Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 30
Gufttinnur OorbjörnsHon:
LANDSSMIÐJAN
Landssmiðjan mun hafa verið
stofnuð kringum áramótin 1929-
’30, án þess að knýjandi nauðsyn
væri fyrir hendi, eða sérstök
verkefni, óleyst, biði hennar. —
Verkefni sem væru ó-eða illleys-
anleg án afskipta ríkisvaldsins,
heldur hið gagnstæða, og kem ég
að því síðar.
Eftir því er ég bezt veit eru til-
drög þessa Ríkisfyrirtækis, sem
fljótlega varð stórfyrirtæki, á
okkar mælikvarða, fyrir atbeina
ötulla forráðamanna, þau sem nú
skal lýst í sem fæstum orðum.
Einn valinkunnur sæmdarmað-
ur, og einn síðasti útvörður
„Gamla eldsmiðsins“ á Islandi,
Einar Bjarnason, sem um langan
tíma hafði verið starfandi eld-
smiður hjá Landssjóði, sem rak
járnsmiðju á sömu slóðum og
Landssmiðjan er nú, og var, að
því er ég held byrjun hinnar sí-
auknu starfsemi og þjónustu
Vita- og Hafnarmálaskrifstof-
unnar, en varð er hér var komið,
að flytja starfsemi sína í annað
umhverfi.
Einar Bjarnason var, auk þess
að vera afburða góður eldsmiður,
einnig hugsjónamaður sem sá og
skildi að þessi gamla, virðulega
og velmetna iðngrein, eldsmíðin,
eins og hún hafði verið, var nú á
hröðu undanhaldi fyrir véltækni
nútímans, og fékk hann brenn-
andi áhuga fyrir því að komið
yrði á fót og starfrækt lítil
smiðja sem varðveitti smíðatól og
vinnuaðferðir gamla tímans, og
geymdi sem sannasta mynd af
hvorutveggja.
Hann mun hafa verið búinn að
ganga með þessa hugmynd um
árabil, og líklega einnig búinn að
hugsa um og móta í huga sínum
framkvæmd hennar og rekstur.
Því miður átti ég ekki þess
kost að ræða þetta hugðarefni E.
B. neitt að gagni við hann sjálf-
ann, enda vorum við lítt kunnug-
ir, og aldursmunur ef til vill ráð-
ið þar nokkru um. En eftir því
er mér skildist, vakti fyrir hon-
um eins og fyrr segir, að reyna
að varðveita ,,mynd“ af vinnu-
brögðum og reisn þessarar fyrri
tíma stóriðju, og gæti þá einnig,
ef til vill, skapað aðstöðu um leið,
til þess að kenna ungum sveinum,
í járniðnaðinum, á ókomnum
tímum, að halda á „Hamri og
Sleggju“ og sýna hvað Gömlu
mennimir gátu gert með þessum
tækjum einum, ásamt Steðja. Þá
er ekki ólíklegt að E.B. hafi hugs-
að sér að þessi „Smiðja" gæti
orðið tómstundaiðja (hobby) fyr-
ir þessa aðila, þar sem þeir gætu
jafnframt stælt svo að segja
hverja taug líkamans, eftir setur
við sjálfvirkar vélar nútímans.
En eldsmíðin var alhliða leikfimi.
Eins og vænta má hafði þessi
maður mikinn persónuleika, og
það var hlustað á hann. Hann
lifði það einnig að Landssmiðjan
var stofnuð, og hann vann þar
sem eldsmiður, með betri tækjum
en hann hafði vanist, það sem
eftir var af starfsævi sinni. En
sú smiðja var ekki alveg eftir
hans hugmyndum. Litla smiðjan
hans, sem átti að gefa innsýn í
fortíðina, gleymdist.
Á þessum árum, 1930 og þar á
eftir ríkti mikil kreppa, (ekki al-
veg óþekkt orð enn í dag) og
vægast mjög dauft yfir öllum
meiri háttar framkvæmdum, og
atvinnulífi í landinu yfirleitt.
Það var því ekki að ófyrir-
synju að fyrirtæki í járnsmíða-
og skipasmíðafélaginu litu nokk-
uð óhíru auga til stofnunar þessa
Ríkisfyrirtækis, sem greinilega
var stofnsett með það fyrir aug-
um að keppa við þau einkafyrir-
tæki sem fyrir voru í þessum
greinum, en þau voru þessi, sem
mest hvað að um þessar mundir:
Járnsmíða- og skipa- og vélavið-
gerðum: Vélsmiðjan Héðinn, H/f
Hamar og Vélaverkst. Kr. Gísla-
sonar, og í tréskipasmíðum og
viðgerðum: Magnús Guðmunds-
son, Slippfélagið og Rúllu &
Hleragerðin. Þessi fyrirtæki öll
höfðu verið starfrækt á undan-
förnum góðærum og kreppuárum,
unnin upp með hagsýni, spar-
semi og dugnaði, og náð ótrúlega
góðum árangri í viðhaldi og end-
urnýjun hverskonar tækja til út-
gerðar og annarra atvinnuvega
þj óðarinnar, þrátt fyrir tilfinnan-
legan skort á nauðsynlegum
tækjum og harða samkeppni við
erlendar skipasmíðastöðvar, sem
alla tíð hafa fleytt rjómann af
íslenzkum skipasmíðum og skipa-
viðgerðum.
Landsmiðjan var sem sé stofn-
uð, og stjórn hennar ekki verri
menn en: Vitamálastjóri, Vega-
málastjóri og Landsímastjóri. —
Hvort þessir embættismenn hafi
bætt þessari kvöð á sig án auka-
þóknunar, og því ráðnir í sparn-
aðarskyni, er mér ekki kunnugt
um.
Aðalverkefni smiðjunnar var
alhliða skipa- og vélaviðgerðir og
skyldu öll Ríkisfyrirtæki, svo og
öll fyrirtæki sem nytu ríkisstyrks,
skipta við hana að öðru jöfnu.
Hér var því á ferðinni ríkisfyrir-
tæki, sem greinilega átti að keppa
við einkafyrirtækin um vinnu og
fagmenn í þessum greinum iðn-
aðarins. Hér virtist því nokkuð
ójafn leikur fram undan.
Auk þeirra forréttinda, að öll-
VlKINGUR
30