Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 23
ML
ctn
75 ÁRA
Stjórn Ökhumar ú 75 úra atiiiælinu. Fremri
röð frú vinstri: Hróbjartur Lúthersson, rit-
ari, Guðm. H. Oddsson, fonnaður, Guðjón
l’étursson, gjaldkeri. — Aftari röð frú
vinstri: Ingólfur Stefúnsson, varafonnaður
og meðstjórnendurnir Púll Guðmundsson,
Haraldur Ágústsson og Guðin. Símonar-
son.
ljósi í allri veraldarsögunni, þá
mun ekki á þessum tíma og þang-
að til, frá upphafi alda, finnast
neinn skipstjórnarmaður, sem
kemst í hálfkvisti við Bjarna
Herjólfsson hvað sjómennsku
snertir. Þó munu samtímamenn
hans, þeir Þorfinnur Karlsefni,
Bjarni Grímólfsson og Þórarinn
Nefjólfsson ekki hafa verið mikl-
ir eftirbátar hans á því sviði, svo
maður nefni ekki gömlu mennina
þá Eirík rauða og Snæbjörn galta
og þeirra líka.
Við megum aldrei láta það
henda okkur að þessir miklu land-
ar okkar og landkönnuðir fái
ekki að njóta sannmælis eða að
afrek forfeðranna verði troðin of-
an í skarnið.
Strendur Vesturheims, allt frá
Mexíkó-flóa og lengst norður í
óbyggðir Hellulands og Græn-
lands voru kannaðar og munu
einhversstaðar bera merki Is-
lendinga sem þar hafa verið á
ferðinni meira eða minna við
þessar strendur alla elleftu og
tólftu öldina.
Henry Hálfdansson.
VlKINGUR
Aldan hélt upp á 75 ára afmæliS með veglegu hófi a& Hótel
Sögu þann 3. janúar.
Aðalfundur félagsins var síðan haldinn 17. janúar. Guð-
mundur H. Oddsson var endurkjörinn formaður og varafor-
maður Loftur Júlíusson, ritari var kjörinn Hróbjartur
Lúthersson, en gjaldkeri Guðjón Pétursson og meðstjórnend-
ur þeir Haraldur Ágústsson, Guðmundur Ibsen og Ingólfur
Stefánsson.
Eftirfarandi tillögur og ályktanir voru samþykktar á fund-
inum: Tekin skuli upp kennsla í hagnýtri fiskifræði við
Stýrimannaskólann.
«
Fundurinn fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
leita útboða í smíði skuttogara og er það ályktun fundar-
manna, að þeirri ákvörðun verði fylgt eftir og flýtt svo sem
unnt er.
*
Unnið verði að því við borgarstjórnina að leigusamningur
Eimskips fyrir skemmur sínar á hafnarbakkanum í vestur-
höfninni sé ekki endurnýjaður, þar sem fiskibátarnir hafi
brýna þörf fyrir aukið athafnasvæði þar.
❖
Fiskvinnslustöðvum sé fækkað, rekstri þeirra hagrætt, nýt-
ing þeirra bætt og starfsemi þeirra samræmd, þar sem sýnt
sé, að samkeppni þeirra leiði ekki til hærra fiskverðs, heldur
þvert á móti. Rekstur fiskvinnslustöðvanna er lagður til
grundvallar fiskverðinu og óhagkvæmur rekstur þeirra lækk-
ar því fiskverðið til sjómanna. Stjórninni var falið að semja
ýtarlega greinargerð fyrir þessari tillögu.
28