Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Qupperneq 41
en hvað um það, — drykkur er
drykkur og ég setti mig í steil-
ingar, — en hinn fóturinn komst
aldrei nema hálfa leið og sat fast-
ur, með þeim afleiðingum, að ég
féll á grúfu á gólfið, ég sá
stjörnur og fékk stærðar kúlu á
ennið.
Eftir drykklanga stund var
törnin mín, og ákvað ég að nú
skyldi æfingin verða erfið. Ég
handlangaði mig upp súlu, sem
lá upp með hljómsveitarpallin-
um, sem var fest á vegginn í
nokkurri hæð frá gólfinu, og var
í laginu eins og bátslíkan. 1 mik-
illi hæð — að mér fannst, sveifl-
aði ég mér á annarri hendinni
niður á dansgólfið. Af einskærri
óheppni, að mér fannst, rann ég
á hálu gólfinu, svo að ég féll
nokkuð þungt á sitjandann. .. .
„OK!“ sagði Alfredo. Eg dró
þó nokkuð í efa að honum mundi
takast þetta, sérstaklega stökkið,
vegna tréfótsins.
Hann handlangaði sig glæsilega
upp súluna, ennþá hærra en ég,
— og stökkið! Hann kom fyrst
niður á heila fótinn og smádynk-
ur heyrðist þegar tréfóturinn
kom niður. Og til viðbótar rétti
hann báða arma út og sveiflaði
sér þannig heilhring á tréfætin-
um.
Það var klappað og hrópað
húrra fyrir Alfredo, — og ég
flýtti mér að panta næsta drykk.
Við hvíldum okkur um stund, en
svo tókum við til aftur.
Útkoman varð sem áður, að
Alfredo gat leikið eftir allar þær
æfingar, sem ég gat gert og sum-
ar stórum mun betur og ennþá
fleiri en ég treysti mér til að
framkvæma. Já, sigur „Tréfóts“
var óumdeilanlegur. Þegar lok-
unartími kom, fylgdumst við nið-
ur götuna. Á Terceira torginu
námum við skyndilega staðar.
„Sérðu það, sem ég sé,“ hróp-
aði Alfredo.
„Jú, það gerði ég. Á miðju
torginu var fagurt blómabeð og
upp úr því miðju óx stórt pálma-
tré.
„Nú skulum við taka síðustu
æfinguna," hélt hann áfram.
VÍKINGUR
„Hvað segir þú um að skreppa
upp í þetta pálmatré og ná í
nokkrar döðlur?“
Eg lét ekki segja mér þetta
tvisvar og var þegar lagður af
stað upp tréð og var að teygja
mig eftir nokkrum döðlum, þeg-
ar ég heyrði Alfredo kalla: „Var-
aðu þig, — löggan!
Ég leit við og kom strax auga
á lágvaxinn lögregluþjón, sem
kom á harða hlaupum í áttina að
trénu, en Alfredo hafði þegar
stungið af inn í hliðargötu og ég
undraðist stórlega hvað hann gat
hlaupið hratt á tréfætinum.
Lögregluþjónninn blés hátt í
flautu sína. Ég húrraði mér nið-
a—------------------------------
ur úr trénu, þótt ferðin væri væg-
ast sagt mjög óþægileg, því mér
fannst eins og börkurinn togaði
í mig, og ég hljóp eins hratt og
ég gat út í hliðargötu. Ég komst
inn í dimmt skot og faldi mig.
Þegar ég þóttist viss um, að eftir-
förinni var hætt, fór ég að leita
að Alfredo, en hann var hvergi
að finna. Það var eins og jörðin
hefði gleypt hann.
Á leiðinni um borð, fór ég að
hugsa um nokkrar æfingar, sem
ég hafði gleymt, — en sem við
hefðum gjarnan mátt reyna. —
En þær verða að bíða þar til ég
kem næst til Lissabon og hitti
Alfredo.
---------------------------------æ
Merkilegur áfangi
í íslenzkum sjómælingum ■
Frli. af bls. 183
og lá milli Vestmannaeyja og
Surtseyjar. Fjórða línan sem not-
uð var til mælinga þessara var
100 km. V frá Þjórsárósum.
Guðm. Pálmason, verkfræðing-
ur, sem mun hafa mikinn áhuga
á þessum rannsóknum, var mjög
þakklátur Landhelgisgæzlunni
fyrir það að gera þessar mæling-
ar mögulegar, en hann mun einn
færasti maður í þessari grein, •
sem við eigum.
Kannski verður þetta til þess ■
að við eignumst „Stöpulinn,"
sem landið okkar stendur á að
einu og öllu. Samkvæmt alþjóða
reglum ættum við hann ef olía
fyndist!
Hér hafa nú verið raktir lausir
drættir úr þessum merkilega leið-
angri v/s Þór. Veðurguðirnir
voru þessum sérfræðingum mj ögk,
hliðhollir og það stuðlaði að þeim ;
árangri, sem þegar hefir náðst.
Þess munu þeir þó ekki ganga
duldir að framundan er geysilegt .
framhaldsverkefni. Það verður
vitanlega að bíða síns tíma og
ástæðna. — Islenzkir fiskimenn '
munu eflaust kunna að meta hin
merkilegu störf þessara manna
og draga not af þeim. Það fer vel
á því að við fylgjumst af áhuga
með störfum og kunnum að meta
þeirra störf, sem koma sjómönn-
um einum í hag við fiskveiðarn-
ar og siglingar á þeim slóðum.
Sjómannablaðið Víkingur vill
fyrir hönd sjómanna færa hverj-
um og einum, er þátt tóku í
starfinu, þakkir fyrir óeigin-
gjarnt starf við að skilgreina og
rannsaka sjávarbotninn til hags-
bóta fyrir þá.Veðurguðirnir voru
einnig einkar hliðhollir í þess-
um túr. Hægviðri og bezta veður
allan tímann.
Þeir voru líka að vinna þjóð-
þrifaverk, sem bera mun ríkuleg-
an árangur þegar stundir líða
fram.
-x
Skyggnzt inn í liðinn
tíma —
Framh. af bls. 207
fara um borð í herskipið — töldu
sig ekki vera í nógu góðum föt-
um, en skipstjóri varðskipsins
sagði næg föt vera um borð í
Heimdalli.
I réttarhöldunum bar skipstj.
á móti því að hafa verið í land-
helgi og sór meira að segja á
móti öllum hinum. Þá var Islend-
ingur, sem hét Halldór Sigurðs-
son frá Akranesi, háseti á togar-
anum. Hann sór einnig með skip-
stjóranum.
Skipstjórinn fékk að fara með
221