Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Page 27
» Til ritstjóra Víkings: Ef þið kœrið ykkur uni, þá lána ég ykkur hér mynd af „Snorra Goða.“ Myndin er tekin 1911 eða 1912, það var búið að gjöra það klárt til síldveiða, nótin sést búlkuð aftur á hekki, og er skipið á leið til Viðeyjar að taka kol, sést vesturendi eyjarinnar á stjórnborða, og mun Geldinganesið vera framundan á bakborða. Þetta var fallegt skip að sjá, á þeirra tíma mæli, en ekki að sama skapi gott sjóskip. Jón Otti. V___________________________________________________________________________________________________________________J sína koma inn í Austfirðina — Seyðisfjörð með fiskinn og lét flaka hann þar í landi. Á meðan gátu sjómennirnir hvílt sig. Aðr- ar útgerðir reyndu að láta háset- ana gera að aflanum um borð, þótt þeir gætu varla nokkuð fyr- ir þreytu og sárum. Skipstjórarnir gátu ekki stopp- að, þeir urðu að hamast. — Já, annars urðu þeir reknir. Vinnuharkan var svo mikil þá. En var það ekki annars Guð- mundur á Reykjum, sem fyrstur fór að láta menn sína sofa? — Jú, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðmundsson frá Nesi taka fyrstir upp á því að láta sofa dálítið hjá sér. Þeir voru skipstjórar á stærstu skipunum, Skallagrími og Þórólfi. Og árangurinn lét ekki standa VÍKINGUR á sér. Þeir fengu mikið meira út úr fólki sínu við þá breytingu. — Varstu með Guðmundi á Reykjum? — Já, ég var lengi með Guð- mundi. Það var prýðis maður. Skammir eða stóryrði þekktust ekki hjá honum. Hann var bráð heppinn og vel liðinn yfirmaður. — Manstu eftir nokkru skemmti- legu frá þessum árum? — Já, alltaf var nú eitthvað spaugilegt að ske. Ég man eftir einu atviki, bæði alvarlegu og spaugilegu. Þetta var 3ja árið mitt til sjós. Ég var kokkur á40 tonna kútter er „To venner“ hét. Við vorum þá að fiska rétt um sumarmál í Grindavíkursjó. — Sjáum við þá reyk frá skipi, sem kemur austan að. Var það mjög sjaldgæft í þá daga að sjá slíkt. Skyndilega setur skipið á mikla ferð- Var þetta þá danska her- skipið að koma upp. Sá það nú togara, sem búinn var að vera að veiðum í nokkra daga alveg uppi við landsteina. Er togarinn verð- ur varðskipsins var, setur hann á fulla ferð vestur og skilur eftir trollið, en varðskipið skýtur að honum skotum og nær togaran- um. Seinna fréttum við, að togar- inn hefði aðeins hirt kola og lúðu, en gefið opnu bátunum allan þorskinn og hefðu þeir hver af öðrum haldið fleytifullir til lands af fiski. Varðskipið tók 2 menn af þess- um bátum til vitnis um hegðan togarans inn til Reykjavíkur. — Mennirnir ætluðu ekki að vilja Frh. á bls 221 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.