með honum á þeim bát til
Frh. á bls. 210
Sveinn Sigurhansson var fædd-
ur að Stóru-Mörk undir Eyja-
fjöllum 21. júní 1892. Foreldrar
Sigurhans Ólafsson og kona hans
Dórote Sveinsdóttir, búandi þar.
Hann fluttist með foreldrum sín-
um að Gerðakoti í sömu sveit og
ólst þar upp. 1911 fluttist fjöl-
skyldan til Eyja. 1918 byrjaði
Sveinn sjómennsku með Guðjóni
á Heiði á „Friðþjófi I.“ Síðar
með sama formanni á „Gammi"
til vertíðarloka 1918, þá ávallt
vélamaður. 1919 tók Sveinn við
formennsku á „Gammi“ og var
með hann í tvær vertíðir. Hann
átti og hlut í þeim bát. Eftir það
fór Sveinn í sitt fyrra starf og
var vélstjóri fram yfir 1940. Var
hann ávallt í beztu plássunum og
með dugnaðar formönnum eins
Ólafi Ingileifssyni og Stefáni
Björnssyni í Skuld. Enda Sveinn
Frh. á bls. 210
202
VÍKINGUR