Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Side 25
Prestur og sýslumaður í sömu sveit ákváðu að. láta ættíræðing semja ættartölur sínar. Eftir nokkra mánuði kom sýslumaðurinn kátur í bragði til klerksins: „Ættfræðingur- inn komst að því að ég sé kominn í beinan karllegg af Magnúsi Laga- bæti. En dýrt var það, ég varð að borga honum 5000 krónur fyrir.“ „Ekki var það mikið,“ sagði prest- ur, „þegar ég leit yfir mína ættar- tölu neyddist ég til að borga karl- skömminni 1000 krónur fyrir að þegja.“ * Amerískur ferðamaður gisti á hó- teli í Kairo. Þegar hann fór, sagði hann við dyravörðinn: „Hér er bók- staflega heitara en í helvíti." „Já, þið Ameríkanar hafið alls- staðar verið,“ svaraði Egyptinn ró- lega. — Við byggjum fyrir næstu kynslóð. Þnd verð'ur fljótlegt að rífa þessi, þegar hún fer að byggja! ^VAKTIN ^_______________) Gamlir fordómar eru óskaðlegri en nýir. Tíminn hefir unnið á þeim, slípað broddana og gert þá svo til meinlausa. ❖ Gladstone átti eitt sinn að hafa sagt: „Að vera hylltur af öllum á- heyrendum er hættulegt. Að vera ekki mótmælt af neinum er ennþá verra.“ - Ég er koiuinn hérna fré Gjald- heimtunni. Gréta Garbo stóð úti kvöld eitt og horfði upp í stjörnubjartan himin- inn. „Ég er að horfa á hinar stjörn- urnar,“ varð henni að orði. * „Lítið á hr. forstjóri; hér höfum við allra síðustu Sjeikspír útgáf- una.“ „Já, hann heldur ennþá áfram að skrifa, blessaður gamli maðurinn!“ * Frú Hansen kvartaði við lækni sinn yfir því, að reikningnrinn væri of hár. „Þér megið ekki gleyma, kæra frú, að ég vitjaði sonar yðar ellefu sinnum, meðan hann lá í mislingunum." „Já, en þér megið heldur ekki gleyma, að hann smitaði allan skól- ann!“ * Kaupmannahafnarbúar eru sagð- ir gamansamir: Sjáirðu fullan út- lending á götu, segja þeir, það er Svíi, — en sé hann bæði fullur og hlaðinn pökkum, þá er það íslend- ingur! * Lögregluþjónn: Getið þér lesið það, sem stendur efst á skiltinu þarna? Bílstjórinn: Akið varlega. Lögregluþjónninn: Alveg rétt, en hvað hefur verið skrifað neðst á skilt- ið? Bílstjórinn: „Má ég fá 4 miða í lög- reglukórshappdrættinu ? Lögregluþjónninn: Hárrétt; gerið svo vel, 4 miðar á 25 kr. stykkið, 100 krónur, takk! * Elztu og styztu orð tungunnar — já og nei, — eru þau, sem krefjast lengstrar umhugsunar. VÍKINGUE 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.