Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Page 42
SALLY
A< Stutt framhaldssaga eftir Mary H. Hooker
Strax og Sally var komin inn í
járnbrautarvagninn, tók hún
skeytið frá Ted upp úr tösku
sinni og las það yfir — sennilega
í hundraðasta skiptið, síðan hún
fékk það fyrir tveimur dögum.
Hittu mig á Hótel Burchester,
London, næstkomandi mióviku-
dag.
Annað stóð þar ekki og undir-
skriftin stutt og laggóð — Ted.
Það er þá veruleiki, en enginn
draumur, hugsaði hún. Hann er
virkilega kominn aftur, eftir all-
an þennan langa tíma og ég er á
leiðinni til að hitta hann! Skeytið
var sent frá Marseille. Þangað
hefur skip hans komið og þaðan
hafði hann sent þessi fáu orð.
Engin kveðja var í því. Hún taldi
enn einu sinni orðin, þau voru að-
eins níu og henni fannst vanta
„Kær kveðja \“
Hún reyndi að sannfæra sjálfa
sig. — Það hefur ekkert að segja.
Það eina sem skiptir máli er að
hann er kominn aftur og að eftir-
leiðis þurfum við ekki að láta okk-
ur nægja að skrifast á.
Bréf Teds höfðu reyndar verið
einkennilega stutt og ópersónu-
leg upp á síðkastið. En auðvitað
voru takmörk fyrir því á hve
margvíslegan hátt hægt væri að
segja: „Ég elska þig. Ég þrái
þig!" Ef litið var á þetta með
sanngirni, varð hún að viður-
kenna að sjálf hafði hún verið í
vandræðum með að fyllla hina
þunnu loftpóstörk. Þó hafði hún
bæði heimilið og börnin til að
skrifa honum um. —
En hvað það verður yndislegt
að sj á hann aftur! Svo verður allt
eins og þau hafi verið aðskilin að-
eins í stuttan tíma. Og framtíð-
in brosti við þeim. Hún skyldi
svei mér kunna að meta það að
hafa hann hjá sér eins og í gamla
daga.
Þegar hún stakk skeytinu aftur
í töskuna, kom hún auga á ama-
törmynd af Ted, sem lá þar. Hann
var í einkennisbúningi og það
gerði hann svo framandi. En það
var ekki aðeins búningurinnn,
sem henni fannst svo ókunnug-
legur. Andlit hans kom henni
einnig svo einkennilega fyrir
sjónir. — Það var bara hin afar
langi aðskilnaður, sem olli þessu.
Hún reyndi að muna rödd hans
og allt látbragð. En allt í einu
greip hana óttaleg hugsun. — Ef
okkur skyldi nú ekki þykja vænt
hvort um annað lengur. Það hafði
svo margt skeð síðan þau höfðu
síðast verið saman. Því Ted hafði
verið kallaður í herinn sem her-
læknir í stríðsbyrjun. í Royal
Airforce og sendur til Indlands.
En hún hafði orðið að sitja
heima í hinu daglega umstangi.
Ef honum skyldi nú finnast hún
vera orðin leiðinleg. Hún vætti
varirnar. — Ó, Ted!
Áhyggjufull skoðaði hún sig í
vasaspeglinum sínum. Guði sé
lof! Hún leit ekki sem verst út,
með tilliti til þess að hún var orð-
in 28 ára og tveggja barna móðir.
Hið stuttklippta hár með nýju
greiðslunni fór henni vel og var
snotur umgjörð um fínlegt and-
litið með dökku augunum. Það
prýddi einnig hvað hún var orðin
grönn.
Hún fór að hugsa um hvernig
hún hafði litið út þegar Ted fór.
Hún hafði þá gengið með litla
Ted í 6 mánuði. Hún sá sjálfa sig
í anda á j árnbrautarstöðinni. Með
vel uppsett hár og klæðilegan
hatt, valdan með það fyrir aug-
um að leiða athyglina frá því hve
sver hún var. Sem sagt. Það var
ekki hægt að segja að það hafi
verið rómantisk mynd af henni,
sem Ted tók með sér í huganum
þegar liann fór! Auk útlits henn-
ar var allt á ringulreið á stöðinni,
fullt af fólki og Jennifer, sem þá
var 3ja ára, organdi útaf því að
fá ekki að fara með elsku pabba
sínum.
Endurfundurinn myndi verða
öðruvísi. Börnunum hafði hún
komið fyrir hjá móður sinni og
sjálfri fannst henni hún vera eins
ung og ástfangin, eins og þegar
hún var brúður fyrir 8 árum.
Hún var með nýtt permanent í
hárinu. Ný dragtin var eins og
steypt utan um hana. Hatturinn
sá dýrasti er hún hafði nokkru
sinni eignast og í töskunni voru
fínustu undirfötin, sem hún hafði
safnað síðan Ted fór. Knipplinga-
skreyttur náttkjóll og innislopp-
ur með svandúni og nýjustunylon
sokkarnir, sem hún hafði fengið
á ævi sinni. Til þess að ná í þá
hafði hún orðið að standa í bið-
röð í 2 klukkutíma.
í einu af síðustu bréfunum til
Ted hafði hún sagt:
Ef þú verður miklu lengur í
burtu frá mér, held ég aá ég
verði svo feimin við þig, aS
þú verSur aS biSla til mín á
nýjan leik. ÞaS væri lcannske
bezt aS þú búir á hóteli í borg-
inni fyrstu 2 dagana og send-
ir mér blóm og sælgæti og svo
förum viS á bíó og holdumst
hendur. Ég get alls ekki gert
mér grein fyrir hvernig þaS
verSur aS hafa aftur karl-
mann á heimilinu. — ESa
kannske þaö væri bezt aS viS
hittumst einhversstaðar í ó-
Jcunnri borg. Ég get ábyggi-
lega komiS börnunum fyrir.
En hvernig sem vi& höfum
þaö veröur guSdómlegt að fá
þig heim aftur.
Ted hefur þá, Guð blessi hann,
tekið hana á orðinu. Því það var
VlKINGUR
42