Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 2
komið', að' á s.I. ári hrvuidu tekjur um 60% þeirra, niður í lágmarkið, þ.e. kauptryggingu H- fæðiskostnað, en sá liður varð því tilfinnanlegri sem afkoman versnaði. Það fara ekki háværar sögur um ástand það sem skapaðist lijá mörg- um þessara manna við að allar árs- tekjur þeirra lirukku varla fvrir opinberum gjöldum. Ekki fór lieldur hjá því að af- koma útgerðarmanna færi liríð- versnandi og að þeir ættu í erfið- leikum með að halda bátum sínum gangandi. Þeir höfðu ekki allir allt sitt á þurru frekar en sjómeimirnir. Við gengisfellinguna í nóvember og efnahagsráðstafanimar, sem lög- bundnar vom í desember s.l. var stigið allstórt skref í þá átt að skapa öruggan grundvöll fyrir rekstri tog- ara- og bátaiitgerðar. Vandamálin vom lögð í hendur hagfræðiráðunauta stjómarvald- anna, þeir mötuðu sínar rafeinda- vélar og útkoman leiddi eflaust í ljós þá útkomu, sem efnahagsað- gerðirnar fvrir jólin byggðust á. Mér er þó, því miður, ekki grun- laust um, að einn faktor liafi fallið utangarðs hjá hagspekingum okkar við mötun liinna efnahagslegu raf- eindareikna; liinn lifandi og ger- andi faktor, — sjómennimir sjálfir. Það var þó augljós staðreynd að kjör bátasjómanna höfSu goldið slíkt afhroð undanfarin misseri, að meginþorri þeirra var í launum kominn langt niður fyrir hliðstæðar stéttir í landi, svo ekki sé minnst á þær launastéttir, sem hækkuðu kjör sín með „viðmiðunarpólitíkinni,“ þegar hetur áraði í efnahagslífinu, og höfðu lialdið sínum hlut óskert- um frá því, sem og eðlilegt má telj- ast. Við efnaliagsaðgerðirnar voru út- gerðarmönmim réttar 27% af ó- skiptum afla, við Iöndun innan- lands, en fiskverðið sagt liækka að meðaltali um 8%, sem ekki er víst að gefi raunvemlega mynd, þar sem hrerri prósentur falla á fisktegund- ir, sem minna aflast af. Og eru þessi vísindalegu 8% ann- að og meir en vísitala sú, sem launa- stéttum í landi var miðlað 1968, fram til 1. des. Og hvað um 11,35 vísitölu prósentunnar frá 1. des? Látum svo vera þótt margra ára kjarasamningum bátasjómanna liafi verið kollvarpað með efnahagsað- gerðunum. Gengisskerðingin heimt- aði sitt og jafnvægishlutföllum við launastéttir í landi skyldi haldið, enda þótt þau séu nú vandfundin eins og áður liefir verið rakið, en sá málstaður var nú léttvægur fund- inn. Þótt ótrúlegt megi virðast, lítur xit fyrir að ráðamenn þessara að- gerða liafi ekki leitt hugann að þeim möguleika, að sjómenn myndu minna á aðstæður sínar. Var hægt að ætlast til þess að út- gerðarmenn finndu sérstaka hvöt hjá sér til að miðhi „þjáningabræðr- um“ sínum, sjómönnum, af þeirri sinni efnahagslegu xunbun? Úrslit þessarar deilu hafa gjör- sannað að svo var ekki. Þeim hafði átakalaust tekizt að bæta kjör sín og þeir töldu sig eiga sínar kjara- bætur óskertar. Þeir voru líka dæmdir kvrfilega úr leik. Sá hluti fæðiskostnaðar, sem sjómönnum var skammtaðiu-, var ekki gripinn úr læstum vasa út- gerðarmanna; hann verður greidd- xir með 1% úr lítflutningssjóði. Lífeyrissjóðurinn kemur ekki til álita fyir en á næsta ári. Den tid, den sorg! Nú, þegar þessar staðreyndir liggja Ijóst fyrir vaknarþessispurn- ing: Hversvegna voru fulltriiar xit- gerðarmanna leiddir að samninga- borðinu á móti fulltrúum sjó- manna? T því efni gat vart verið um ann- að að ræða en „kurteisisheimsókn“ óviðkomandi manna. Eins og allt var þarna í pottinn búið, gat þeirra hlutverk tæplega annað verið en að hlýða á mál- færzlu mótaðilans og koma þeim atriðum til rétts aðila; en til þeirra hluta þurfti enga milliliði. Fór reyndar svo að efnahagsráðunautur hins opinhera blandaðist að miklu leyti í málin í öndverðri deilu, og hefði þá betur farið, ef afstaða sjó- mannanna og málflutningur þeirra hefði verið grandskoðaður og raun- hæfar leiðir fxmdnar til xírlausnar og til að firra þeiin voða, sem fram- undan var. Því er eindregið mótmælt hér, að sjómenn hafi verið ósveigjanlegir í kröfum sínum. Af hendi þeirra samningafulltrúa höfðu verið gerð- ar tilslakanir, sem hefðu mátt gefa ærið tilefni til sátta. Enda mxm sjó- mönnum sjálfxun hafa þótt nóg um. Við þær aðstæður, sem skapast hafa síðustu misseri, að bátasjó- menn verða að dvelja frá heimil- xxm sínum allt upp í 6 mánuði í einni lotu, leitandi um fjarlæg höf, að afla verðmæta til bjargar þjóð, sem rambar á barmi gjaldþrots, ekki fyrir þeirra aðgerðir, heldur hinna, sem í landi era og ráðstöf- unarréttinn hafa, þeim var ekki of- munað með fríu fæði. Sú fram- viðurkenning á lífsbaráttu þeirra hefði aldrei liaggað jafnvægisstoð- um þjóðfélagsins, eða valdið að- gerðum annarra launastétta sérstak- lega. Nóg um það. Lokið er nú einni hvimleiðustu deilu, sem upp liefir risið, og skaðað hefir þjóðina um ótaldar milljónir. Tíminn til kjaradeilna gat varla Óheppilegri verið og hann vann á móti sjómönnum á allan hátt. At- vinnuleysi var skollið á og magn- aðist við tilkomu verkfallsins, og ekki bætti xir skák að verkfallið liafði ekki staðið ýkjalengi áður en ótnidir hleksnápar tóku að senda sjómannasamtökunum eiturskeyti; freistuðxx þess, að draga félög í dilka og jafnvel einstaklinga, sem í eldinum stóðu. Slík iðja leiddi að- eins af sér bölvun og jók á erfið- leikana við að leysa málin. Vitað var að hvert einasta félag bæði vfir- og undirmanna, sem að álökunum stóð, hafði samþykkt verkfallsheimild. Ekki mun fjarri að álíta að ára- mót séu yfirleitl óheppilegur tími lil samningaþvargs. Þegar kjarasamningar falla úr gildi 31. cles. hafa hvoragir aðilar gefið sér tíma til viðræðna, allir uppteknir og óupplagðir vegna há- tíðahalda og skainmdegis, aðþvívið- bættn að oft um þetta leyti árs fer fram úttekt á þjóðarbúinu, ráðstaf- anir gerðar, sem enginn veit hvernig arla sig o.s. frv. 2 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.