Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 35
fylgja mér skilyrðislaust og hik-
laust, hvað sem skeði.
Við komum að hótelinu. Það eina,
sem hinir undrandi verðir sögðu,
þegar þeir fóru að átta sig var:
„Mani in alto!“ (upp með hendum-
ar).
Þegar ég hljóp inn um opnar dyr,
sá ég hermann vera að fitla við tal-
stöð. Vel útilátið spark, sendi stól
hans þvert yfir herbergið og nokk-
ur skot úr byssu minni eyðilögðu
tækið. Það kom í ljós að úr þessu
herbergi varð ekki komizt lengra
inn í hótelið, svo að við hlupum út
aftur, fram með húshliðinni og fyrir
hornið, en þar komum við að svöl-
um, sem voru í um 3 metra frá
jörðu. Mimmel liðþjálfi bauð öxl
sína og ég var á augabragði kominn
upp og hinir klifruðu á eftir mér.
Þegar ég leit eftir veggnum sá ég
velþekkt andlit í einum glugga þess-
arar hæðar. — Það var Mussolini. —
Nú sá ég að fyrirhöfn okkarhafði
ekki orðið til einskis. Ég hrópaði til
hans: — Burt frá glugganum! Við
flýttum okkur inn í anddyrið á móti
straum ítalskra hermanna, sem
þustu út úr húsinu. Vélbyssum hafði
verið komið fyrir á gólfinu, en við
stukkum yfir þær um leið og við
gerðum þær óvirkar. — Verðimir
hlupu út um dyrnar, en fengu óblíð
högg og hrindingar, þegar við rudd-
umst í gegnum þvöguna. Nú voru
það mínir menn, sem kölluðu „Mani
in alto!‘“ Enn hafði enginn hleypt
af skoti.
Nú var ég innan dyra, og ómak-
aði mig ekki á að líta í kringum
mig, eða hvað skeði að baki. Til
hægri var stigi. Ég tók þrjár tröpp-
ur í einu, hljóp til vinstri eftir gang-
inum og opnaði dyr til hægri. Það
var mikið heppnisval. Á miðju gólf-
inu stóð Mussolini og hjá honum
tveir liðsforingjar. Ég hrinti þeim
frá og lét þá taka sér stöðu, með
bakið að dyrunum. Rétt í þessu kom
Schwerdt undirliðsforingi inn. Hann
var fljótur að átta sig á hvernig
komið var, og rak ítalina út úr
herberginu og fram á ganginn, síð-
an lokaði hann dyrunum.
Fyrsta áfanga var náð. Duce var
í okkar höndum. Ekki voru liðnar
nema 3 til 4 mínútur frá því að við
komum!
Nú birtist andlit tveggja manna
minna í glugganum. Þeir höfðu gef-
ist upp við að þrengja sér í gegnum
þvöguna við dyrnar og afréðu að
VlKINGUR
reyna að ná til mín á annan tiltæki-
legri hátt. Ég sendi þá niður til þess
að gæta anddyranna.
Þegar ég leit út um gluggann, sá
ég Radl og SS-flokk hans koma
hlaupandi að húsinu. Á eftir þeim
skreið oberstúrmfúhrer hlaupandi
flokksforingi sérdeildar okkar í
Friedenthal, sem stjórnaði flugunr.
4, — næstu á eftir okkur. Fluga
hans hafði lent í um 100 metra frá
hótelinu og hann hafði brotnað um
ökla. Fluga nr. 5 lenti einnig á með-
an ég horfði út. Ég kallaði: — Allt
í lagi, setjið verði allsstaðar. — Síð-
an sá ég flugur nr. 6 og 7 lenda,
með Berlesch og fallhlífarsveit hans.
Þá varð ég sjónarvottur að harm-
leik. Fluga nr. 8 hlaut að hafa orðið
fyrir vindsveip, hún ruggaði til og
frá og féll síðan niður, eins og
steinn, lenti í stórgrýtisurð og fór í
spón. Nú heyrðist skothríð. Ég leit
niður í anddyrið og kallaði á yfir-
mann stöðvarinnar. Hann kom og
reyndizt vera colonel. Ég skoraði á
hann að gefast upp og fullyrti að
öll mótspyrna væri þýðingarlaus.
Hann bað um frest til að hugsa mál-
ið og ég gaf hinum eina mínútu, en
á meðan birtist Radl. Hann hafði
orðið að brjóta sér leið og ég bjóst
við að ítalamir hefðu anddyrið enn
á sínu valdi og þessvegna hefðu mín-
ir menn ekki komið upp. ítalski for-
inginn kom nú inn og hélt á rauð-
vínsbikar, sem hann rétti að mér um
leið og hann hneigði sig: — Til
sigurvegarans! —
Hvítt rúmlak var hengt út um
gluggann, sem merki um uppgjöf, í
stað hvítrar veifu.
Eftir að hafa gefið mönnum mín-
um ýms fyrirmæli, gat ég loks snú-
ið athygli minni að Mussolini, sem
stóð úti í horni ásamt Schwedt.
Ég kynnti mig: — Duce, Foring-
inn sendi mig, — þér eruð frjáls. —
Mussolini faðmaði mig að sér: — Ég
vissi að vinur minn Adolf Hitler
myndi ekki gleyma mér, sagði hann.
Uppgjöfinni var fljótt komið á.
ítölsku hermennirnir urðu að af-
henda vopn sín í borðstofu hótels-
ins, en ég leyfði liðsforingjunum að
halda skammbyssum sínum. Ég
komst fljótt að raun um að ég hafði
fangað general, auk colonels. Um
talstöðina var mér tilkynnt, að stöð-
in í dalnum væri í okkar höndum
óskemmd. Þar hafði orðið lítils-
háttar bardagi, en annars hafði
flokkurinn komið þangað á tilsett-
um tíma og algjörlega á óvart.
Von Berlebach hafði nú komið
einglyrni sínu fyrir. Ég kallaði út
til hans að við þyrftum að fá liðs-
auka frá dalnum. Ég vildi vera al-
gjörlega tryggur og eins láta Ital-
ina sjá að við hefðum einnig herlið
þar. Síðan mælti ég svo fyrir, um
talstöðina, til loftskeytabílsins við
stöðina, að orðsending skyldi send
til Students um að árásin hefði
heppnast.
Sá fyrsti, sem kom með rafbraut-
inni frá stöðinni, var Mors major,
foringi fallhlífarliðsins í dalnum og
með honum, að sjálfsögðu, hinn alls-
staðar nálægi blaðamaður. Hann tók
kvikmyndir af hinu sögufræga hó-
teli, brotnu flugunum og persónum
harmleiksins. Hann hafði mikilum-
svif og það ergði mig, að á myndum
í blöðunum varð ekki annað séð, en
að hann hefði tekið virkan þátt í
árásinni. Við höfðum nú vissulega
annað að gera en að stilla okkur upp
við myndatöku.
Nú bar ég ábyrgð á Mussolini og
efst í huga mínum var, hvemig við
ættum að koma honum til Rómar. í
áætluninni var gert ráð fyrir þrem-
ur möguleikum.
Bæði hann og ég álitum að það
myndi vera of áhættusamt að ferð-
ast þessa 150 km. á vegum um lands-
svæði, sem ekki voru í höndum
þýzka hersins, eftir fráhvarf Ítalíu.
Annar möguleiki var sá, að við her-
tækjum flugvöllinn í Aquila di
Abruzzi, í dalsmynninu, með skyndi-
árás og héldum honum um stuttan
tíma og átti ég þá að ákveða árás-
arstundina um loftskeytastöðina og
áttu þá 3-He 111 að lenda þar. Ein
þeirra átti strax að fljúga aítur
með mig og Duce, en hinar tvær að
verja flóttann og flæma burt árás-
arflugvélar, ef einhverjar yrðu. Þá
var, að Fiesel-flugvél lenti á flug-
vellinum hjá stöðinni og taka okkur
þar. Þriðji möguleikinn var að Ger-
lach reyndi að lenda á staðnum
sjálfum, þ.e. hjá hótelinu. Loft-
skeytabifreiðin hjá stöðinni náði
sambandi við Róm og kom tilkynn-
ingunni til skila, en þegar ég hafði
fastákveðið árásarstundina á flug-
völinn, rofnaði sambandið og þar
með var sú áætlun úr sögunni. Ég
hafðl séð f sjónaukanum, þegar ein
Storkvélanna lenti hjá stöðinni og
símaði strax að hún skyldi heíja sig
strax til flugs aftur, envarsagtað
vcgna smávægilegs óhapps vlð lend-
215