Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Page 8
• í SKAMMDEGINU •
Vegavinnuflokkur Magnúsar í Reynisdal. Frá vinstri: Steindór Gunnlaugsson, Suðurvík,
Einar Einarsson, Reyni, Haraldur Einarsson, Vík, Magnús Finnbogason, Reynisdal,
Magnús Einarsson, Vík, Guðlaugur B. Jónsson, Vík. Myndin var tekin árið 1908.
línuvei&ara og togara. Þóttu þeir
allstaðar vel hlutgengir til allra
verka, það gerði fjölbreytnin í
störfum þeirra árið um kring.
Þeir, sem byrjuðu formennzku
í Vík fyrir verzlanirnar, voru
gamalkunnir formenn við fiski-
róðra. Einar Hjaltason, Jón Þor-
steinsson frá Reynisdal, og Einar
Brandsson á Reyni voru frum-
herjarnir í vöruskipun í Vík.
Tókust þeim þessi störf yfirleitt
vel, þrátt fyrir mikla byrjunar-
örðugleika. Það var ekki vanda-
laust verk að koma vörunum ó-
hröktum á ákvörðunarstað, því að
alltaf var brimið við ströndina,
þótt sjór væri talinn fær.
Á því tímabili, sem hér um
ræðir, urðu nokkur sjóslys í Vík.
Vorið 1910 drukknuðu fimm
menn af Einari Hjaltasyni. Þá
missti hann og tvo menn í tog-
araferð. Um 1920 hvolfdi bát í
fiskiróðri frá Suður Vík, for-
maður á bátnum var Tómas
Jónsson, kunnur Víkurbúi, þar
drukknuðu tveir bræður úr Vík-
inni. Veturinn 1932 hvolfdi bát í
Vík í fiskiróðri, formaður var
Gísli Sigurðsson frá Búlandi í
Skaftártungu, drukknuðu þar
þrír menn, allir austan yfir Mýr-
dalssand. Sjöunda Mars 1941
hvolfdi bát í Vík, formaður var
Jón Pálsson frá sama stað. Þá
drukknuðu sex menn, allir góð-
kunnir Víkurbúar. Þessar slys-
farir voru sorglegar og þungbær-
ar þeim, er næstir stóðu, en eng-
inn missti kjarkinn við þessi slys,
áfram var haldið að glíma við
Ægi, þar til ástæður breyttust og
landleiðin opnaðist til fólks- og
vöruflutninga.
Það var í upphafi verzlunin í
Vík, sem var þess valdandi, að
kauptúnið myndaðist, og enn í
dag er það starfsemi í kringum
verzlunarfélög bænda, sem gef-
ur Víkurkauptúni fyrst og fremst
tilverurétt. Þar er að vísu dálítill
iðnaður. en í smáum stíl. Sjósókn
öll er nú niðurlögð, og ekkert
skip lengur til í Mýrdal, sem hægt
er að ýta á sjó. Slík hefur þró-
unin orðið vegna hafnleysis og
bættra samgangna á landi. Það
hafa ýmsir frammsýnir menn
verið uggandi um byggðina á
Sandinum í Vík í Mýrdal ef að
Katla kæmi í almætti sínu. Og
víst er það, að ef að hlaup ámóta
við Kötluhlaupið 1660 kæmi, þá
mundi hlaupið fara vestur að
Reynisfjalli eins og þá. — Þá var
komið að því að hlaupið næði
bænum í Norður Vík.
Það verður því að teljast mikið
andvaraleysi að vera sífellt að
•auka við byggðina á sandinum í
Vík í Mýrdal.
Rabb um hugSarefni sjómanna
um áramót.
Við lestur Sjómannablaðsins Vík-
ings, hefur mér oft dottið í hug,
hvort ekki væri hægt að koma á ein-
hverskonar pósthorni, eða þætti í
blaðinu, sem byggðist á bréfaskrift-
um sjómanna við blaðið, þar sem
f jallað væri um ýmis málefni þeirra,
bæði stór og smá, og sem einhver
aðili, ritstjóri, eða einhver annar,
svaraði þeim fyrirspurnum, sem þar
kæmu fram.
Ég held, að með þessu fyrirkomu-
lagi mundi ef til vill opnast víðtæk-
ara samband á milli blaðsins og sjó-
mannanna.
Ég hef oft rekið mig á það, í við-
tölum við sjómenn um Víkinginn, að
þeir mundu heldur tjá sig þannig í
bréfaformi, um málefni sín, bæði
með fyrirspurnum og tilvitnunum,
heldur en að skrifa greinar í blaðið
og eiga yfir höfði sér gagnrýni
þeirra ritsnillinga, sem í blöðin
skrifa.
Svo hefur mér að minnsta kosti
virzt á mínum sjómannsferli. Ég
hef margar greinarnar og ritgerð-
irnar skrifað, sem áttu að fara til
Víkingsins, en flestar fóru í bréfa-
körfuna hjá mér, eða beint í sjóinn,
því alltaf þegar ég hafði lokið skrif-
um mínum, kom upp í huga minn,
að þetta ætti ekki heima í Víkingn-
um, því þar skrifuðu aðeins mér fær-
ari menn í ritlistinni.
Mér hefur verið fróun í, að pára
niður hugrenningar mínar, og mikið
hefur mér liðið vel á eftir skrif þess-
ara pistla, þrátt fyrir að þeir færu
þessar leiðir.
Það er ef til vill ekki hægt að
koma þannig þætti, er ég minntist á
í upphafi rabbs míns, fyrir í blaði,
sem kemur ekki út nema einu sinni
í mánuði og tæplega það. En ef til
vill yrði þannig þáttur til að draga
efni til blaðsins með tíð og tíma, og
þar með sköpuðust möguleikar fyrir
blaðið að koma oftar út, ef til vill
hálfsmánaðarlega eða meir.
Það hljóta að vera fjölda mörg
mál, sem búa í brjósti sjómanna nú,
eins og endranær, sem þá langar til
að fjalla um í blaði sínu, en hafa
ekki áræði til að skrifa heila blaða-
grein um.
8
Framh. á bls. 19
VÍKINGUR