Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Síða 39
Birgir Thoroddsen, shipstjóri MINNING Fæddur 10. október 1911. Dáinn 2. janúar 1969. Okkur veitist oft erfitt, skamm- sýnum mönnum, að skilja þær ráðstafanir almáttugs Guðs, að taka frá okkur menn, sem enn eru á bezta starfsaldri og allir töldu að ættu mikið starf eftir ó- unnið, og væntu sér mikils af, en þyrmir okkur hinum, sem þeg- ar höfum lokið okkar dagsverki og erum orðnir til einskis nýtir. Þessar og þessu líkar hugrenn- ingar sóttu að mér, þegar mér barst andlátsfregn vinar míns og frænda Birgis Thoroddsen skip- stjóra, sem lézt að kvöldi 2. janú- ar s.l og í dag vei'ður til mold- ar borinn. Það var ekki af því að andlát hans kæmi mér á óvart. Hann hafði í rúmt ár átt við sjúkdóm að stríða, sem allt benti til, þegar á leið, að ljúka mundi á þennan hátt. Sjálfum var honum þetta fljótlega ljóst, en hann beið örlaga sinna með þeirri karlmennsku og því jafn- aðargeði, sem Guð hafði gefið honum í vöggugjöf, og sem hann ávallt sýndi á hættustundum lífs bil, og formaður og í stjórn fé- lags síns, Ægis, um árabil. Sigurjón skrifaði ótal margar greinar í Víkinginn, allt fi’á upp- hafi. Þeim fylgdi ávallt hressileg- ur blær og þær lýstu óvenju stíl- fimi og rökrænni hugsun. Hér í blaðinu birtist frásögn eftir hann. Það verður hans síðasta kveðja í þessu blaði. Stundaglas eins af mikilhæf- ustu fiskimönnum okkar tíma er tómt orðið. Við kveðjum hann með þakklæti fyrir allt það sem hann hefur unnið stétt sinni, landi og þjóð. Mættum við eign- ast marga slíka. Guðmundur Jensson. síns. Einn slíkur atburður átti sér stað, þegar hann á unga aldri lenti í snjóflóði í Deildar- gili í hlíðunum milli Vatnsdals og Skalladals í Patreksfirði, og barst langa leið niður gilið, en tókst að lokum eftir alllangan tíma að rífa sig hjálparlaust upp úr fönninni, og komst heim til sín til að leita hjálpar vini sín- um, sem einnig lenti í skriðunni, en fannst ekki fyrr en daginn eftir, og var þá örendur. Án efa hefur hann oft þurft á þessum eiginleikum að halda á sjómanns- ferli sínum, en það tilheyrir starf- inu og þykir ekki umtalsvert. Oddur Birgir Ólafsson Thor- oddsen, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 10. október 1911 í Vatnsdal í Patreksfirði, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar Thoroddsen bónda þar og skip- stjóra og Ólínu Andrésdóttur frá Vaðli á Barðaströnd. Ólafur faðir hans var sonur Einars Thoroddsen bónda í Vatnsdal Jónssonar Thoroddsen útvegs- bónda á Hvallátrum vestra, en Jón á Hvallátfum og Jón Thor- oddsen skáld voru bræðrungar. Auk búskapar og skipstjóra- starfsins veitti Ólafur ungum piltum tilsögn í undirstöðuat- riðum siglingafræðinnar, bæði heima hjá sér og um borð í skipi sínu. Er ég, sem þetta skrifa, einn þeirra, sem fékk mína fyrstu inn- sýn í þau fræði hjá Ólafi, en hjá honum var ég í tvö sumur á kútt- er Grímsey. Birgir ólst upp í fox’eldrahús- um í Vatnsdal í hópi 14 systkina, en hann var þar fjórði í röðinni. Ekki var gert upp á milli kynj- anna, systurnar eru sjö og bx’æð- ui-nir sjö. Ungur fór hann að hjálpa til við heimilisstöi’fin, eins og siður var á sveitaheimilum á þeim árum, og gamall var hann ekki, þegar hann fór að róa til fiskjar með föður sínum og bræði’um. Svo lá leiðin á fiski- skútur og togara frá Patreks- firði, og 1982 kom hann háseti til mín á gamla Lagarfoss. Má segja, að frá því hafi hann verið starfs- maður Eimskipafélags íslands með örfáum frávikum fyrstu ár- in. Hann tók farmannapi’óf 1937. Var síðan stýrimaður á ýmsum skipum félagsins og að síðustu skipstjóri með m.s. Lagarfoss frá því 1960 og þar til hann varð að fara í land snemma í desember 1967 vegna þess sjúkdóms, sem rúmu ári seinna varð honurn að aldurtila. Birgir unni mjög öllum listum, var söngelskur eins og öll þau systkini, og var oft tekið lagið heima í Vatnsdal. þegar þessi ungi og glæsilegi systkinahópur var þar saman kominn á æsku- árum sínum, og oft hefur röddin verið brýnd síðar, þegar syst- kinin hittust, eftir að þau yfir- gáfu æskustöðvarnar, enda hafa þau ávallt verið mjög samrýmd. Hann hafði yndi -af málai’alist, og fékkst nokkuð við að mála sjálfur. Skáldskap og kveðskap var hann og hrifinn af, var sjálf- ur vel hagmæltur og mun nokkuð vera til af vísum og kvæðum eftir Framh. á bls. 44 VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.