Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 17
straumurinn var rofinn. — En það eru möguleikar fyrir því, að hann hafi aðeins verið skindauð- ur og honum hefði verið bjargað ef hann hefði fengið rétta með- höndlun. Hversu sterkt raflostið verður, byggist auðvitað á því, hverja líkamshluta straumurinn fer um. Ef maður stígur á niðurfallna rafleiðslu með öðrum fæti og hef- ur jarðsamband með hinni,hleyp- ur rafstraumurinn upp annan fótinn og niður hinn. Hættan á alvarlegu losti er þá minni en ef straumurinn færi í gegnum efri hlutann, eða allan líkamann. En hættan á slysi er þó alltaf fyrir hendi. Ástand líkamans og mótstöðu- kraftur er einnig mjög mismun- andi; þreyta, sjúkleiki, veik lík- amsbygging, geta dregið úr mót- stöðuaflinu. Riðstraumur getur verið hættu- legur, jafnvel við 100 til 150 volta spennu. Við 200 volt er hann hættuleg- ur hverjum sem er og upp að 500 voltum ósjaldan lífshættulegur. Við snei’tingu myndast sam- dráttur í líkamanum og vöðva- krampi, sem orsakar missi með- vitundar. Við snertingu jafnstraums slengjast menn frá rafleiðslunni, en riðstraumur heldur mönnum föstum, en það kemur af krampa- dráttum í fingurvöðvunum. Festið tilsniðinn segldúk undir ristarnar til varnar því að verkfæri falli niður. VÍKINGUR Áhættan er einna mest fyrir sjómenn, sem koma frá eldri skipum með jafnstraum yfir í ný- tízku skip með riðstraum. Menn, sem hafa vanist hinum tiltölulega hættulausa 100 til 110 volta jafnstraumi og reikna ekki með hættunni, sem fylgir 220 til 240 volta riðstraumi. Ef einhver festist við rafleiðslu eða vélahluta, ríður á að losa hann fljótt, en án þess að menn hætti sjálfum sér! Það verður auðvitað fljótvirk- ast með því að rjúfa strauminn, kippa út stungunni, klippa eða skera í sundur leiðsluna. Hið síð- asttalda verður að gerast með tæki, sem leiðir ekki. Séu engir Við störf af þessu tagi er nauðsynlegt að liafa öryggisbelti. þessir möguleikar fyrir hendi, verður að freista þess að losa manninn, en ekki með höndum! Þurr tógspotti, mittisól eða gúmmíslanga duga vel; eitthvað, sem ekki leiðir rafstraum. Þegar tekizt hefur að losa manninn, er hann í flestum til- fellum ringlaður og máttfarinn og við þungt lost meðvitundar- laus. Ganga verður strax úr skugga um hvort hann andar og hvort púlsinn slær, og losa skal um föt hans — og umfram allt, hann verður að liggja alveg kyrr. Rafdrifnar vélar og verkfæri verða lei8- andi við' hverskonar raka eða bleytu. Komi hann síðar til meðvit- undar, verður að sjá svo um að hann rísi ekki upp, jafnvel þótt honum finnist hann sjálfur vera fær um það, því að hjartað getur hafa orðið fyrir áfalli og minnsta áreynsla getur orsakað dauða. Ef hinn slasaði andar ekki, skal strax hefja öndunaræfingar með munni mót munn aðferðinni, eða öðrum tækjum ef til næst. Halda skal áfram við þær, jafn- vel þótt enginn andardráttur finnist og hjartað sé hætt að slá. Slíkar æfingar hafa, eftir tvær klst. eða lengri tíma, bjargað mönnum til lífs á ný eftir alvar- leg raflost. Áríðandi er að hafa ávallt í huga regluna um algjöra kyrrö til að koma í veg fyrir annað á- fall, sem orsakast kann af minnstu hreyfingu, eða snöggri áreynslu. Þessvegna má ekki líta af hin- um slasaða fyrr en hann telst hafa náð sér að fullu, eða að hann, sem auðvitað er æskilegast, er kominn undir læknishendur til rannsóknar og meðhöndlunar. Vinna í vélarúmi. Við vélavinnu þarf að gæta margskonar öryggis og varkárni. 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.