Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 43
ólíkt honum að vilja eyða helg-
inni í London. Þegar hann átti
frí, féll honum bezt að fara í
gömul föt, inniskó og hætta að
raka sig og hafa það síðan ró-
legt í herbergi sínu með pípuna
sína í munninum. En það var
auðvitað af því að hann var upp-
tekinn við starf sitt, næstum all-
ann sólarhringinn. Það var þess-
vegna hvíld sem hann þarfnað-
ist, — ekki skemmtanir.
London var heppilegasti stað-
ur fyrir þau að hittast.Þarfengju
þau að vera í friði, dálítinn tíma,
áður en Ted varð að hitta fjöl-
skyldu sína og vini. — Og hversu
gaman verður ekki að ferðast
heim með honum á eftir. — Til
heimilisins og barnanna, — en
fyrst nokkrir „hveitibrauðsdag-
ar,“ þar er hið rétta!
Ferðin leið fljótt hjá Sally, sem
var niðursokkin í minningum og
draumum. Hún fékk sér bíl til
gistihússins. Hjarta hennar sló
ört og hún kenndi máttleysis í
hnjánum. — Ætli Ted sé þegar
kominn. Það var enginn nákvæm-
ur tími tiltekinn í skeytinu. Hún
gekk hratt yfir skrautlegan for-
salinn, sem var fullur af fögrum
konum og fínum herrum. Hún
gekk til lyklavörzlunnar og fékk
lykil að herbergi sínu.
— Ég á von á manninum mín-
um, sagði hún og fann að mál-
rómurinn var óeðlilegur. — Þér
gjörið svo vel að vísa honum upp
strax og hann kemur.
Hún fann greinilega hversu
kjánalega hún sagði þetta. Hún
var alveg komin að því að segja
hinum vingjarnlega móttöku-
stjóra, sem nú kom að í þessu, hve
lengi hún hafði saknað hans.
Einnig hvað hún væri tauga-
óstyrk, vegna þess að eiga nú að
sjá hann aftur, en samt svo ham-
ingjusöm!
Móttökustjórinn leit á minnis-
blöð, er lágu á borðinu fyrir fram-
an hann.
— Maðurinn er hér, frú, hann
situr í vínstofunni og bíður eftir
yður.
— I vínstofunni? endurtók
Sally. — Sögðuð þér í vínstof-
unni?
Að maður, sem dvalið hafði ár-
um saman í Indlandi, setti konu
sinni stefnumót í vínstofu, fannst
henni einkennilegt. 1 huganum
hafði hún séð ýmsa staði, sem
bakgrunn að fyrsta fundi þeirra.
Járnbrautarstöð, bryggju, svefn-
herbergið heima, sólbaðað engi,
trjágarð í tunglskini, já, jafnvel
sjúkrahús, þar sem Ted lá særð-
ur og hrópaði óþolinmóður á
hana. Á öllum þessum stöðum,
sem hana hafði dreymt um voru
þau auðvitað alein. Engin forvit-
in augu áttu að vera vitni að
fyrsta kossi þeirra. Engin for-
vitin eyru að hlusta á fyrstu
feimnu kveðjuna. En vínstofa!
Jæja, kannske var Ted eins
taugaóstyrkur eins og hún sjálf
vegna endurfundarins. — Eða
kannski hann hafi tekið bréf
hennar bókstaflega. Það var vel
hugsað af honum.
Hún ákvað að koma tösku sinni
upp í herbergið og athuga hvort
ekki hafi gleymzt að láta kampa-
vínsflöskuna, sem hún hafði pant-
að, upp.
Herbergið var yndislegt. Það
var á annari hæð og langt frá
lyftunni. Gráa gólfteppið var
þykkt, fínlegt og þægilegt að
ganga á því. Veggirnir mjög ljós-
ir og gluggatjöldin smaragð-
græn. Rúmin virtust vera góð, en
þau voru siðsamlega aðskilin
hvort frá öðru af stóru og sterk-
legu borði, en á því stóð síminn
og lampi. Það myndi ekki líða á
löngu, þar til Ted færði þetta
borð svo hægt væri að flytja rúm-
in saman. Það gerði hann alltaf
er þau voru á ferðalagi. Kampa-
vínið var í kæli á litlu borði. Allt
var alveg eins og hún hafði hugs-
að sér.
Hún þvoði andlit sitt og hend-
ur, lagaði hárið, púðraði sig og
málaði varirnar. — Hún var ör
af hamingju. — Hann situr hér
niðri, sagði hún upphátt við sjálfa
sig. — Ég get farið niður og séð
hann hvenær sem er. Eftir allan
þennan tíma.
Hún stóð kyrr augnablik til að
njóta hugsunarinnar. Augun voru
tárvot. -— Guði sé lof! hvíslaði
hún.
I Burchester hóteli eru margar
vinnustofur, allar litlar og huggu-
legar, með deyfðum ljósum. Sally
varð að leita dálitla stund, áður
en hún fann Ted. Hann sat og
mókti við tveggja manna borð í
einu horninu, með ölglas fyrir
framan sig. Sally skalf á beinun-
um, er hún gekk til hans.
— Ted! Ó, elsku Ted! sagði hún
og studdist þungt við borðið.
Hann þaut á fætur.
— Nei, sæl Sally!
En hvað hann virtist hár og
grannur í einkennisfötunum. Hún
veitti því athygli að komnir voru
margir gráir þræðir í hár hans.
Hún lyfti andlitinu svo hann
gæti kysst hana, en hann tók bara
um herðar hennar. Svo ýtti hann
borðinu frá, svo hún gæti sezt við
hlið hans. Hann hafði dökka
hringi kringum augun.
Henni fannst munnur sinn
þorna upp. — Hann hlýtur að
vera veikur. Eitthvað er að, ann-
ars myndi hann aldrei koma
svona fram við hana. Eins og
virtan en framandi gest!
— En hvað það er gott að sjá
þig aftur, Sally, sagði hann, en
forðaðist að líta í augu hennar.
— Hvað má bjóða þér?
— Takk ég held gin.
Hún lagði frá sér loðkápuna og
lyfti hattslörinu frá andlitinu.
— Ertu veikur, Ted?
— Veikur? Nei, því skyldi ég
vera veikur?
Hann tæmdi glas sitt.
— Heyrðu, Sally! Hvað hugs-
aðirðu þegar ég símaði þér að
hitta mig hér?
Henni létti. Það var þá ekkert
að honum. Hann var bara dauð-
þreyttur eftir hina löngu ferð. Og
reyndar gat hún ekki búist við
öðru, en að þessi fyrstu augna-
blik yrðu dálítið annarleg. Nú
þráði hann víst að hún segði hon-
um, hversu glöð hún hefði orðið
að eiga að hitta hann hér, á þenn-
an hátt. Hún sneri sér áköf að
honum.
— Ég liélt að. . . .
VÍKINGUR
48