Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 37
Skipbrotsmennirnir af Svani ÍS—214, nýkoinnir til ísafjarðar. Frá vinstri: Örnólfur Grétar Hálfdánarson, skipstjóri, Brynjólfur Bjarnason, stýrimaður, Þórður Sigurðsson, matsveinn, Jón Ragnarsson, vélstjóri, Jó- hann Alexander6son, annar vélstjóri og Kjartan Ragnarsson, en hann er hróðir Jóns Ragnarssonar, vélstj. Hinn 30. jan. s.l. fórst m/b Svanur ÍS 214 frá Súðavík út af Isafjarðardjúpi. Bátnum hvolfdi, er ólag reið yfir hann og mátti ekki tæpara standa að skipverjar næðu að komast í gúmbjörgunar- bátinn og úr honum hálfónýtum, yfir í heila gúmbátinn. Þó mun hafa ráðið úrslitum um hina giftusamlegu björgun þess- ara ungu og hraustu manna, að þeir gátu gert öðrum skipum vart við sig með neyðartalstöðinni, sem er af LINKLINE gerð og mjög traustbyggð. Skipstjóri og 1. vélstjóri sýndu mikla ráðsnilli við að losa um björgunartækin og hagnýta þau og mátti ábyggilega ekki skeika mörgum mínútum að illa færi. Voru allir skipverjar sammála um að neyðarstöðin hefði bjargað lífi þeirra, með henni náðu þeir fyrst sambandi við varðskipið ÞÓR, sem staddur var á nálægum slóðum og tókst að halda talsam- bandi við M.s. SÓLRÚNU frá Bolungavík þar til klukkutíma áður en þeim var bjargað af henni og settir um borð í varð- skipið. Fyrir hönd skipbrotsmanna á SVAN, sendir VÍKINGURINN þakklæti til þeirra, sem að þess- ari giftusamlegu björgun stóðu. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.