Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Síða 42
„Gullæðin" ------———.—^——-------------————•——•— Eftirfarandi ummæli sem höfð eru eftir frámámanni í brezka gasiðnaðinum, eru næsta athyglisverð. Þau gefa nokkra hugmynd um hvað er að gerast í löndunum við Norðursjó, og ekki er undarlegt að bjartsýnir menn geri sér háar hugmyndir um hulin auðæfi á þessum slóð- um. Tækninni fleygir fram, og möguleikarnir til að ná þessum auðæfum og nýta þau eru vaxandi. Hér þarf að sjálfsögðu miklu til að kosta, en Sir Henry Jones er bjartsýnn á það, að til mikils sé að vinna. í IMORÐURSJÓIMUHi „Ég get ekki hugsað mér að nokkurn tíma í sögunni, að minnsta kosti ekki í sögu iðnað- arins, hafi slík höpp, slíkir vinn- ingar nokkurntíma áður komið á fjörurnar, sem fylgdu hver eftir annan í Norðursjó. Á fáum stutt- um vikum hefir öll framtíðarað- staða brezka gasiðnaðarins breytzt fyrir miklu örari upp- götvanir en menn gátu vænst.“ Þannig fórust Sir Henry Jones, forseta gasnefndarinnar orð í vikunni sem leið, er hann ásamt öðrum skoðaði olíuborunarskipið „Orion,“ sem smíðað er í Clyde- bank, og starfa mun fyrir „The Gas Council-Amoco group." Það væri ekki einungis gasiðnaður- inn„ bætti hann við, en öll elds- neytismálefni þjóðarinnar, sem mundu njóta góðs af þeim „höpp- um,“ sem rannsóknirnar í Norð- æ-----------------------------33 skip sitt út, en fslendingurinn var settur í steininn fyrir að sverja rangan eið, og þar sat hann í nokkra mánuði. En þegar hann losnaði, kom enskur togari og sótti hann og fjölskyldu hans og flutti til Englands. 20 árum síðar sá ég hann í Blackpool vel búinn og fyrirmannlegan, sem sýndi að Englendingar gerðu vel við hann og iaunuðu honum greiðan. 222 ursjó hefðu fært þjóðinni. „Við erum enn ekki vissir um það gas- magn, sem fyrir hendi kann að vera undir Norðursjónum, en við getum verið sæmilega öruggir um, að það er geysimikið,“ bætti forsetinn við. „Við erum reiðu- búnir að hefja framkvæmdir þó að áætlunum beri ekki saman um hve mikils megi vænta. Ég lít svo á að áætla megi fyrir okkur að minnsta kosti svipað magn og Schlochteren-svæðið í Hollandi gefur. Fari svo, getum við reikn- að með að fá um 4,000 milljónir rúmfet af gasi á degi hverjum í næstu 30 til 35 ár. Það magn mundi jafngilda fjórföldu því magni af gasi sem nú er fram- leitt og selt í landinu. Við höfum þegar tekið ákvörðun um að breytt verði um til notkunar á jarðgasi í öllum borgum, og að hafizt verði handa um nauðsyn- legar breytingar eins fljótt og við verður komið. Fjöldi fólks hefir undanfarið gert sér far um að kveða niður öfgafyllstu vonir bjartsýnis- manna um Norðursjóinn, sem ó- hjákvæmilega hefir mikið borið á. En ég held að við ættum ekki að gera of mikið af því, ekki hella of miklu af köldu vatni á þetta mál, því svo getur farið, að hér verði um að ræða veiga- mestu framför í þessu landi síð- an iðnbyltingin mikla. Við höfum ekki enn fyrir hendi öruggar tölur, en bráðabirgðar- áætlanir sýna, að breytingar á tækjum muni kosta £ 400 millj- ónir, og um 1,300 mílur af nýj- um stofn-gasleiðningum verði hægt að leggja fyrir um £ 100 milljónir. Með öðrum orðum, verja þarf £ 500 milljónum, og eru það miklir peningar, en tölu- vert minna þó en eins árs fjár- festing í rafmagnsiðnaðinum, og þessari breytingu má dreifa jafn- vel á 10 ár. Á þeim grundvelli mundi jafnvel takast að fram- kvæma breytinguna fyrir venju- legan tekjuafgang." Landið hefir þörf fyrir hyggi- lega stjórnarstefnu í eldsneytis málum, og umfram allt innlenda stjórnarstefnu. Gætum við öðlast hvorutveggja, væri að því mikill liagur, og minnkaður eldsneytis- kostnaður mundi einnig gagna út- flutningsiðnaðinum, gera hann samkeppnishæfari. Hinn þjóðnýtti gasiðnaður á nú völ á því að kaupa Norðursjávar- gas, sem ætlað er til eldsneytis, og sæmilega öruggt er um það, að not er fyrir allt það magn, sem fyrirsjáanlegt er að verði fyrir hendi. Jarðgas er hag- kvæmast allra upprunalegra orkulinda. Þýtt úr „Shipbuilding and Sh. Rec.“ Hallgr. J. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.